Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Side 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Side 48
VELKOMIN Á OPNUN REKSTRARLANDS 11. maí kl. 11, Skeifunni 11 Verslun Rekstrarlands er í Skeifunni 11 en þar er mikið úrval af almennum rekstrarvörum og margvíslegar lausnir fyrir minni fyrirtæki og einstaklinga, svo sem kaffistofuvörur, hreinlætisvörur, pappír, þurrkubox, plastpokar, vinnufatnaður, borðbúnaður og ýmsar sérvörur. Tilboð 1.190 kr. 1.937 Löber 40x2400 cm Kerti – 12 cm, verð frá 369 kr. Kertavasi – egglaga, verð frá 890 kr. Servíettur – 40x40, 3ja laga, verð frá 199 kr. FRÁBÆR TILBOÐ Grillaðar SS-pylsur & Svali í boði Servíettur, dúkar, kerti og kertastjakarPIPAR \T BW A • SÍ A Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013 elinu sé rými sem ætlað sé fyrir böll, gleðskap og annan tónlistarflutning. „En sagan endar alltaf eins. Þegar það er talið í giggið – hverjar verða afleiðingarnar? Hótelgestir á hótelinu brjálast og kvarta og sagan endar alltaf eins. Tónlistarflutningurinn lúffar fyrir hótelrekstrinum. Bassinn smitast alltaf upp í svefnherbergi. Þetta er óumflýjanlegt og ég hef ekki enn hitt neinn nógu brjálaðan vísindamann sem hefur fundið upp hina fullkomnu hljóðeinangrun til að blokkera bassabústið frá dansiballinu og upp í svefnherbergið. Nema þú ætlir að reka bara partýhótel sem ég held að sé mjög erfitt. Ég held að lausnin sé að Alþingi og Reykjavíkurborg kaupi hús- næðið af Pétri Þór. Nasa-salurinn á að fá að standa. Það má þó svo sannarlega flikka upp á hann. Það má sannarlega hjálpa honum að líta betur út en þetta er síðasti salurinn í Reykjavíkurborg sem er með sál. Með fullri virðingu fyrir Hörpunni þá er Harpan lítið barn sem er ennþá á bleyjunni við hliðina á þessum Nasa- sal. Hann er falinn demantur í miðri Reykjavíkurborg með ofsalega mikla sögu og sál. Ekki nóg með það – arkitekt- úrinn þarna inni hefur haldist nær óbreyttur frá opnun sal- arins 1945. Við eigum líka að hlúa að sögu innanhúss byggingalistar á Íslandi. Það er eins og enginn sé að pæla í henni. Það er ekki hægt að selja mér þá hugmynd að það sé í lagi að rífa þetta allt niður til þess að byggja það upp í sömu mynd. Það er engu líkara en að Besti flokkurinn og allir í stjórn Reykjavíkurborgar elski þessa hugmynd með þetta hótel. Það er upplifun mín af þessu máli. Þessi hótelást er þar að auki í algerri andstöðu við Alþingi Íslendinga, sem nú hefur mótmælt þessum fyrirhugðu framkvæmdum, því Alþingi fengi inngang hótelsins beinlínis í hlaðið hjá sér. Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með Besta flokkinn í sam- bandi við þetta hótelmál. Þetta er fólk sem ég leit upp til. Ég er búinn að líta upp til þessa fólks í Besta flokknum í rúmlega 20 ár. Þessi ákvörðun er örugglega ein stærstu vonbrigði lífs míns. Ég biðla til þeirra að hverfa frá þessari hugmynd og ég vona að Alþingi kaupi þetta húsnæði til sinna eigin nota. Það sárvantar húsnæði. Það er vel hægt að reka veitingahús, kaffihús og einhverja þjónustu og lunda- búðir handa túristum á jarðhæðinni þó skrifstofur Alþingis séu á efri hæðunum. Samhliða þessu er svo hægt að reka Nasa áfram sem tónleika- og viðburðasal.“ Hann segir að það að reka skrifstofur með sal eins og Nasa fari mjög vel saman því hljóðprufur og annað líf sé að færast inn í salinn á Nasa á þeim tíma sem fólkið er að fara heim af skrifstofunum. Vill gera tilraun í Hafnarhúsinu á Gay Pride „Ég er búinn að reyna mitt besta til að finna annað hús- næði fyrir þessa tvo viðburði vegna þess að ef ég myndi ná að halda bara tvo viðburði í Reykjavík á ári, bara Eurovisi- on-ball og Gay Pride, yrði ég mjög ánægður. Það eru ekki allir viðburðir sem passa hér í Hörpuna. Tónleikarnir mínir, Ragga Bjarna og Diddúar passa örugglega vel hérna inn. Ég og Sinfóníuhljómsveit Íslands smellpössum hérna inn. En ég get ekki farið með Eurovision-ballið mitt inn í Silf- urberg. Til þess þyrfti ég að breyta Silfurbergi í klúbb og það gerist aðeins með gríðarlegum tilkostnaði. Þessi partý gengu út á að ég var fyrir framan nefið á áhorfendum að troða upp. Þessi nánd næst ekki í Silfurbergi,“ segir Páll Óskar. „Þetta er viðráðanlegt í Listasafni Reykjavíkur í Hafnar- húsinu. Það er hægt með því að drappera og setja tjöld með öllum veggjum og strengja síðan tjöld og drapperingar uppi, yfir allt heila þakið nærðu að búa til bæði nánd og gott sánd og þú hefur ágætis stjórn á hlutunum þarna inni. Þar að auki er listasafnið sæmilega hrátt. Nógu hrátt til þess að þú viljir labba þarna inn í partýstuð og á sama tíma nógu glæsilegt til þess að viðburðirnir geti verið „glamoro- us“. Málið er bara að það er ekkert þak á Hafnarhúsinu. Það var aldrei smíðað þak þannig að hljóð berst mjög auð- veldlega upp um þakið og í réttri vindátt, sérstaklega þegar blæs úr norðaustanátt, fer allt heila hljóðið – allir heilu tón- leikarnir yfir í Grjótaþorp. Þetta hef ég prófað að hlusta á sjálfur,“ segir hann þegar hann fór með hljóðmæli um páskana og mældi þetta. „Við ætlum okkur að finna lausn á þessu og okkur langar að gera tilraun með hljóðdeyfingu í húsinu. Ég vona að ég fái að gera þessa tilraun á Gay Pride. En ég get ekki verið að halda svona ball þarna í óþökk íbúanna í Grjótaþorpinu. Þetta verður að vera framkvæmt í sátt og samlyndi við þá og ég ætla að biðla til þeirra að leyfa mér að prófa að gera svona tilraun í Listasafninu á Gay Pride og biðla til þeirra að hafa þolinmæði fyrir þessu Gay Pride partýi þessa nótt og þeirra þolinmæði verði þeirra framlag til GayPride. Ef þessi tilraun heppnast vel og ef okkur tekst að klappa niður hljóðið þá verð ég vonandi í betri aðstöðu að gera Eurovisionpartý árið 2014.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.