Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Page 59
12.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
LÁRÉTT
1. Ófær með sársauka út af viðsnúningi á glæp. (9)
5. Ekki innan umferðar og afskiptur. (9)
9. Betra er öfugsnúið lag en nes í landi. (7)
10. Óreiðu ílát hjá grautarhausum. (11)
12. Kind snýr við fyrir afkvæmi sem þið annist. (5)
14. Skyndileg geta í óðagoti. (10)
15. Ekki mikið af parafíninu er stutt. (8)
16. Talað er um Keltann í útlandinu. (4)
18. Hálfviti við Níl át úr dollu. (7)
19. Láku úr Söluskála við að komast yfir. (5)
20. Ruglaðan fant sá snautast. (7)
24. Hálfbiluð man eins sem voru glettin. (8)
28. Sólgnar í skip Áka. (6)
31. Belti án bölvunar. (4)
32. Af sambandi almennra lífeyrissjóða fær maður eignarbréf. (5)
33. Ensk lendir í þeim sem sagður er hvass þrátt fyrir að vera frenja. (9)
34. Bifið einhvern veginn úr með ósléttu. (8)
35. Bandaríkjamaður með gráðu í dansi. (5)
36. Sjá elsku þjóta út af tilefni. (6)
37. Gláparar geta breyst í gráleitan. (8)
38. Fast heldur óþekktum sem uppgötvaðist. (6)
39. Keyra margsinnis til að ofreyna sig. (6)
40. Ögrar erlendum með ópi. (6)
41. Partí Vilhelmínu skilar meldingu. (8)
LÓÐRÉTT
1. Hljómur lagður í einelti af hrjúfu. (8)
2. Guð hjá Unu sá þegar klökktu. (6)
3. Ekki fasti hjá banka heldur sá varanlegasti. (9)
4. Mér er sagt að djöfullinn í guðshúsinu sé þar á tímabilinu. (10)
6. Nefni tölur ef ax er í skeyti. (7)
7. Efi desílítra og blendi um leið og styrkti. (5)
8. Flýtir með part aftur í formi. (7)
11. Hæddist einhvern veginn að dáðastri. (8)
13. Utan um og hjá krabbameinssjúklingum. (7)
17. Fer til Íslands að dunda. (5)
20. Tilkynning um beygju við kannski hálfþokkalegt partíi. (11)
21. Já litast fús einhvern veginn af þeim sem er mest elskaður. (11)
22. Lítilsvirða fimm skeljarnar í torfunni. (11)
23. Kafari áður en hann verður prins? (10)
25. Kraftur borðaði bæði frá SS og Ali og sérstökum sölumanni. (10)
26. Sá fyrsti ókunni líkt og einn enn með áhyggjuna. (8)
27. Sleppa því að abbast en frekar að sullast. (8)
29. SS blandar tveimur nautgripum við rétt úr hveiti. (6)
30. Kappsfullur líkt og sóknarmaður í Fram? (10)
36. Auð slá kemur aftur að stað. (5)
Fulltrúar Íslands á einu sterkasta
opna móti ársins, Evrópumóti ein-
staklinga, sem fer fram í Legnica í
Póllandi, Guðmundur Kjartansson og
Dagur Arngrímsson hófu mótið með
látum og unnu tvo 2600+ stiga stór-
meistara. Skákáhugamenn hafa
fylgst spenntir með frammistöðu
gömlu félaganna sem undirbjuggu
sig saman í Búdapest þar sem Dagur
hefur búið síðan í haust. Eftir þrjár
umferðir var Guðmundur með 2 vinn-
inga og Dagur 1 ½ vinning. Þeir
tefldu báðir á „Fyrsta laugardags-
mótinu“ í apríl og þar vann Guð-
mundur flokk alþjóðlegu meist-
aranna.
Glæsilegir sigrar þeirra í fyrstu
umferð á EM voru náskyldir að því
leyti til að mikill sóknarhugur fylgdi
framrás h-peðsins í báðum skák-
unum. Guðmundur lagði að velli
þrautþjálfaðan rússneskan stórmeist-
ara en undanfarið hefur hann verið á
mikilli siglingu upp elo-listann. Grein-
arhöfundur renndi yfir skákina með
„Houdini“ sem taldi að eftir að byrj-
uninni sleppti hafi Guðmundur ná-
lega alltaf hitt á besta leikinn:
EM 2013: 1. umferð:
Guðmundur Kjartansson – Sergei
Fedortsjúk
Enskur leikur
1. g3 c5 2. c4 Rc6 3. Bg2 g6 4. Rf3
Bg7 5. Rc3 Rh6 6. d4
Gamall leikur sem Svíinn Ulf And-
ersson kom í tísku.
