Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Side 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013 Menning É g flutti hingað þegar ég komst inn í Central St. Martins-lista- háskólann fyrir næstum sex ár- um. Þar stundaði ég BA-nám í „Moving Image“ og var svo heppin að fá vinnu með náminu hjá kvik- myndafyrirtæki Ridleys Scotts, RSA Films. Það var í raun betri skóli fyrir mig. En ég hætti þar fyrir um ári til að einbeita mér að mínum eigin leikstjóraferli,“ segir Þóra, og hana hefur ekki skort verkefnin. Gerði tónlistarmyndband fyrir Þórunni Antoníu Hún gerði tvö tónlistarmyndbönd á Íslandi á síðasta ári, fyrir Samaris og Þórunni Ant- oníu, og stefnir að því að vinna frekar við gerð tónlistarmyndbanda en hún er einnig byrjuð að vinna að handriti að kvikmynd í fullri lengd. Þóra býr í austurhluta Lundúnaborgar og er með vinnuaðstöðu þar. „Í þessum borg- arhluta er blanda af innflytjendum, óþekk- um unglingum í gengjum og nútíma hipst- erum sem eru allir rosa „töff“ og vinna „freelance“ í nánast hverju sem er.“ Þar er einnig blómabúðin sem er fyrirmynd sögu- sviðs Sub Rosa (Undir rós). „Hugmyndin er sprottin frá alvörublómabúð sem er opin all- an sólarhringinn í frekar skuggalegu hverfi í Austur-London. Ég átti samræður við handritshöfundinn Snjólaugu Lúðvíksdóttur og framleiðsluhönnuðinn Júlíönu Láru Steingrímsdóttur fyrir um tveimur árum og þá spruttu fram samsæriskenningar um hvað væri að gerast á bak við tjöldin í búð- inni. Við vissum um leið að við værum með eitthvert gott efni í höndunum og ákváðum að sækja um fjármögnun til að gera mynd- ina sem best úr garði.“ Meðal þess sem Þóra og tökuliðið lögðu mikla vinnu í var að afmá öll ummerki um stað og stund. „Þó að Sub Rosa sé tekin upp í þessum borgarhluta vildum við hafa hana alveg tímalausa þannig að áhorfandinn nái í raun aldrei að sjá hvar og hvenær myndin gerist. Það var smáhausverkur vegna búninga og leikmyndar en tókst vel að lokum og gefur myndinni ákveðna dul- úð.“ Leikstýrir aðalleikkonu Fawlty Towers Þær stöllur fengu styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands og Evrópu unga fólksins til að gera myndina. „Þá fengum við Ágúst Jakobsson kvikmyndatökumann og fleira toppfólk, bæði Íslendinga og Breta, til liðs við okk- ur.“ Meðal leikara sem fara með hlutverk í myndinni er hin virta gamanleikkona Prun- ella Scales en hún er sennilega þekktust meðal Íslendinga fyrir hlutverk sitt í Fawlty Towers, þar sem hún lék á móti John Cleese. „Hún fer með hlutverk ömmunnar í myndinni. Við sendum henni handritið og hún var mjög spennt fyrir hlutverkinu og bauð okkur heim til sín til að ræða betur um myndina. Klukkan var ellefu um morg- un og hún spurði hvort það væri nokkuð of snemmt að bjóða okkur upp á vínglas!“ Sub Rosa fjallar um Tildu, átta ára stelpu. Hún elst upp hjá ömmu sinni sem rekur blómabúð og Tilda, með barnslega forvitni að vopni, fer að njósna um kon- urnar sem starfa í búðinni og kúnnana sem þangað koma. „Hún gerir sér fljótt grein fyrir því að ekki er allt sem sýnist og fer að kynna sér undirheima blómabúðarinnar – á meðan sjálfsmynd hennar og hegðun mót- ast. Myndin er nokkurs konar súrrealísk túlkun á því hvernig ómótaður hugur tekur sér stundum ranga aðila til fyrirmyndar,“ segir Þóra. Nú tekur við eftirvinnsla á myndinni, bæði í London og á Íslandi. „Við stefnum á að senda Sub Rosa á flottar hátíðir bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og einnig sýna hana á Íslandi. Síðan er ég með nokkra spennandi hluti í gangi hér í London sem er fullsnemmt að segja frá eins og er,“ seg- ir Þóra leyndardómsfull. „En í nánustu framtíð er ég nú bara að fara að koma heim í smátíma og halda upp á þrítugs- afmælið mitt með látum!“ Þóra Hilmarsdóttir hyggst einbeita sér að leikstjóraferlinum á næstunni. STARFAÐI HJÁ KVIKMYNDAFYRIRTÆKI RIDLEYS SCOTTS Skuggaleg blómabúð endaði sem stuttmynd ÞÓRA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDALEIKSTJÓRI HEFUR NÝLOKIÐ VIÐ AÐ LEIKSTÝRA ÞEKKTRI BRESKRI LEIKKONU Í STUTTMYND UM LEYNDARDÓMSFULLA BLÓMABÚÐ Í AUSTUR-LONDON. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.