Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Page 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013 Sýningin „Sjö börn í sjó“, með tréskurðar- myndum eftir Ingibjörgu Ágústsdóttur frá Stykkishólmi, verður opnuð í veitingasal Landnámsseturs í Borgarnesi á sunnudag klukkan 16. Ingibjörg lærði fatahönnun í London og Kaupmannahöfn en flutti aftur í Hólminn árið 1995 og býr þar og starfar í dag. Flest verka hennar eru byggð á íslensk- um þjóðsögum og þjóðtrú. Áhugi hennar á handverki vaknaði fyrir alvöru þegar hún byrjaði að rannsaka íslenska faldbúninginn og handverk honum tengt. Búningahefðin og ís- lenskur útskurður, ásamt sögum og ævintýr- um sem Ingibjörg amma hennar sagði henni, hafa orðið innblástur þessara verka. SÝNINGIN „SJÖ BÖRN Í SJÓ“ TRÉSKURÐUR Hluti eins verks Ingibjargar Ágústsdóttur á sýn- ingunni sem verður opnuð í Landnámssetrinu. Ragnar Stefánsson og Svanhildur Óskarsdóttir rýna í handritið Physiologus. Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir Sýning á endurgerð handritsins Physiologus opnar í menningarhúsinu Bergi á Dalvík á sunnudag klukkan 13. Sýningin er liður í sýn- ingarverkefninu „Handritin alla leið heim“ sem Árnastofnun gengst fyrir í samvinnu við menningarráð og söfn víða um land. Hand- ritið kom til Árna Magnússonar frá séra Þórði Oddssyni á Völlum í Svarfaðardal. Á opnunarhátíðinni munu Ragnar Stef- ánsson jarðskjálftafræðingur og Hugleikur Dagsson teiknari lýsa kynnum sínum af hand- ritinu og koma eftirgerðinni fyrir á sýning- unni en Svanhildur Óskarsdóttir handrita- fræðingur fjalla um efni þess og sögu. Physiologus er skinnhandrit frá um 1200 sem geymir afar fornan grískan texta, sem þýddur var á íslensku af latínu. Handritið er ekki síst merkilegt fyrir myndir í því af dýrum. HANDRIT Í SVARFAÐARDAL PHYSIOLOGUS Á laugardag kl. 14 verður opnuð sýningin „Re ? member ? Iceland“ í Verk- smiðjunni á Hjalteyri. Listamennirnir sem sýna, Vincent Chhim, Laetitia Gendre, Albane Duplessix og Isabelle Paga, þekkja öll Ísland; hafa ferðast um landið, sýnt hér eða unnið hér myndlistarverkefnum. Þau fást meðal annars við kvikmyndalist, inn- setningar, teikningar og málverk, og má sjá dæmi um verk unnin í þessa miðla á sýning- unni. Sum verkanna eru unnin sérstaklega fyrir sýningarstaðinn. Á opnuninni verður klukkan 15 frumflutt gjörningaverk fyrir tvo myndlist- armenn og danshöfund. RE ? MEMBER ? ICELAND SÝNA Á HJALTEYRI Teikning á sýningunni. Seiðandi danstónlist, kraftmikið slagverk og ridd- araleg lúðraköll einkenna hrífandi færeyskt tónlist- arævintýri fyrir börn, Veiða vind, sem komið er út á bók hér og verður að auki flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands á fjölskyldutónleikum í Eldborg í dag, laug- ardag, klukkan 14. Þetta spennandi ævintýri er eftir færeyska þríeykið Rakel Helmsdal rithöfund, Kára Bæk tónskáld og myndskreytinn Janus á Húsagarði. Sagan byggist á minninu um riddarann Ólaf Liljurós og hetjudáðir hans. Myndskreytingum Janusar er varpað upp á stórt tjald meðan á flutningi ævintýrisins stendur. Með því móti er öllum boðið að taka þátt í upplifuninni. Sagan kom fyrst út í Færeyjum fyrir tveimur árum og flutti Sin- fóníuhljómsveit Færeyja þá verkið í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn við mikinn fögnuð. Upptaka