Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Blaðsíða 53
12.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Á sunnudag klukkan 14 ganga Harpa Þórsdóttir, for- stöðumaður Hönnunar- safnsins, og Sigríður Erla Guðmundsdóttir leirlistakona um sýninguna „Innlit í Glit“ í safninu. Spjalla þær um íslenska leirinn og reynslu Sigríðar af honum. 2 Íslenski dansflokkurinn sýnir tvö verk í Borgarleikhúsinu á sunnudagskvöldið, Walk- ing mad og Óttu. „Verkin eru nokkuð ólík í eðli sínu en eiga það sameiginlegt að vera mjög kraft- mikil, þau reyna á tæknilega færni dansaranna auk þess sem tjáning skiptir meginmáli,“ skrifaði rýnir. 4 Kvikmyndahátíðin Reykjavík Shorts&Docs stendur nú yfir í Bíó Paradís. Á laugardags- kvöld er einnig sýnt í portinu við KEX hostel, m.a. myndir kvenna. Dögg Mósesdóttir og Helena Stef- ánsdóttir eru meðal höfundanna. 5 Síðustu sýningar á leikverki Lab Loka, Hvörfum, verða í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu á laugardags- og sunnudags- kvöld. Þetta athyglisverða leikverk byggist á málsskjölum úr Guð- mundar- og Geirfinnsmálinu. Það er sett upp með fantasíuívafi og er merkilegt innlegg í umræðu um ófull- komleika rannsókna dómsmála hér á landi. 3 Grande, einleikur eftir Tyrf- ing Tyrfingsson, verður sýndur í Tjarnarbíói á laug- ardagskvöld. Verkið segir af móður og syni í Hlíðunum sem eru að æfa drag-sýningu og er sagt vera um ödipusduldina. MÆLT MEÐ 1 Á tónleikum Selkórsins og Sinfóníuhljóm- sveitar áhugamanna í Seltjarnarneskirkju á sunnudaginn klukkan 17 verður frumflutt nýtt tónverk eftir Finn Karlsson, Óravél. Einnig verður flutt „Pákumessan“ svokallaða eftir Haydn, eða Missa in tempore belli. Ein- söngvarar í messunni eru Hlín Pétursdóttir Behrens, Sesselja Kristjánsdóttir, Egill Árni Pálsson og Ágúst Ólafsson. Stjórnandi er Oliver Kentish. Tónleikarnir eru haldnir í Seltjarnarneskirkju og hefjast klukkan 17. „Þetta er samstarfsverkefni kórs og hljóm- sveitar,“ segir Oliver. „Í fyrra fluttum við stutt verk eftir Brahms og okkur datt síðan í hug að vinna með stærra verk á veglegum tónleikum. Kór og hljómsveit slógu til.“ Hann segir messuna vera um 45 mínútur í flutningi, nokkuð snúið verk í hefðbundnu messuformi. „Haydn samdi margar messur og þetta er ein sú best þekkta, frekar stórt verk fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit. Það heyrist að Beethoven hefur örugglega haft það til hliðsjónar þegar hann samdi Missa Solemnis. Maður undrast oft hvað Haydn var langt á undan sinni samtíð,“ segir hann. Hljómsveitin pantaði þetta nýja verk, Óra- vél, af Finni. Oliver segir þau í tvígang áður hafa pantað ný verk, af Þórði Magnússyni og Jónasi Tómassyni. „Finnur var að útskrifast úr Listaháskólanum og þegar ég spurði hvort hann gæti hugsað sér að semja fyrir okkur var hann fljótur að segja já. Þetta eru þriðju tónleikarnir í röð sem við frumflytjum tónverk og við viljum halda því áfram, og þá jafnvel í samstarfi við tón- smíðadeild LHÍ.“ Oliver segir ganga ágætlega að manna stöður hljómsveitarinnar, sem sé ekki full- skipuð sinfóníuhljómsveit heldur frekar svo- kölluð sinfóníetta. Einu atvinumennirnir sem þau fá til liðs við sig eru tveir slagverksleik- arar sem leika með í verki Finns. SELKÓRINN OG SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÁHUGAMANNA SAMAN Á TÓNLEIKUM Óravél og Pákumessa NÝTT ÍSLENSKT TÓNVERK OG KUNN MESSA HAYDNS VERÐA FLUTT Á TÓNLEIKUM Í SELTJARNAR- NESKIRKJU Á SUNNUDAG. „Þetta er samstarfsverkefni kórs og hljómsveitar,“ segir Oliver Kentish stjórnandi. Hér má sjá Sel- kórinn og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna á æfingu ásamt einsöngvurum. Morgunblaðið/Kristinn tekst eitthvað í þá veru, stundum ekki, en það er gott fyrir fólk að vera vitandi um það að þegar það talar þá er það að búa til tón- list, því að tungumálið hefur allt. Ákveðið raddsvið og ryþma. Mér hefur þótt gaman að reyna að vinna með það. Að einhverju marki hefur það tekist, þegar maður rembist eins og rjúpan …“ Hann brosir. „Það er gaman að hlusta á tal manna sem tónlist. Ef maður er staddur þar sem fólk er að tala saman í kringum mann, skýtur setn- ingum á víxl og maður heyrir það úr öllum áttum, þá er eins og maður sé staddur í tón- leikasal; þessi eðlilegi ryþmi kemur saman sem músík. Þetta er hljóðskúlptúr sem verð- ur aldrei endurtekinn og er síbreytilegur.“ Til að upplifa þennan skúlptúr þarf maður að vera opinn fyrir heiminum. Vakandi. „Já, maður er þátttakandi í að búa til þessa risasinfóníu. Sem er ótrúlega skemmti- legt.“ Hvernig getur lata fólkið skilið þetta? Magnús hlær og segir síðan: „Þetta síast einhvern veginn inn.“ „Í minni framkvæmd á list síðustu áratugi þá hef ég verið mikill aðdáandi listglingurs, kits, og hef reynt að brjóta upp það sem ég vil kalla stranga trú á listina,“ segir Magnús Pálsson. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.