Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Page 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013 Það var sannarlega óvænt að Portsmouth, með Eyjapeyjana Hermann Hreiðarsson og David James í broddi fylkingar, skyldi vinna bikarkeppnina vorið 2008 en niðurstaðan í úrslitaleiknum sjálfum kom fáum í opna skjöldu. Andstæðingur Portsmouth var nefnilega Cardiff City sem þá lék í b- deildinni. Nígeríumaðurinn geðþekki Nwankwo Kanu gerði sigurmarkið, 1:0. Fara þarf aftur til ársins 1995 til að finna úrslit sem komu verulega á óvart. Everton lagði þá Manchester United að velli, 1:0, og skoraði Paul gamli Rideout markið. Ekki á hverjum degi sem nafn hans ber á góma í ís- lenskum fjölmiðlum. Þetta var talsvert fyrir daga Davids Moyes hjá Everton, Joe Royle stýrði liðinu. Sir Alex Ferguson var vita- skuld við stjórnvölinn hjá United. Fyrsta tap hins mikla meistara af þremur í bikarúrslita- leik í Englandi. Hann vann bikarinn raunar aðeins fimm sinnum á þessu 26 og hálfa ári sem hann stýrði liðinu, síðast 2004. Það er mun lakara hlutfall en í deildinni. Hafi sigur Everton á United 1995 verið óvæntur var 1:0-sigur Wimbledon á Liver- pool 1988 ennþá óvæntari. Sannkallaður sigur Davíðs á Golíat. Lawrie Sanchez skor- aði markið. Næði Wigan að vinna Manchest- er City nú mætti hæglega jafna þeim afrek- um saman. Þetta var fyrsti og eini bikarúrslitaleikur Wimbledon. Árið áður kom Coventry City líka hressi- lega á óvart með því að leggja Tottenham Hotspur, 3:2. Sjálfsmark Garys Mabbutts réði úrslitum í framlengingu. Það er eini bikarmeistaratitill Coventry. B-deildarlið vann síðast 1980 33 ár eru síðan lið úr næstefstu deild vann bikarinn, West Ham United lagði Arsenal 1980 með marki Trevors Brookings. Þar á undan hafði Southampton betur gegn Man- chester United vorið 1976. Bobby Stokes var á skotskónum það eftirmiðdegi. B-deildarlið hampaði bikarnum einnig árið 1973, þegar Ian Porterfield tryggði Sunder- land 1:0-sigur á ríkjandi bikarmeisturum, Leeds United. Allra óvæntustu úrslit bikarsögunnar urðu þó árið 1901 þegar utandeildarliðið Totten- ham Hotspur lagði eitt af stórveldum deild- arkeppninnar, Sheffield United, 3:1. Lawrie Sanchez, leikmaður Wimbledon, kampakátur með bikarinn vorið 1988. KEMST DAVÍÐ LOKS AÐ? LANGT ER SÍÐAN ÓVÆNT ÚRSLIT HAFA ORÐIÐ Í ÚRSLITALEIKNUM UM ENSKA BIKARINN. FARA ÞARF HEIL ÁTJÁN ÁR AFTUR Í TÍMANN OG ALD- ARFJÓRÐUNG TIL AÐ FINNA EIGINLEGAN SIGUR DAVÍÐS Á GOLÍAT. Smærri liðin hafa lengi átt erfitt uppdráttar S ú var tíðin að úrslitaleikurinn um bikarinn var stærsti leikur ársins í ensku knatt- spyrnunni, einskonar þjóðhátíð. Öðrum mótum var þá lokið og allra augu beindust að þessum eina leik sem alla leikmenn, stóra sem smáa, dreymdi um að taka þátt í. Þetta hefur breyst. Um helgina fer fram nær heil umferð í úrvalsdeildinni enda þótt aðeins einn leikur verði háður í dag, þegar bikarúrslitaleikurinn er á dagskrá. Hinir verða á morgun. Þess utan hefur sparkpressan í Englandi, eins og um heim allan, verið undirlögð af sir Alex Ferguson síðustu daga en þessi sigursælasti knattspyrnustjóri Englandssögunnar hef- ur sem kunnugt er ákveðið að draga sig í hlé. Litlu rými hefur af þessum ástæðum verið varið í umfjöllun um úrslitaleikinn í bikarnum. Þarf svo sem nokkuð að hita upp fyrir hann, getur einhver spurt, verður hann ekki sá ójafnasti í manna minnum? Eru fráfarandi Englandsmeistarar Man- chester City ekki með margfalt betra lið en Wigan sem eru á góðri leið með að falla úr úrvalsdeildinni? Auðvitað eru þeir það, ekki þarf að verja mörgum dálksentímetrum í þann rökstuðning. Stigataflan talar sínu máli. Það gerir líka sagan, frá árinu 1996 hafa stóru félögin fimm, Manchester-liðin tvö, Liverpool, Arsenal og Chelsea, einokað bikarinn. Aðeins ein boð- flenna hefur verið í því samkvæmi, Portsmouth árið 2008. Manchester City hefur raunar bara unnið bik- arinn einu sinni á þessu tímabili, fyrir tveimur árum, og alls fimm sinnum í sögunni. Þetta er fyrsti úrslita- leikur Wigan Athletic. Ólíku saman að jafna Milljarðalið City þarf ekki að kynna fyrir sparkunn- endum, þar er hver kempan upp af annarri. Fullt af mönnum til að gera út um leik af þessu tagi; Carlos Tévez, Yaya Touré, David Silva, Sergio Agüero, Edin Džeko og Samir Nasri, svo einhverjir séu nefndir. Engir slíkir menn eru innan vébanda Wigan en á móti kemur að liðið kann alla jafna best við sig á vor- in. Hefur tekið Houdini á hvert úrvalsdeildarmótið af öðru síðustu árin. Enda þótt útlitið sé dökkt núna, þrjú stig í næstu lið þegar aðeins tveir leikir eru eftir, skyldi enginn afskrifa Wigan. Ekki er loku fyrir það skotið að bikarúrslitaleik- urinn sé að þvælast fyrir leikmönnum Wigan. Enda þótt ekki sé sami sjarminn yfir honum og áður koma tækifærin til að taka þátt sannarlega ekki á færibandi, nema menn séu á mála hjá stóru félögunum. Svo mýk- ir það fallið auðvitað að vera með bikar undir höndum. Leikmenn Wigan Athletic eru óvanir að fagna titlum. Fyrir vikið er lítil pressa á þeim í dag. Það gæti komið sér vel. AFP Yaya Touré skoraði sigurmarkið í úrslitaleik gegn Stoke fyrir tveimur árum. AFP Yaya, Wigan! LEIKIÐ VERÐUR TIL ÚRSLITA Í BIKARKEPPNI ENSKA KNATTSPYRNUSAMBANDSINS Í DAG, LAUGARDAG, KL. 16:15. FÆSTIR GERA RÁÐ FYRIR SPENNANDI VIÐUREIGN, LIÐ MAN- CHESTER CITY ÞYKIR MUN SIGURSTRANGLEGRA EN LIÐ WIGAN ATHLETIC. „Við vorum Öskubuska bikarsins.“ Bobby Gould, knattspyrnustjóri Wimbledon, sem lagði Liverpool í úrslitaleik bikarsins 1988. Boltinn ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.