af þeim tónleikum fylgir með íslensku útgáfunni, ásamt flutningi Benedikts Erlingssonar á sögunni sem Þórarinn Eldjárn þýddi. Benedikt tekur einnig þátt í flutningnum á tónleikunum á laugardag. Veiða vind segir frá litlabróður sem nennir ekki að hanga inni og drífur sig út í ótryggt aprílveðrið sem sveiflast á milli allra árstíðanna eins hratt og systir hans skiptir um trélit. Þegar út er komið tekur ímyndunaraflið völdin og hann lendir í æsi- spennandi ævintýri, þar sem við sögu koma álfastúlka, grimmur björn, háfleygur örn og síðast en ekki síst forneskjulegur dreki. Auk flutningsins á Veiða vind eftir Kára Bæk flytur Sinfóníu- hljómsveitin Íslensk rímnadanslög Jóns Leifs og útsetningu Atla K. Petursens á Ólavi riddararós, en það er kröftug og hressileg tónlist á þjóðlegum nótum sem rímar einkar vel við riddarann og álfastúlk- una. Auk þess að leika á fjölskyldutónleikunum klukkan 14 verður barnastund klukkan 11.30 í Hörpuhorninu á annarri hæð Hörpu fyrir framan Eldborg með félögum úr Sinfóníuhljómsveitinni. Hún er ætl- uð yngstu hlustendunum, sem eru ef til vill of ungir til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum. Flutt verður tónlist í um 30 mínútur. Kynnir í Barnastundinni er trúðurinn Barbara og hljómsveitarstjóri Bernharður Wilkinson. Sérstakur gestur er Maxímús Músíkús. Gest- ir eru hvattir til að taka með sér sessur og er aðgangur ókeypis. FÆREYSKT TÓNLISTARÆVINTÝRI Í HÖRPU Sögustund í tónum Ein af myndum færeyska listamannsins Janusar á Húsagarði við Veiða vind. GRIMMUR BJÖRN, ÖRN OG DREKI KOMA VIÐ SÖGU Í ÆVINTÝRINU VEIÐA VIND SEM SINFÓNÍAN FLYTUR. Trúðurinn Barbara. Menning Ég geri frekar nákvæm handrit aðgjörningunum til þess að það sé hægtað endurgera þá,“ segir Magnús Páls- son myndlistarmaður. Eitt viðamestu verk- efna Listahátíðar í Reykjavík í ár er sýn- ingin Lúðurhljómur í skókassa, sem verður opnuð í Hafnarhúsinu eftir viku. Þetta er yf- irlitssýning yfir lifandi verk Magnúsar frá rúmlega þremur áratugum en á þeim tíma hefur hann gert sautján viðamikla gjörninga. Fimm þeirra verða endurgerðir meðan á sýningunni stendur og einn til verður frum- fluttur. Á löngum og gifturíkum ferli hefur Magnús, sem fæddur er árið 1929 og er því orðinn 83 ára, ætíð starfað á mörkum leik- húss, tónlistar og myndlistar. Á sýningunni verður hið skapandi tilraunarými verka hans gert lifandi og aðgengilegt fyrir áhorfendur. Magnús segist ekki koma að flutningnum á gjörningunum að þessu sinni. „Að þeim koma nú aðrir listamenn sem gera þetta á sinn hátt og það finnst mér alveg prýðilegt.“ Sýningarstjórar eru þau Hanna Styrmis- dóttir og Jón Proppé. Magnús segir Hönnu hafa átt hugmyndina að sýningunni og hann var strax til í að taka þátt í verkefninu. „Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem ein- hver annar hefur framkvæmt eitthvað eftir mínum handritum og ég viðurkenni að ég á mjög erfitt með að halda mig alveg frá þessu,“ segir hann og brosir. „Pétur sonur minn hefur tekið að sér að leika mig í þess- ari framkvæmd og svo heldur mjög ábyrgt fólk utan um einstök verk.“ Magnús hallar sér síðan fram og lækkar röddina: „En ég á erfitt með að hafa hemil á mér og vil skipta mér af. Það er bölvað.