Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Side 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Side 13
staðar í Evrópu,“ segir Þórir. Hann telur mikla einföldun á mál- inu að tala um að leikirnir séu jafn- langir og því eigi að greiða jafn- mikið, því fleira komi til. Útgangspunkturinn sé sá að dóm- arar sjálfir telji verkefnin sem þeim eru falin miserfið og greiðslur KSÍ taki mið af mati dómara. Bendir Þórir á að dómarar eru launþegar og viðsemjendur KSÍ og þeir sjálfir hafi mikið um það að segja að meta hversu erfitt hvert verkefni er. Félag dómara leggi fram ákveðnar kröfur og semji síð- an við stjórn KSÍ um greiðslur. „Ef sá hópur manna segir KSÍ að það sé erfiðara að inna af hendi tiltekið verkefni en annað þá verður KSÍ að taka tillit til þess og greiða í sam- ræmi við það,“ segir Þórir. Allur kostnaður vegna dómgæslu fellur á KSÍ Kostnaður vegna dómgæslu á knatt- spyrnuleik er greiddur af KSÍ. Áður greiddu félög hluta kostnaðar en samkvæmt upplýsingum frá KSÍ hefur sambandið greitt allan kostn- að við dómgæslu frá hruni. Á síðasta ári námu útgjöld KSÍ vegna dómgæslu á knattspyrnu- leikjum í öllum deildum þar sem KSÍ tilnefnir dómara um 96 millj- ónum króna, sem var hækkun um tæpar fjórar milljónir frá fyrra ári, samkvæmt upplýsingum úr árs- skýrslu KSÍ. Þar kemur einnig fram að árið 2008 var þessi tala tæpar 50 milljónir króna og þar af greiddu félögin tæpar 13 milljónir vegna ferða og uppihalds dómara. Kostnaður vegna dómgæslu hefur því vaxið mikið á síðustu árum. Laun dómara eru ríflega þriðjungur heildarútgjalda KSÍ vegna dóm- gæslu, eða um 35 milljónir króna. Fjöldi leikja á vegum KSÍ var um 5.600 á árinu 2012 og KSÍ tilnefndi á því ári dómara og tvo aðstoð- ardómara í 3.782 leiki. Í samningi dómara og KSÍ til þriggja ára eru greiðslur fyrir dómarastörf flokk- aðar eftir erfiðleikastigi og taka mið af hraða og ákefð leiksins. Miklar kröfur eru gerðar um þol og líkamlegt atgervi dómara og gangast þeir undir þolpróf fyrir hvert tímabil. Dómari sem dæmir í efstu deild karla, þ.e. leiki á hæsta erfiðleikastigi, þarf að gangast undir strangara þolpróf en sá sem dæmir á lægra erfiðleikastigi eins og t.d. í efstu deild kvenna. Alls eru 56 dómarar á lista KSÍ yfir landsdómara, þar af fjórar kon- ur. Engin kona hefur dæmt leik í efstu deild karla. Hraðinn skiptir ekki öllu Birna H. Bergstað Þórmundsdóttir er ein fjögurra kvendómara sem hafa réttindi sem landsdómarar. Hún hefur meðal annars dæmt leiki í efstu deild kvenna og 2. deild karla. Hún segir rétt að erf- iðleikastig séu ólík eftir því í hvaða deild er spilað. „Það er alveg nóg að fara á leiki til að sjá að það er klárlega mikill munur þarna á milli. Það er ekki verið að gera lítið úr konum með því að segja það. Fyrir dómara er klárlega munur á kröfum, það er meiri harka í leikjum karla í efstu deild og leikirnir eru hraðari. En við þurfum líka að spyrja okkur hvort hraðinn skipti öllu máli. Önn- ur leið til að líta á þetta mál er að horfa til þess að leikirnir sjálfir, hvort sem um er að ræða Pepsi- deild kvenna eða karla, skipta jafn- miklu máli. Auðvitað væri óskandi að það væru sömu greiðslur fyrir leikina hvort sem dæmdur er karla- eða kvennaleikur,“ segir