Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Page 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Page 51
12.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 hátindi ferilsins, og það hlýtur að vera draumi líkast að hvar sem hún fer dásami fólk hæfileika hennar og sönginn. Hefur draumur söngkonunnar um farsælan feril ræst? „Já, vissulega hefur hann ræst,“ segir hún. „Ég hef annars verið hamingjusöm á öllum þrepum ferilsins. Sem byrjandi þegar ég þurfti að sanna mig – og maður verður alltaf að sanna sig, en ég fékk fljótlega að syngja stærri hlutverk en stóð til fyrst þegar ég var ráðin, en ég var þá vernduð af óperuhúsinu sem ég var með samning við og fékk að reyna mig við ýmislegt. Og guði sé lof, gagn- rýnin hefur alltaf verið góð, toj, toj, toj … ég legg líka hart að mér, elska það sem ég er að fást við og vil alltaf gera mitt besta til að fólk njóti flutningsins,“ segir hún af ákafa. „Áheyrendur eiga ekki að verða varir við það þótt söngvarinn sé ekki upp á sitt besta, að hann sé hikandi við hæstu nóturnar, að lík- aminn sé of spenntur og hann ekki afslapp- aður … það krefst mikillar vinnu að ná því jafnvægi að geta alltaf boðið upp á afslapp- aðan og vandaðan flutning. Ég er alltaf stressuð fyrir tónleika en ég vil gera mitt besta og að fólk njóti þess sem þetta snýst um, tónlistarinnar og tilfinninganna sem búa í henni. Ég verð því að kljúfa sjálfa mig, með mín persónulegu vandamál og tilfinningar, frá verkunum, til að geta gefið af mér og túlkað tónlistina og ljóðin eins og þau eru skrifuð“ Damrau fyllir þegar stærstu tónleikahús og óperusali af fólki sem dáir heillandi söng hennar; tindinum er náð, en hvað næst? Náttúran er á bak við allt „Ég vonast til að vera þar um tíma!“ Hún skellir upp úr. „En hvað viðfangsefni næstu fimm ára varðar, þá mun ég syngja ljóð- rænar ítalskar óperur, ég syng La Traviata oftar, nokkur hlutverk eftir Donizetti, líka franskar rómantískar óperur, Manon eftir Massenet, syng Perluveiðimennina, Rómeó og Júlíu, slík hlutverk,“ telur hún upp. „Síð- ar, eftir um fimm ár, mun ég halla mér meira að Mozart, svo sem Contessu í Brúð- kaupi Fígarós, og óperum eftir Strauss. En ég verð líka að sjá hvernig röddin þróast. Vonandi tek ég bara réttu ákvarðanirnar.“ Líf Damrau er sem sagt skipulagt í þaula. „Guði sé lof, þá hefur skipulagningin virk- að til þessa.“ Hún hlær glaðlega og bætir við að hún hlakki mikið til að koma til Íslands og að upplifa náttúru landsins. „Mig hefur lengi dreymt um að koma til Íslands og til dæmis að sjá þessa fallegu hesta úti í náttúrunni,“ segir hún. „Vonandi mun ég hafa tíma til að sjá sem mest af landinu ykkar. Ég þarfnast nefnilega náttúrunnar, til að mynda einskonar jafnvægi við listina. Ég tel náttúruna vera grunninn á bak við þetta allt, á bak við allt í lífinu og listinni. Ég þarfnast þess að ganga ein úti í náttúrunni, anda djúpt og finna að ég sé á lífi,“ segir Damrau. Ljósmynd/Andrea Kremper Diana Damrau og Xavier de Maistre á sviði. „Þetta er í senn glæsilegt einleikshljóðfæri og hljóðfæri til að leika á með söng. Í sam- anburði við píanó eru dýnamískir mögu- leikar hörpu enn víðfeðmari,“ segir Damrau. * Xavier er sá besti, það er svo einfalt. Einstakureinleikari sem býr yfir óviðjafnanlegri tækni …Á tónleikum njótum við þess að hlusta hvort eftir öðru og skapa dásamleg tónlistarleg augnablik, ekki bara með hugsuninni heldur frekar með hjartanu. „Hún er sú besta, að mínu mati,“ segir Stefán Ragnar Höskuldsson, flautuleikari í hljómsveit Metropolit- anóperunnar í New York, þegar hann er spurður út í söng Díönu Damrau. Stefán hefur samanburðinn, í hljómsveitargryfju eins helsta óperuhússins leikur hann undir söng allra helstu stjarna óperuheimsins. „Allt sem hún syngur, allt sem hún gerir, er óviðjafn- anlegt,“ segir hann. „Í hvert sinn sem hún kemur fram fellur fólk í stafi. Það er sannleikur. Hún er stórkostleg.“ Hvað sker Damrau frá öðrum söngkonum samtímans? „Hún hefur gríðarlega persónutöfra á sviðinu og röddin er ótrúleg. Hvernig hún beitir henni; hún syngur alla stíla, mikið ítölsku „bel canto“-óperurnar og Mozart, og allt er svo stílhreint og fullkomið. Hún er einstök – hún er mitt uppáhald,“ segir Stefán Ragnar og sannfæringin leynir sér ekki. „Það er mikill fengur fyrir Íslendinga að fá hana hingað að syngja. Enginn má missa af þessum tónleikum.“ „Hún er einstök“ Stefán Ragnar Höskuldsson Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.