Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Síða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Síða 64
SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2013 Helgi Seljan, Kastljósstjarna á RÚV, hefur sett íbúð sína á sölu. Íbúðin er á fyrstu hæð í fjórbýli við Bústaðaveg og er með sérinngangi. Íbúðin er 81,6 fermetrar og kostar 25,5 milljónir. Helgi og kona hans, Katrín Rut Bessadóttir, eiga dæturnar Ylfu Matthildi og Indíönu Karítas sem nú þurfa að kveðja pallinn og garðinn þar sem þær hafa leikið sér und- anfarin ár. Helgi hefur ekki setið auðum höndum. Hann endurnýjaði baðherbergið í fyrra og þá var skólp tekið í gegn sama ár. Baðherbergið er flísalagt, með upphengdu klósetti og rúm- góðri sturtu. Þá er eldhúsið með uppþvottavél og nýlegri eld- húsinnréttingu með nýjum sökkli og borðplötu. Stofan er rúm- góð, rúmgott hjónaherbergi með stórum skáp og ágætt barnaherbergi. Geymsla með glugga er innan íbúðar sem get- ur einnig nýst sem lítið barnaherbergi. Nú er stefnan sett á stærra þannig að stúlkurnar geti leikið sér í sérherbergi. Pallurinn góði sem fylgir íbúð Helga. Þarna hafa margar gleðistundir átt sér stað. Verður sárt saknað. HELGI SELJAN OG FJÖLSKYLDA Seljan selur Helgi Seljan í Kastljósinu. Ætlar að stækka við sig. „Ég hef nokkrum sinnum tekið hann með mér í vinn- una og þá situr hann á stól við hliðina á mér og bíð- ur, þ.e.a.s. þegar enginn er að knúsa hann og kyssa eða kalla hann tvist. Hann hefur það einnig á fer- ilskránni að hafa hjálpað Karli Sigtryggssyni að klippa þátt af Landanum og farið með mér á fót- boltaleik uppi á Skaga þar sem hápunkturinn fyrir hann var að fá pulsu í sjoppunni,“ segir Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður á RÚV, en hún á hundinn Fróða. „Fróði er fáránlega kelinn og vill helst alltaf vera í fanginu á mér með hausinn í hálsakotinu. Hann þekkir hljóðið í bílnum okkar, greinir það frá öðrum á einhvern ótrúlegan hátt og bilast úr gleði þegar hann heyrir það, oft úr mikilli fjarlægð. Honum finnst líka mjög gaman að fá gesti og litlir krakkar eru í uppáhaldi þrátt fyrir að þeir togi í krullurnar hans og troði höndunum ofan í kokið á honum,“ segir hún og hlær. „Hann er algjör grínari og hefur til dæmis étið köku hjá ömmu sinni sem átti að vera á boðstólum í barnaafmæli, týnst á aðfangadag og fundist í hangi- kjötsveislu í Nóatúni og troðið í sig næstum heilum Húbba búbba-pakka meðan ég skrapp í bað.“ GÆLUDÝRIÐ MITT Hefur klippt þátt af Landanum Edda Sif og Fróði sem er þriggja ára af tegundinni Bichon Frise. Tegundin fer ekkert úr hárum. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Bryan Adams syngur fallega um ástina. Yngsti sonurinn úr mynd- inni Herra ótrúlegur. Dash minnir á Jónas. Jónas Sigurðsson tónlistarmaður er söngvari og textasmiður. 03.07. Laugavegurinn: Önnur ferð af fjórum 04.07. Náttúruperlur í Vestur-Skaftafellssýslu 05.07. Símahúsaferð um Haugsöræfi 06.07. Reykjanes: Úr borg í óbyggðir 06.07. Þverbrekknamúli-Hvítárvatn-Hvítárnes 07.07. Í tröllahöndum á Tröllaskaga 07.07. Um Jökulfirði og fjölvindahafsvíkur 07.07. Reykjarfjörður nyrðri 09.07. Grasaferð og galdralækningar Ferðafélag barnanna 10.07. Árbókarferð 2012 um Skagafjörð 10.07. Laugavegurinn með Ingimari og Pétri 11.07. Hornbjargsviti: Önnur ferð af fjórum 12.07. Undraheimar Eldhrauns og Hverfisfljóts 13.07. Saga, byggð og búseta 15.07. Umhverfis Langasjó 15.07. Á slóðum rekabænda 15.07. Sæludagar í Hlöðuvík 16.07. Þjórsárver: Náttúruperla á heimsvísu 17.07. Laugavegurinn: Þriðja ferð af fjórum 17.07. Hinn óeiginlegi Laugavegur 19.07. Fjölbragðaferð að Fjallabaki 20.07. FÍ Action Hraðferðir: Héðinsfjörður-Hvanndalir 22.07. Norður við fjölvindahaf 24.07. Kvennaferð um Laugaveginn 24.07. Fljót-Héðinsfjörður-Hvanndalir 25.07. Flakkað til Flæðareyrar 25.07. Fjölskylduferð í Norðurfirði 25.07. Friðland að Fjallabaki: Jökulgil og hverasvæði 25.07. Hornbjargsviti: Þriðja ferð af fjórum 28.07. Ratleikur og adrenalínklifur Ferðafélag barnanna 29.07. Klettaklifur í Lambafellsgjá Ferðafélag barnanna 29.07. Lónsöræfi Sjá nánar um allar ferðir á www.fi.is Ferðafélag Íslands Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Náðu þé r í Fullbóka ð Fullbóka ð Fullbóka ð Fullbóka ð Fullbóka ð Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus Nokkur l aus FÍ ferðir í júlí Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.