Birna en segist þó ekki gera sér miklar vonir um að breytingar verði gerðar. „En vonandi drífur fólk sig meira á völl- inn í sumar. Ég held að ef það kæmu jafnmargir á völlinn hjá stelpunum þá kannski myndi KSÍ minnka þennan mun,“ segir Birna. Skaðleg skilaboð frá KSÍ Halla Gunnarsdóttir, sem árið 2007 gaf kost á sér til formanns KSÍ, tel- ur félagið vera á villigötum með því að skýra út mun á launagreiðslum dómara með vísan í erfiðleikastig og hraða. Hún bendir á að það sé til- tölulega stutt síðan farið var að greiða fyrir dómgæslu að einhverju marki hér á landi þannig að ákvarð- anir um greiðslur, og mun á greiðslum eftir því hvort um er að ræða karla- eða kvennaleiki, séu nýjar. „Það er alveg sama hvað er tínt til, það er ekkert sem réttlætir þennan ofboðslega mun.“ Halla hefur áhyggjur af því að sú afstaða KSÍ að meta upphæð greiðslna eftir því hversu hratt leik- menn hlaupa sé skaðleg íþróttinni og því sem hún stendur fyrir. „Þetta er tal sem er ofboðslega hættulegt inn í félagsstarf eins og fótbolta sem á að vera allra. Þetta talar inn í áratugalanga umræðu um hvort konur eigi yfirhöfuð að spila fótbolta,“ segir Halla og bendir á að mikið starf hafi unnist á síðustu ár- um í að breyta rótgróinni misskipt- ingu milli karla og kvenna á æf- ingatímum, aðbúnaði og þjálfun. „KSÍ verður að fara á undan með framsækinni umræðu og ráðast gegn þessum fordómum frekar en að tala um hverjir hlaupa hraðar. Ég held að þetta sé hættuleg um- ræða, skaðleg fyrir fótboltann og fyrir litlar stelpur og stráka sem eru að spila fótbolta,“ segir Halla. Fullkomlega eðlilegur munur Þorkell Máni Pétursson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu, tekur undir með Höllu um að mikið hafi áunnist í uppbygg- ingu kvennaknattspyrnu hér á landi en telur eðlilegt að munur sé á dómaragreiðslum í efstu deild. „Þetta er fullkomlega eðlilegur munur á greiðslum. Konur og karl- ar fá jafnmikið borgað þannig að þetta er ekkert launamisrétti.“ Þorkell Máni telur að ef greiðslur fyrir að dæma karla- og kvennaleiki í efstu deild yrðu jafnaðar myndu dómarar frekar sækja í að dæma kvennaleiki. „Það er eins og það megi ekki segja það, en það er meiri hraði í karlafótbolta. Það er líka meira undir í karlafótbolta því einn leikur getur skipt tugum milljóna króna. Þetta er ósanngjörn umræða gagnvart KSÍ því félagið hefur að mörgu leyti staðið sig gríðarlega vel í að auka veg kvennaboltans og setja peninga í að byggja hann upp sem hefur skilað sér margfalt.“ Greiða ætti konum sem dæma í efstu deild meira en körlum Hann telur að meira máli skipti að fá fleiri konur í dómgæslu. „Það væri til dæmis hægt að gera með því að taka ákvörðun um að konur sem dæmi í efstu deild kvenna fái jafnmikið og karlar sem dæma í efstu deild karla. Það myndi laða fleiri konur í dómgæslu sem væri mjög jákvætt,“ segir Þorkell Máni að lokum. 12.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 GJÖRIÐ SVO VEL! Hafðu það hollt í hádeginu HAFÐU SAMBAN D OG FÁÐU TILBO Ð! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og næringaríkan mat í hádegi. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslu- keppni heims. Mæðradagurinn er í dag

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.