Morgunblaðið - 04.07.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 04.07.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 FRÓÐASTI FERÐAFÉLAGINN Í Vegahandbókina er komin ítarleg 24 síðna kortabók, með yfirlitskortum, 1:500 000, sem gefa skýra yfirsýn yfir landsvæði Íslands og auðvelda notkun bókarinnar. Vegahandbókin Sundaborg 9 sími 562 2600 www.vegahandbokin.is Allt í einni bók Fullt verð 4.990 kr. 1.000 kr. afsláttur ef þú kemur með gömlu bókina ( einungis hægt að skipta í bókabúðum, ekki bensínstöðvum ) Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Verðið lækkar í kjölfarið hér heima og þetta hefur svakaleg áhrif á allt okkar starf,“ segir Magnús Stein- þórsson gullsmiður en gull hefur lækkað mikið í verði á heimsmörk- uðum síðustu misseri. Á öðrum ársfjórðungi 2013 hefur gull lækkað um meira en 23% og er það mesta hlutfallslega lækkun gulls á einum fjórðungi síðan verslun með gull í núverandi mynd hófst á Co- mex-markaðinum í New York árið 1975. Fólk selur miklu minna af gulli í svona árferði að sögn Magnúsar en hann fylgist vel með alþjóðlegu verði á gulli og segist kíkja á stöðuna í sím- anum sínum á fimmtán mínútna fresti. „Margir halda að sér höndum á meðan gullverðið lækkar og ætla að bíða með að taka ákvörðun um að selja gullið sitt,“ segir Magnús en hann metur og kaupir gull af ein- staklingum samhliða gullsmíði. „Allir skartgripir sem við erum að framleiða í dag eru á um 20% lægra verði en þeir voru fyrir síðustu ára- mót vegna mikils verðfalls á gulli á alheimsmörkuðum,“ segir Óli Jó- hann Daníelsson gullsmiður. „Eftir hrun er hlutfallið á milli silf- urs og gulls orðið um 80/20 þar sem fólk kaupir frekar silfur en gull. Fyr- ir hrun var þetta kannski 50/50,“ segir Óli en hann telur heimsmark- aðslækkun hafa mikil áhrif á gull- smiði hér heima. Bæði gull og silfur hefur lækkað mikið á alþjóðamörkuðum og því er eðlilegt að verðið lækki hérna heima í kjölfarið að mati Óla. „Það getur samt verið erfitt fyrir marga að lækka verðið ef þeir keyptu gullið á gamla verðinu.“ jonheidar@mbl.is „Þetta hefur svakaleg áhrif á allt okkar starf“ Morgunblaðið/Golli Málmur Gull er fallegt og verðmætt.  Heimslækkun á gulli og silfri Hæstu tilboð í lóðir í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási námu samtals 976 milljónum króna. Þegar tilboðsfrestur rann út á mánudag höfðu borist 23 gild tilboð í 19 lóðir í Úlfarsárdal með bygginga- rétti fyrir 107 íbúðir eða 49% þeirra lóða sem lausar voru. Í lausar lóðir í Reynisvatnsási höfðu borist 39 gild tilboð í 21 lóð með byggingarétti fyrir 53 íbúðir eða 58% lóða sem í boði voru, segir í tilkynningu borgarinnar. Tilboðin voru í flestum tilvikum ná- lægt lágmarksverði. Buðu millj- arð í lóðir Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is „Við fengum ekki nægilegt magn til að halda tveimur stöðvum gang- andi,“ segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá N1, en N1 þurfti nýverið að loka annarri metangasstöð sinni af tveimur, á Tinhellu í Hafnarfirði. Ástæðan er sú að eftir úrskurð Samkeppniseftirlitsins frá desember síðastliðnum, vegna samráðs um verð á metangasi, var samið upp á nýtt við Sorpu og N1 fær nú umtals- vert minna af metangasi en áður. Fram til þess var N1 eini kaupand- inn að metangasi frá Sorpu. N1 hefur þegar fjárfest umtals- vert í búnaði til flutnings metangass- ins, og voru lögð rör til stöðvarinnar þar sem gasinu var dælt í gegn. Hann segir hluta N1 nú vera smá- vægilegan, en nægi þó til að halda hinni stöð fyrirtækisins, við Bílds- höfða, gangandi um sinn. Í útboðinu varð Olís hlutskarpari og tryggði sér rétt til sölu um 1.500 rúmmetra af metani á ári. Ársfram- leiðslan er rúmlega 2.000 rúmmetrar á ári og er Olís því með um 75% met- ansins í sölu hjá sér. Samningur var svo gerður við N1 um þann