6. … cxd4 7. Rxd4 Rxd4 8. Bxh6
Bxh6 9. Dxd4 O-O 10. h4 Bg7 11.
Dd2 d6 12. h5 Be6 13. hxg6 hxg6 14.
b3 Hb8?
Of hægfara, svartur átti 14. … d5!
15. cxd5 Hc8 með góðri stöðu.
15. Hc1 a6 16. Re4 Bd7 17. Rg5
Bc6 18. Kf1 e6 19. Df4 De7 20. Hd1
Hfd8 21. Bxc6 bxc6 22. Hd3!
Fyrst núna þarf svartur að hafa
áhyggjur, hrókurinn stefnir á f3-
reitinn.
22. … d5 23. Hf3 f5 24. Dh4 Kf8
25. g4 dxc4 26. gxf5 gxf5 27. e4!
Peð eru líka sóknarmenn! Nú fara
að myndast glufur í varnargirðingu
svarts.
27. … Hd1+ 28. Kg2 Hxh1 29.
Kxh1 cxb3 30. axb3 Hb5 31. Dh5
Dugar en sterkara var sennilega
31. Hd3! sem hótar 32. Hd8+!
31. … De8 32. Dh7 De7?
Eina vonin var að leika 32. … He5.
33. Dg6! Kg8 34. Hh3 fxe4
35. Hh8+!
- Laglegur lokahnykkur, svartur
verður mát, 35. … Kxh8 36. Dh7 mát.
Og ekki var sigur Dags í þessari
umferð síðri:
Dagur Arngrímsson – Zdenko Ko-
zul
Kóngsindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4
d6 5. f3 a6 6. Be3 O-O 7. Rge2 Rc6 8.
Dd2 Ra5
Óvenjulegur leikur í þekktu af-
brigði, venjulega er leikið 8. …. Hb8
eða 8. …. He8.
9. Rf4 Rd7 10. Hd1 e5 11. dxe5
dxe5 12. Rfd5 Rc6 13. h4 Rd4 14. h5
c6 15. hxg6!? cxd5?!
Það kemur dálítið á óvart að Kozul
skuli þiggja manninn. Eftir 15. ... fxg6
má svartur vel við una.
16. gxh7+ Kh8 17. Rxd5 Rc5 18.
Bh6 Bxh6 19. Dxh6 a5
Þetta lítur allt saman ágætlega út,
svartur hyggst leika 20. … Ha6. En
Dagur kann að svara fyrir sig.
20. Rc7! Hb8 21. Hh5! f6
Sjá stöðumynd.
22. Hxd4!
Enn einn bráðsnjall leikur, hvítur
vinnur lið til baka og stendur til vinn-
ings.
22. … exd4 23. Hxc5 Hf7 24. Dg6
Df8 25. Dg8+ Dxg8 26. hxg8=D+
Kxg8 27. Rb5 b6 28. Hd5 Bd7 29.
Rxd4 Kf8 30. Kf2 Ke7 31. e5! Hc8?
Kozul hefur verið grátt leikinn og
uggir ekki að sér. Hann gat enn bar-
ist með 31. ... fxe5 þó hvítur eigi að
vinna með þrjú peð fyrir skiptamun.
32. Hxd7+! Kxd7 33. e6+ Ke7 34.
exf7 Kxf7 35. Bd3 Ke7 36. a3 Kd6 37.
b4 axb4 38. axb4 Ha8 39. Ke3 Ha2
40. g4 Hg2 41. Rb5 Kd7 42. Rc3
- og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
SKÁK
Sóknarhugur
Verðlaun eru veitt fyrir
krossgátu vikunnar.
Senda skal þátt-
tökuseðil í umslagi
merktu: Krossgáta
Morgunblaðsins, Há-
degismóum 2, 110
Reykjavík. Frestur til að
skila úrlausn krossgátu
12. maí rennur út á há-
degi 17. maí. Vinnings-
hafi krossgátunnar 5.
maí er Óskar H. Ólafs-
son, Dalengi 2, Selfossi. Hann hlýtur í verðlaun
bókina Vitnið eftir Noru Roberts. Forlagið gefur
bókina út.
KROSSGÁTUVERÐLAUN
Nafn
Heimilisfang
Póstfang