Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Síða 16
*Afkomendur Ingalls fjölskyldunnar úr Húsinu á sléttunni hafa hreiðrað um sig á Heclu eyju »18Ferðalög og flakk Kæru vinir. Við erum búin að fara á víkingaslóðir á Mön og Írlandi og óhætt að segja að víkingarnir hafi komið víða við og ekki alltaf verið kurteisir við heimamenn. Þeir rupluðu víst bæði fé og fólk í heimsóknum sínum hingað. Það er ekki félegt liðið sem við erum komin af. En við höfum verið friðsamari í okkar heimsókn og heima- menn hafa fyrirgefið gamlar væringar og verið einstaklega kurteisir við okkur. Við hlökkum til að koma heim og segja frá því sem við höfum séð. Bestu kveðjur. Gunnar og Jóhanna Hin friðsömu hjón, Jóhanna Skarphéðinsdóttir og Gunnar Pálmason. Á víkingaslóðum PÓSTKORT F RÁ ÍRLANDI Eva Ólafsdóttir og Sigurður Sigurbjörns-son fóru í brúðkaupsferð til Wash-ington DC á dögunum. Aðspurð hversvegna höfuðborg Bandaríkjanna varð fyrir valinu segir Eva það hafa verið tilviljun. „Ég fæ alltaf send nettilboð frá Icelandair og Wow í tölvupósti,“ segir hún. „Það kom gott tilboð til Washington DC og við ákváðum því að fara þangað. Það er allt svo dýrt í Evrópu en í Bandaríkjunum er hægt að leyfa sér eitt- hvað. Ef farið er út fyrir miðborg Washington er allt frekar ódýrt. Við fundum gistingu með morgunmat sem kostaði ekki nema tæpar 50.000 kr. fyrir okkur tvö í fimm nætur. Svo tókum við Chrysler á leigu með GPS-tæki sem kostaði 27.000 kr. fyrir alla dagana sem við vorum þarna.“ Aðspurð um hvað þau hafi skoðað segir hún að þau hafi farið á Smithsonian sem er svæði með 19 söfnum og frítt inn á þau öll. Svo gengu þau í kringum Hvíta húsið í sól og blíðu. Þau fóru einnig inn í þinghúsið sem þau höfðu gaman af. Eva hafði pantað skoðunarferð um húsið á netinu áður en þau komu. Skoð- unarferðin snerist að mestu um húsið og lista- verkin en ekki þingstörfin. Þau komust að því á staðnum að þau gætu fengið að sjá full- trúadeildina og öldungadeildina án nokkurs fyr- irvara og nýttu sér það. „Það kom okkur ann- ars á óvart að Hvíta húsið var miklu minna en við höfðum ímyndað okkur og þinghúsið miklu stærra,“ segir Eva. Eva segir að þau hafi aðeins borðað á einum dýrum veitingastað í miðborginni, The Hamil- ton, annars hefðu þau hrifist mest af veit- ingastað sem heitir Outback Steakhouse. „Það voru margir búnir að segja okkur að við yrð- um að fara á þann stað og það var góð ábending. Þetta er vinsæll og ódýr staður og steikin guðdómleg. Þetta leit út fyrir að vera fjölskyldustaður. Við þurftum að bíða eftir sæt- um sem virtist ekki óalgengt þar sem okkur var vísað á biðsal þar sem fólk sat og beið í rólegheitum eftir borði.“ Eva segir að verðið í miðbæ Washington hafi verið svipað og hér heima en í úthverfunum hafi allt verið mun ódýrara. „Við keyptum allar jólagjafirnar þarna og verðið var margfalt lægra en hér á landi,“ segir Eva. Eftirminnilegast segir hún að hafi verið að koma í Arlington kirkjugarðinn sem er her- mannagrafreitur þar sem byrjað var að grafa hermenn í lok 18. aldar. Þar eru leiði nokk- urra forseta Bandaríkjanna eins og John F. Ken- nedy. „Ég er hrifin af kirkjugörðum. Það tengist því kannski að æskuheimili mitt er við kirkju- garð. Mér finnst eitthvað heilagt við þá,“ segir Eva. Ljósmynd/Sigurður Sigurbjörnsson MIÐSTÖÐ STJÓRNMÁLA HINS VESTRÆNA HEIMS Í höfuðborg Bandaríkjanna EVA OG SIGURÐUR FÓRU TIL WASHINGTON TIL AÐ SKOÐA BAKSVIÐ FRAMHALDS- ÞÁTTANNA HOUSE OF CARDS. ÞAU GRIPU TÆKIFÆRIÐ OG KEYPTU JÓLAGJAFIR SEM KOSTUÐU AÐEINS BROTABROT AF ÞVÍ SEM ÞÆR KOSTA VENJULEGA. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Eva Ólafsdóttir komin á svæði stjórnmálamanna Hvíta hússins í Washington. Smá verslunarleiðangur í Dublin. Írskur kross í Glendalough.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.