hluta sem eftir var, eða um 500 rúmmetra á ári. Samningurinn er til tveggja ára og er Olís þegar búið að opna met- angasstöð í Mjóddinni og segir aðra stöð á Reykjavíkursvæðinu vera í bígerð. Nánast allt lendir á einni hendi „Útboðið var þannig gert að þetta gat allt lent á einni hendi, en það má velta því fyrir sér hversu skyn- samlegt það sé til lengri tíma litið af Sorpu að framkvæma útboðið með þeim hætti,“ segir Jón Ólafur Hall- dórsson, framkvæmdastjóri sölu- sviðs hjá Olís. Hann segir það hins vegar vera Sorpu að ákveða hvernig að því sé staðið, þeir séu nú búnir að tryggja sér meirihlutann af fram- leiðslunni og sjái einungis um að tryggja að eigendur metanbifreiða eigi greiðan aðgang að metangasi næstu árin. Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, segir að eitt skilyrði þeirrar sáttar sem Sorpa gerði við Samkeppniseftirlitið sé að skipta sér ekki af dreifingu á smá- sölumarkaði. Hann segir útboðið hafa verið tilraun í samræmi við sáttina, en reynslan þurfi að skera úr um hvernig því verði best háttað til framtíðar. Þá segir hann að reynt hafi verið að tryggja að salan yrði ekki aftur öll á einni hendi og nefnir sem dæmi að ákveðið hafi verið að ganga fram hjá Metanorku ehf., sem var næsthæst í útboðinu, þar sem stöð á þeirra vegum hafi ekki verið tilbúin til afgreiðslu. N1 var hins vegar með tilbúnar stöðvar og gat því haldið sölunni við. Hann segir það vera undir fyrrgreindum aðilum komið að berjast á markaði. Ráðandi staða færðist frá N1 til Olís  N1 sá alfarið um sölu á metangasi  Olís er nú með 75% hlutdeild Morgunblaðið/Ómar Metan Um 1.300-1.400 bifreiðar á Íslandi ganga fyrir metangasi. Skipting á markaði » Árlega eru rúmlega 2.000 rúmmetrar af metangasi framleiddir. » Olís sér um sölu 1.500 rúm- metra og er með 75% mark- aðshlutdeild. » N1 sér um sölu 500 rúm- metra og er með 25% mark- aðshlutdeild. » N1 sá áður alfarið um sölu metangass. Á fallegum sumardögum léttist lundin og er stutt í gleði og hlátur. Þeir sem á því eiga kost reyna að verja sem mestum tíma utandyra og þá er gott að hafa aðgang að náttúruperlu í miðri höfuðborginni. Þegar sólin yljar manni fullmikið er fátt betra en að kæla sig hressilega niður og það gerðu þær Anna Margrét Ólafsdóttir og Brynja Pála Bjarna- dóttir með stæl þegar þær stukku hönd í hönd fram af litlum fossi í Elliðaánum. Stokkið til móts við sumarið í Elliðaárdalnum Morgunblaðið/Eggert Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur í gær Sumarþingi verð- ur frestað í dag og hefst ekki að nýju fyrr en í september, að sögn Kristjáns L. Möller, 1. vara- forseta Alþingis. „Þinginu verður frestað og munu þingmenn næst koma saman 10. september. Þá verða sex þingdagar, frá 10.-12. september og svo frá 16.-18. sept- ember,“ segir hann. Frumvarpi til breytinga á þing- skapalögum var dreift á Alþingi í gær en samkvæmt því verður sam- komudegi nýs þings frestað frá 10. september til 1. október. Er það gert til að skapa meira ráðrúm til að und- irbúa fjárlagafrumvarp, skattalaga- breytingar og aðrar ráðstafanir í ríkisfjármálum, segir í greinargerð. Aðspurður segist Kristján aðeins vita til þess að eitt mál verði á dag- skrá á septemberþinginu en það er nýtt lagafrumvarp um Hagstofu Ís- lands, en ekki náðist að klára málið fyrir þingfrestun. Kosið í stjórnir Einnig mun þingið kjósa til nýrrar stjórnar RÚV í dag, en Alþingi sam- þykkti í gær breytingar á lögum um Ríkisútvarpið. Í breytingunum fólst meðal annars að stjórn Ríkis- útvarpsins verður kjörin af Alþingi, en einnig verður stjórnarmönnum fjölgað úr sjö í níu. Þá verða einnig kosningar til bankaráðs Seðlabanka Íslands, Þingvallanefndar o.fl. agf@mbl.is Þingi frest- að fram í september  Hefst að nýju 10. september Kristján L. Möller

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.