Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Síða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Síða 57
12.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Nei – eina ljóðabók Ara Jós- efssonar er einfaldlega bók sem sannir ljóðaunnendur verða að eiga í bókaskápnum ætli þeir að standa undir nafni. Þar er að finna undragóð ljóð sem sum – eins og Orðsend- íng, Leysíng og Trúarjátníng – eru þegar orðin klassísk. Bókin kom fyrst út árið 1961 þegar Ari var einungis tuttugu og eins árs en hann lést mjög sviplega árið 1964. Í þessari nýju útgáfu er auk ljóðanna að finna þrjár smásög- ur eftir Ara. Silja Aðalsteins- dóttir skrifar eftirmála um skáldið og þar segir hún að dauði Ara hafi verið óbætan- legur skaði fyrir íslenskar bókmenntir. Undragóð ljóð ungs höfundar Ein af heitustu bókum bókasýning- arinnar í Frankfurt síðastliðið haust var S.E.C.R.E.T., erótísk skáldsaga eftir kanadískan höfund sem skrifar undir dulnefninu L. Marie Adeline. Bókin var ekki komin út á þeim tíma en útgef- endur vítt og breitt um heiminn fengu að hafa handritið með sér heim á hótel og bitust að því loknu um útgáfuréttinn sem hefur nú verið seldur til 27 landa. Bókin situr um þessar mundir á toppi kanadíska bóksölulistans og hefur notið vinsælda hvarvetna sem hún hefur kom- ið út. Forlagið tryggði sér réttinn á bók- inni hérlendis og kemur bókin út innan skamms. Bókin heitir L.E.Y.N.D. í íslenskri þýðingu Ásdísar Guðnadóttur og er fyrsta bindið í erótískum bókaflokki sem kallast sterklega á við Fimmtíu gráa skugga. Að- alpersónan er Cassie Robichaud, ung ekkja í New Or- leans sem starfar sem þerna á kaffihúsi. Hún hefur ekki kennt karlmanns síðan óhamingjusömu hjónabandi hennar lauk fyrir fimm árum og finnst eins og lífið hafi ekki upp á margt að bjóða. Þangað til hún kemst í kynni við leynisamtök kvenna í borginni sem bjóða einmana konum upp á tíu skrefa ferli þar sem kynferðislegar fant- asíur þeirra eru látnar rætast. Nita Pronovost, ritstjóri hjá kan- adíska útgefandanum Doubleday, seg- ir bókina svara síauknum kröfum um erótískt lesefni. „L.E.Y.N.D. fjallar um trúverðugar konur sem langar að finna sjálfar sig, og sögusviðið í New Orleans, ómótstæðilegir elskhugarnir og kitlandi fantasíurnar gera bókina verulega kyn- þokkafulla.“ Í viðtali við amazon.com sagðist höf- undurinn aldrei hafa leitt hugann að því að skrifa erótískan skáldskap fyrr en Fimmtíu gráir skuggar slógu í gegn: „E.L. James gerði nokkuð aðdáunarvert. Hún sýndi öðrum höfundum hversu gríð- arleg eftirspurn er eftir erótískum bókmenntum og mér fannst tími til kominn að skrifa bók sem fólk lang- aði til að lesa í stað þess að skrifa bók sem mig langaði til að skrifa og vonaði að aðra langaði að lesa.