Morgunblaðið - 04.07.2013, Síða 11

Morgunblaðið - 04.07.2013, Síða 11
snertingar á einkastaði séu bann- aðar en áður en farið er að tala þann- ig við börn þurfum við að vera viss um að barnið viti hvað átt er við þeg- ar rætt er um einkastaði. Það er líka mikilvægt að börn upplifi ekki að þau beri ábyrgð á ofbeldinu þrátt fyrir að þau hafi verið frædd um það. Við getum frætt börnin upp að vissu marki og stundum ná börn sem eru búin að fá fræðslu að stoppa ofbeldi. En í aðstæðum þar sem barn er á móti fullorðnum er hinn fullorðni alltaf með yfirburðastöðu og þrátt fyrir að barn viti hvernig á að bregð- ast við ofbeldinu frýs það kannski og getur ekki spornað við verknaðinum og upplifir að þetta sé því að kenna.“ Þorbjörg þvertekur fyrir að heim- urinn fari versnandi þó að vissulega séu ógnir gagnvart börnum á netinu bæði illviðráðanlegar og vaxandi. „Ég held að við séum á réttri leið hvað marga hluti varðar. Við eigum okkur líka draum um að geta útvíkk- að starfsemi Barnahúss þannig að hún nái yfir alla þætti ofbeldis gegn börnum.“ Morgunblaðið/Eggert kynningaskyldu. Okkur ber að til- kynna til Barnaverndarnefndar ef við höfum áhyggjur af aðbúnaði barna og ég tala nú ekki um ef börn segja frá að brotið hafi verið gegn þeim. Ef slík atvik eru ekki tilkynnt er viðkomandi sem á hlýðir í raun að brjóta lög. Á námskeiðinu er farið yfir tilkynningaskylduna, viðbrögð, ofbeldisfrásagnir, barnavernd- arkerfið, réttarvörslukerfið og ýmsa þætti sem skipta máli.“ Bókinni er skipt niður í nokkra flokka, kynferðislegt ofbeldi, lík- amlegt ofbeldi, andlegt ofbeldi og vanræksla og er farið yfir hvern flokk fyrir sig. Í bókinni er einnig farið í gegnum þau lög sem snúa að hagsmunum barna, bæði barna- verndarlögin og almenn hegning- arlög. „Fólk hefur oft ekki aðgang að þessu nema í lagabálkum sem er mjög erfitt að komast í gegnum en í bókinni reynum við að gera þetta að- gengilegt.“ Í skjóli nafnleyndar Þorbjörg segir fólk stundum smeykt við að tilkynna mál til Barnaverndarnefndar eða leita ráða hjá Barnahúsi. „Við þurfum alltaf að hafa í huga hverra hagsmuna er ver- ið að gæta. Erum við að gæta hags- muna barnsins sem ef til vill býr við óviðunandi aðstæður eða hræðumst við það að einhver verði reiður út í okkur? Þegar búið er að tilkynna þá erum við í það minnsta sem ein- staklingar búin að koma áhyggjum okkar frá okkur. Það er vont að horfa til baka tveimur, þremur árum seinna og sjá að maður hefði getað gert eitthvað. Það verður samt alltaf að vera eitthvað hugvit og skynsemi á bak við hverja tilkynningu. Stund- um er þetta kristaltært, sumt er óljósara og sumt er á gráu svæði,“ segir Þorbjörg. Sé fólk í vafa getur það leitað ráða hjá fagfólki. Fólk sem er að vinna með börnum tilkynnir til Barnaverndar í nafni starfsvett- vangs síns en einstaklingar sem til- kynna um nágrannabörn eða börn í fjölskyldunni geta tilkynnt undir nafnleynd. „Tilkynningaskyldan er að mínu mati alveg gríðarlega mik- ilvægt verkfæri og skilar þessum málum í einhvern farveg. Svo getur fólk verið misánægt með þetta ferli og það eru auðvitað alltaf einhverjar grýlusögur um að tilkynningar hafi ekki skilað neinu og að það þýði ekki að kæra. Fólk getur verið með alls konar skoðanir á því en það verður svolítið að leggja þetta til hliðar því þarna er barn sem mögulega býr við óviðunandi aðstæður.“ Fræðsla kemur ekki veg fyrir ofbeldi Áríðandi er að fólk fari ekki út í of mikla rannsóknarvinnu ef grunur leikur á að barn sæti ofbeldi. „Það er að sjálfsögðu mikilvægt að hlusta og taka eftir því sem barnið er að segja og spyrja opinna spurninga en það er ekki gott að yfirheyra barnið. Þegar börn koma í viðtöl hjá fagfólki skiptir máli að þau hafi ekki verið spurð leiðandi eða óviðeigandi spurninga.