“ Hann hlær. Ólíkt fólk kemur að flutningi gjörning- anna, þaulvanir leikarar að einum, listnem- endur að öðrum og þungarokkshljómsveitin MUCK verður í þeim þriðja. Svo er byggt á þátttöku kóra og áhorfenda. „Þetta er allt frábært fólk og þau nálgast þetta á mismun- andi hátt, sem mér finnst mjög gott. Þetta eru tveir náskyldir miðlar, leikhús og gjörn- ingar, og nota sömu aðferðir, en eru um leið afskaplega ólíkir. Mér finnst vanta meiri skilning á milli þeirra og ég tel að leikhúsið gæti grætt mikið á að taka mið af þeirri gjörningalist sem hefur orðið til á síðustu fimmtíu árum. Ég vil hræra þessu saman.“ Sjálfsagt leti, fyrst og fremst En gjörningur er ekki sama og gjörningur; hver höfundur fer sína leið og leið Magnúsar er önnur en margra annarra. „Í minni framkvæmd á list síðustu áratugi þá hef ég verið mikill aðdándi listglingurs, kits, og hef reynt að brjóta upp það sem ég vil kalla stranga trú á listina og alvarlega framkvæmd á henni. Ég held að listin geti frjóvgast við að taka mið af listglingrinu, kitsi, þótt það hafi sjálfsagt tekist misjafn- lega hjá mér … Kannski vantar þá innstill- ingu að höfða til fjöldans. Manni hættir alltaf til að fara inn á svið sem er bara fyrir fáa, sem fáir skilja, og það finnst mér leiðinlegt. Ég myndi vilja ná víðar.“ Ná alþýðuhylli? „Ekki fyrir hyllina heldur að það sé ekki einhver óþarfa veggur þarna á milli.“ En hvers vegna rís slíkur veggur milli skapandi listamanna og fólksins? Stafar það af ótta fólks við að kynna sér tungumál list- sköpunar sem það þekkir ekki? „Það er sjálfsagt leti, fyrst og fremst,“ segir Magnús. „Í báðum geirum. Ég vil ekki dæma neitt, það er fjarri mér, en alvarlegum listamönnum hættir til að loka sig svolítið af. Okkur finnst svo „fínt“ það sem við erum að gera, það er svo „alvarlegt“, þetta er svo mikil „list“ að við reisum þennan vegg.“ Í listsköpun sinni hefur Magnús nuddað listformum saman og segist hafa reynt að brjóta niður þessa takmarkandi veggi. „Það viðhorf að beygja sig ekki í átt að al- menningi er oft til staðar hjá listamönnum, en svo er það líka að almenningur nennir ekki að kynna sér þetta, vill bara horfa á það sem hann þekkir og þarf ekkert að leggja á sig til að meðtaka. Það held ég að sé stærsta vandamálið. Kannski er nokkuð við fjölmiðla að sakast, þeir gætu byggt betri brýr en þeir gera.“ Talið berst að einum gjörninganna, Sprendri hljóðhimnu vinstra megin, sem var fyrst fluttur árið 1991 og þjóðkunnir leikarar flytja nú að nýju. „Við vorum að reyna að brjóta upp þá nauðsyn að hafa lógískan texta og lógíska söguframvindu í leikverki,“ segir Magnús hægt og kveður fast að á leikrænan hátt. „Þetta þótti skrýtið, því stundum tala margir í einu og raddkliður myndast. Samt skilar sér einhverskonar óljós saga. Ég hef reynt að finna tónlistina í tungumálinu. Stundum GJÖRNINGAR MAGNÚSAR PÁLSSONAR VERÐA FLUTTIR Á LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK „Hef reynt að finna tónlistina í tungumálinu“ „ALVARLEGUM LISTAMÖNNUM HÆTTIR TIL AÐ LOKA SIG SVOLÍTIÐ AF,“ SEGIR MAGNÚS PÁLSSON. HONUM FINNST VANTA MEIRI SKILNING MILLI LEIKHÚSSINS OG GJÖRNINGALISTAR, ÞVÍ MIÐLARNIR SÉU NÁSKYLDIR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Leikarar æfðu í vikunni gjörning Magnúsar, Sprengda hljóðhimnu vinstra megin, frá 1991. Hann verður sýndur í Hafnarhúsinu 18. maí. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.