“ Bókin er væntanleg í verslanir öðrum hvorum megin við næstu mánaðamót. L.EY.N.D. Bók sem talað er um kemur út á íslensku innan skamms. ERÓTÍSK SKÁLDSAGA VÆNTANLEG Amazon Crossing hefur gefið út í enskri þýðingu bókina Aftureldingu eftir Viktor Arnar Ingólfs- son. Björg Árnadóttir og Andrew Caut- hery þýddu verkið sem á ensku nefnist Daybreak og kom fyrst út hjá Forlaginu árið 2005. Amazon Crossing hefur gefið út nokkur íslensk skáldverk á ensku og Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson kom þar nýlega út. Óhætt er að segja að þetta sé afar góð og mikilvæg kynning fyrir þá ís- lensku rithöfunda sem Amazon Crossing veðjar á. Söguþráðurinn í Aftureldingu er á þá leið að á fáeinum dögum eru þrír gæsaveiðimenn myrtir og lögreglan stendur frammi fyrir því að rað- morðingi gengur laus. Spennuþættirnir Mannaveiðar voru byggðir á bókinni og voru sýndir í sjónvarpinu hér heima og víðar AFTURELDING KEMUR ÚT HJÁ AMAZON Viktor Arnar Ingólfsson. Bók hans Afturelding kemur út á ensku hjá Amazon Crossing. Djöflatindur eftir afríska rithöf- undinn Deon Meyer er fyrsta flokks spennubók sem óhætt er að mæla með. Bókin er einkar vel hugsuð og höfundur leggur mikið upp úr persónu- sköpun. Maður sem hefur misst barn drepur barnaníð- inga og rannsóknarlögreglu- maðurinn Benny Griessel legg- ur fyrir hann gildru með aðstoð vændiskonunnar Christine. Missið ekki af afar vandaðri spennubók. Fyrsta flokks spennubók Spenna frá Suður-Afríku og fleira gott NÝJAR BÆKUR NÚ BER SVO VIÐ AÐ ÍSLENDINGAR FÁ AÐ KYNNAST FLINKUM SPENNUSAGNAHÖFUNDI FRÁ SUÐUR-AFRÍKU SEM ER DEON MEYER. RÓM- ANTÍSKAR SÁLIR FÁ SÉR NORU ROBERTS EN ÞEIR SEM UNNA LANDINU FRÆÐAST AF PÁLI ÁSGEIRI ÁSGEIRSSYNI. LJÓÐAUNNENDUR LESA FRÁBÆR LJÓÐ ARA JÓSEFSSONAR. Nora Roberts er í hópi allra vinsæl- ustu höfunda heims. Vitnið er róm- antísk spennusaga en aðalpersónan er Elísabet Fitch sem verður vitni að morðum rússnesku mafíunnar og lifir í tólf ár undir fölsku flaggi. En svo kynnist hún lögreglustjóra í smábæ sem vill leysa gátuna í lífi hennar. Þetta er bók sem hentar vel rómantískum sálum sem vilja spennandi afþreyingu. Rómantísk spennusaga 101 Ísland – Áfangastaðir í alfaraleið er fróðleg og aðgengi- leg vegahandbók eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson. Hér er vísað til vegar á 101 staði í alfaraleið við þjóðvegi landsins. Bókin mun örugglega opna mörgum nýja sýn á náttúru landsins. Myndir og kort prýða bókina og sjá til þess að enginn ætti að villast heldur rata rétta leið. Bókin kom fyrst út árið 2008 og er nú endurútgefin. Fróðleg vegahandbók endurútgefin * Gakktu einatt eigin slóð hálir eru hversmannsvegir.Jóhannes úr Kötlum BÓKSALA 21. APRÍL-4. MAÍ Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 Lág kolvetna lífsstíllinnGunnar Már Sigfússon 2 Skýrsla 64Jussi Alder-Olsson 3 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 4 VitniðNora Roberts 5 Hinir réttlátuSólveig Pálsdóttir 6 SvikalognViveca Sten 7 Risasyrpa: fjársjóðsleitWalt Disney 8 Sækið ljósunaJennifer Worth 9 Kaffi og ránCatharina Ingelman-Sundberg 10 BrynhjartaJo Nesbo Uppsafnað frá 1. janúar 1 Lág kolvetna lífsstíllinnGunnar Már Sigfússon 2 BrynhjartaJo Nesbo 3 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 4 Fimmtíu skuggar frelsisEL James 5 Skýrsla 64Jussi Alder-Olsson 6 IðrunHanne-Vibeke Holst 7 Lilli klifurmús og hin dýrin íHálsaskógi Thorbjörn Egner 8 6 kíló á 6 vikumOla Lauritzson & Ulrika Davidsson 9 IllskaEiríkur Örn Norðdahl 10 Uppskrift að fjöri með LatabæMagnús Scheving MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Nýir vendir sópa best.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.