“ Fræðsla er lykilatriði þegar kemur að ofbeldi gegn börn- um en á sama tíma er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að fræðsla kemur ekki endilega í veg fyrir of- beldi. „Við þurfum að tala við börn um hlutina eins og þeir eru og eigum ekki endilega að vera að fegra þá eða tala undir rós. Það er oft talað um að „Stundum er þetta kristal- tært, sumt er óljósara og sumt er á gráu svæði.“ Tilkynningarskylda „Okkur ber að tilkynna til Barnaverndarnefndar ef við höfum áhyggjur af aðbúnaði barna og ég tala nú ekki um ef börn segja frá að brotið hafi verið gegn þeim,“ segir Þorbjörg. Myndin er sviðsett. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 Fuglavernd, í samvinnu við Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur, verður með fuglaskoðun í Heiðmörk í kvöld. Lagt verður af stað stund- víslega klukkan 20 frá Elliðavatns- bænum og gengið meðfram vatn- inu og um nágrenni þess. Fólk getur búist við að sjá jaðrakan, óð- inshana og himbrima ásamt öðrum tegundum. Edward Rickson mun leiða göng- una. Allir velkomnir og munið að taka sjónaukann og jafnvel fugla- bókina með og vera vel klædd. Fuglaskoðun í Heiðmörk í kvöld Himbrimi Hann er sannarlega fallegur fugl sem gaman er að sjá í návígi. Fuglaganga Ljósmynd/Jakob Sigurðsson Fjarðarkaup Gildir 4.-6. júlí ...........................verð nú áður mælie. verð Nautagúllas úr kjötborði ............. 1.798 2.298 1.798 kr. kg Svínakótilettur úr kjötborði.......... 1.298 1.698 1.298 kr. kg Kindafille úr kjötborði ................. 2.898 3.498 2.898 kr. kg Hamborgarar, 2x115 g m/brauði 420 504 420 kr. pk. Ísfugls kjúklingabringur .............. 1.998 2.293 1.998 kr. kg Fjallalambs grillsneiðar .............. 1.479 1.849 1.479 kr. kg Fjallalambs skyndigrill................ 1.898 2.379 1.898 kr. kg Prins póló, 56x18 g ................... 998 1.498 18 kr. stk. Myllu heimilisbrauð, 770 g ......... 248 348 248 kr. kg Smjörvi, 300 g .......................... 231 289 231 kr. stk. Hagkaup Gildir 4.-7. júlí verð nú áður mælie. verð Fabrikku hamborgari, 2x120 g .... 999 1.145 999 kr. stk. Fabrikku bbq svínarif.................. 1.499 1.789 1.499 kr. stk. Hagkaups lærisneiðar Arabía ...... 2.379 3.399 2.379 kr. stk. Holta kjúklingur, heill ................. 749 999 749 kr. kg Holta texas leggir ....................... 699 999 699 kr. kg Holta bbq vængir, 800 g ............ 418 697 418 kr. stk. Holta buffaló vængir, 800 g ........ 418 697 418 kr. stk. Holta úrb. skinnl. bringur ............ 2.099 2.799 2.099 kr. kg SS lambalæri, frosið .................. 1.199 1.399 1.199 kr. kg Krónan Gildir 4.-7. júlí verð nú áður mælie. verð Ungnautalund, erl. ..................... 3.499 4.998 3.499 kr. kg Ungnauta entrecote, erl. ............. 2.989 4.598 2.989 kr. kg Grísalund, erl. ........................... 1.598 2.298 1.598 kr. kg Lúxus grísakótilettur ................... 1.298 2.198 1.298 kr. kg Lúxus grísakótilettur, kryddaðar ... 1.298 2.198 1.298 kr. kg Grísahnakki, úrb. erl. .................. 1.099 1.698 1.099 kr. kg Lamba lærisneiðar..................... 1.798 1.998 1.798 kr. kg Nóatún Gildir 5.-7. júlí verð nú áður mælie. verð Lambafille m/fiturönd úr kjötb. ... 3.958 4.398 3.958 kr. kg Ungnauta Rib Eye úr kjötb. ......... 4.256 4.729 4.256 kr. kg Ungn.hamborg., 120 g úr kjötb. .. 249 289 249 kr. stk. Holta kjúkl. grillbringur lime. ....... 2.293 2.698 2.293 kr. kg SS grískar ,rísahnakkasneiðar..... 1.998 2.498 1.998 kr. kg Kartöflubátar krydd. í grillbakka .. 399 469 399 kr. pk. Maískólfar, 4 stk. í grillbakka ...... 599 675 599 kr. pk. Helgartilboð viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt 2-lock endalæsing

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.