Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Síða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Síða 42
*Fjármál heimilannaMargir eiga aura í sjóðum stéttarfélaga án þess að átta sig á. Því getur borgað sig að kanna málið Berglind Steinsdóttir býr ein í hverfi 105 og starfar sem ræðulesari og leiðsögumaður og segist helst kaupa inn í hverfisbúðunum Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ost, lauk, engifer, papriku, ab-mjólk og undanfarið trönuber sem ég keypti mikið magn af í ógáti. Á líka granatepli sem ég þori ekki að skera upp, það er svo drjúgt að ég held að afgangurinn eyðileggist. Klikka oft illilega á nýmjólkinni en geymi gos á svölunum. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlæt- isvörur á viku? Ég er svakalega meðvitaður neytandi og skoðaði bók- haldið ár aftur í tímann – 15.000 kr. að meðaltali. Sjampóið vegur þungt. Hvar kaupirðu helst inn? Í hverfisbúðunum mínum Bónus, Nóatúni og Víði. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Gæðalegt mangó, sem reynist því miður oft ónýtt þegar heim er komið, og lífræna deildin. Er líka búin að þróa með mér smekk fyrir dökku súkkulaði. Ég er op- in fyrir ýmsu forvitnilegu og mig langar alltaf í ís. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Með því að nota það sem ég kaupi. Skoða endalaust uppskriftir til að nýta umframbirgðir. Afgangar eru líka uppáhalds. Hvað vantar helst á heimilið? Meira borðpláss í eldhúsinu svo ég geti haft hveiti, heilhveiti, hrísgrjón, sykur, púðursykur og allt hitt í dunkum sem sjást. Eyðir þú í sparnað? Nei. Skothelt sparnaðarráð Elda of mikið og borða afganga, bæði heima og heiman. Frysta sumt til að eiga síðar. NEYTANDI VIKUNNAR BERGLIND STEINARSDÓTTIR Afgangar eru uppáhalds Berglind Steinarsdóttir segist gjarnan elda meira en hún þarf og frysta afganga. Morgunblaðið/Rósa Braga * Er eitthvert vit í því að borgarúmlega hundraðkall aukalega fyrir það að taka peninga út úr hrað- banka? Varla. Náðu þér því í pen- inga úr slíkri maskínu í viðskipta- banka þínum ef kostur er. Ekkert þjónustugjald þar. Einn hundraðkall er ekki mikið en takir þú út úr ókunnum hraðbanka einu sinni í viku verður smotteríið að nokkr- um þúsundköllum yfir árið. Það má kaupa sér eitthvað fallegt fyrir þann pening. * Er eitthvert vit í því að borgaallt að því tvöfalt meira fyrir gos- flösku en nauðsynlegt er? Varla. Veldu réttu búðirnar ef þú drekkur gos á annað borð. Ódýrara er auð- vitað að drekka vatn og hollara. * Farðu í bíó á þriðjudögum.Það er ódýrara en aðra daga. * Ef þú ætlar að kaupa þérvetrarkort á skíði næsta vetur mundu að gera það strax og sala hefst, þótt skíðavertíðin sé ekki byrjuð. Það er oft miklu ódýrara. púkinn Aura- Vetrarkort strax S tærsta stéttarfélag landsins, VR, býður upp á ýmiss konar styrki. Þar má nefna styrki til menntunar, lík- amsræktar, og sjúkraþjálfunar svo eitthvað sé nefnt. Þá er hægt að sækja um styrki til endurmennt- unar úr starfsmenntasjóði. Í vara- sjóði VR eru sameinuð réttindi úr orlofssjóði og sjúkrasjóði og geta félagsmenn varið þeim fjármunum á ýmsan hátt. Flest stéttarfélög, stór og smá, gefa félagsmönnum færi á að sækja styrki í ýmsa sjóði en það er félagsmanna sjálfra að kynna sér reglur sjóðanna og sækja um styrkina. Allur gangur virðist vera á því að hve miklu leyti félagsmenn nýta sér styrkina. Innan við helmingur sækir sína styrki hjá VR Rósmarý Úlfarsdóttir, deildarstjóri þjónustudeildar VR, segir að af rúmlega 29.000 félagsmönnum fé- lagsins hafi 13.086 félagsmenn sótt um styrk í varasjóð VR og 4.736 sóttu um styrk úr starfsmennta- sjóði á síðasta ári. ,,Greiðslur úr varasjóði 2012 skiptast þannig: 45,4% eru vegna forvarna, svo sem líkamsræktar, 13,8% nýta sjóðinn vegna orlofs- þjónustu, tæp 10% vegna lækn- iskostnaðar, 9% vegna hjálp- artækja og rúm 7 % vegna endurhæfingar,“ segir Rósmarý. Samkvæmt þessum upplýsingum sækir vel innan við helmingur fé- lagsmanna stærsta stéttarfélagsins styrki í sjóðina og má gera ráð fyrir að svipað sé uppi á ten- ingnum hjá öðrum félögum. Hægt að sækja um vegna skólabóka og tómstunda barna Auk ofantalinna atriða þá er hægt að nýta sjóðinn til kaupa á skóla- bókum fyrir börn að 18 ára aldri sem og í tómstundir barnanna. Allir félagsmenn í VR greiða í varasjóð. Efling, stéttarfélag býður sínum félagsmönnum ýmiss konar styrki og aðgangur að þeim ræðst af því hvar viðkomandi félagsmaður starfar. Því eru aðrir sjóðir fyrir félagsmenn sem starfa hjá Reykja- víkurborg en fyrir þá sem starfa hjá Skjóli svo dæmi sé tekið. Regl- ur og eyðublöð er að finna á heimasíðu Eflingar. Hjá KÍ er að finna þrjá sjóði, orlofssjóð, endur- menntunarsjóð og sjúkrasjóð. Sótt er um rafrænt á heimasíðu KÍ þar sem allar nánari upplýsingar er að finna. Því er full ástæða til að skoða rétt sinn til úttektar úr sjóðum stéttarfélags síns. Hjá sumum sjóðanna fyrnist inneign eftir ákveðinn tíma eftir að hætt er að greiða í sjóðinn. SJÓÐIR STÉTTARFÉLAGA Áttu leynda sjóði hjá stéttarfélaginu þínu? FLESTIR LAUNÞEGAR GREIÐA Í STÉTTARFÉLÖG EN TALSVERÐ BREYTING HEFUR ORÐIÐ Á STYRKJAKERFI ÞEIRRA SÍÐUSTU ÁR. ÞAÐ ER ÞVÍ EKKI BARA AÐGANGUR AÐ SUMARHÚSUM SEM ER INNIFALINN Í AÐILD AÐ STÉTTARFÉLAGI HELDUR EINNIG AÐ ÝMISS KONAR SJÓÐUM SEM HÆGT ER AÐ SÆKJA STYRKI Í. VARASJÓÐUR VR NÝTIST MEÐAL ANNARS Í KAUP Á SKÓLABÓKUM OG TÓMSTUNDIR BARNA. Hólmfríður Þórisdóttir holmfridur.thoris@gmail.com Morgunblaðið/Kristinn Launþegar greiða hluta launa sinna til stéttarfélaga. Ástæðulaust er að láta peninga liggja þar í sjóðum sem hægt er að nýta.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.