Morgunblaðið - 04.07.2013, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.07.2013, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 Þjónusta og síur fyrir allar tegundir af loftpressum ÞRÝSTILOFT FYRIR ALLAN IÐNAÐ LOFTPRESSUR – SÍUR – LOFTÞURRKARAR idnvelar@idnvelar.is | www.idnvelar.is | Smiðjuvegur 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 Gott ú rval á lager ÞÝSKAR GÆÐA PRESSUR Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mikill fögnuður ríkti á Tahrir-torgi í Kaíró í gærkvöldi eftir að herinn í Egyptalandi tilkynnti að Mohamed Morsi hefði verið vikið úr embætti forseta. Áður hafði Morsi virt að vettugi frest sem herinn veitti hon- um til að verða við kröfum mótmæl- enda. Morsi hvetur stuðningsmenn sína til að berjast gegn „ólöglegu valdaráni“ hersins, að sögn eins af helstu ráðgjöfum hans. Fyrr um daginn voru hermenn sendir að mik- ilvægum byggingum í Kaíró. Herinn tilkynnti að forseti stjórn- lagadómstóls Egyptalands yrði þjóðhöfðingi landsins til bráða- birgða. Umdeild stjórnarskrá lands- ins hefði verið numin úr gildi og boð- að yrði til kosninga. Mohamed ElBaradei, einn leiðtoga stjórnar- andstöðunnar, sagði áform hersins samræmast kröfum hennar um að efnt yrði til kosninga sem fyrst. Dagblaðið Al-Ahram sagði að leið- togar hersins hygðust mynda bráða- birgðastjórn sem yrði við völd í allt að ár. Stjórnarskrá landsins yrði numin úr gildi og ný samin og borin undir þjóðaratkvæði innan árs. Efnt yrði síðan til forseta- og þingkosn- inga þegar nýja stjórnarskráin tæki gildi. Sakaður um einræðistilburði Ólgan í Egyptalandi hófst í nóv- ember sl. þegar Morsi gaf út til- skipun þar sem hann tók sér stór- aukin völd. Tilskipunin kvað m.a. á um að dómstólarnir gætu ekki hnekkt ákvörðunum forsetans eða leyst stjórnlagaþing landsins upp. Forsetinn lét þó undan kröfum mót- mælenda og stjórnarandstæðinga í desember og féllst á að ógilda til- skipunina. Ný stjórnarskrá var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 15. desem- ber með rúmlega 60% atkvæða. Am- nesty International og fleiri mann- réttindasamtök hafa gagnrýnt nýju stjórnarskrána og telja að talsvert vanti upp á að hún tryggi mannrétt- indi. Samtökin gagnrýna meðal ann- ars að í stjórnarskránni er ekkert sérstakt ákvæði um jafnrétti kynjanna og að tjáningarfrelsið sé takmarkað með ákvæði sem eigi að vernda íslam. Morsi hefur einnig verið sakaður um einræðistilburði gagnvart dóm- stólum landsins frá því að hann tók við forsetaembættinu fyrir ári. Hann hefur ennfremur verið gagn- rýndur fyrir að skipa vanhæfa flokksbræður í valdamikil embætti. Efnahagsmálin vega þyngst Omar Ashour, egypskur stjórn- málafræðingur sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á samtökum ísl- amista, segir að mótmælin gegn Morsi snúist um efnahagsmál frekar en íslam. Andstæðingar forsetans hafa gagnrýnt hann fyrir að hafa ekki blásið lífi í efnahaginn sem dróst saman árið 2011 þegar ferðamönn- um fækkaði vegna ólgunnar í land- inu. Fawaz Gerges, forstöðumaður Mið-Austurlandamiðstöðvar London School of Economics, segir að stuðn- ingurinn við forsetann hafi minnkað meðal lágstéttar- og millistéttar- fólks vegna óánægju með efnahags- stöðnunina. Þátttakendurnir í mótmælunum í Egyptalandi síðustu daga hafa með- al annars kvartað yfir fjölgun ofbeldisglæpa, hækkun matvæla- verðs og eldsneytisskorti sem er rakinn til þess að gjaldeyristekjur landsins hafa minnkað. Gengi egypska pundsins hefur lækkað um 10% frá því að Morsi komst til valda. Á meðal andstæðinga Morsis eru gamlir stuðningsmenn Mubaraks, stjórnarandstöðubandalag sem nefnist Þjóðfrelsisfylkingin, gras- rótarhreyfing ungs fólks sem er óánægt með efnahaginn og venju- legt fólk sem tengist ekki neinum stjórnmálaflokki. Stjórnarandstaðan er sundurleit og hefur mátt sín lítils í kosningum gegn flokki Morsis, Bræðralagi múslíma, öflugustu og elstu stjórnmálasamtökum landsins. Stuðningsmenn Morsis leggja áherslu á að hann hafi tekið við slæmu búi, meðal annars miklum opinberum skuldum, og ósanngjarnt sé að ætlast til þess að hann geti leyst vandamál landsins á einu ári. Hann eigi að fá tækifæri til þess að gegna forsetaembættinu þar til kjörtímabilinu lýkur árið 2016. Stuðningsmennirnir kenna gömlum bandamönnum Mubaraks um vandamálin, segja þá taka þátt í „samsæri Bandaríkjamanna og gyð- inga“ um að grafa undan Bræðralagi múslíma. Morsi vikið úr embætti forseta  Herinn í Egyptalandi hyggst boða til kosninga og afnemur stjórnarskrána Ólga Mótmælendur í Kaíró krefjast þess að herinn í Egyptalandi steypi Mohamed Morsi af stóli for- seta. Mótmælendurnir söfnuðust saman á götu við forsetahöllina í Kaíró eftir að Morsi lýsti því yfir í fyrrakvöld að hann myndi ekki segja af sér. Frest- ur, sem herinn hafði gefið Morsi til að verða við kröfum mótmælenda, rann út í gær. Stjórnmálaskýrendur í Egypta- landi telja að yfirhershöfðingj- anum og varnarmálaráðherranum Abdel Fattah al-Sisi sé mikið í mun að binda enda á stjórnmálakrepp- una í landinu án þess að herinn taki öll völd í sínar hendur eins og á árunum 2011-2012 eftir að Hosni Mubarak hrökklaðist úr embætti forseta. Mohamed Morsi, forseti Egypta- lands, skipaði Sisi yfirhershöfð- ingja og varnarmálaráðherra í ágúst á síðasta ári í stað Husseins Tantawis, gamals bandamanns Mubaraks. Sisi er trúrækinn múslími og á þessum tíma komst á kreik orð- rómur um að herinn, sem hafði áð- ur barist gegn Bræðralagi músl- íma, kynni að mynda bandalag með Mohamed Morsi og öðrum leiðtogum íslömsku samtakanna. Aðdáandi Nassers Sisi er 58 ára, tuttugu árum yngri en Tantawi og þegar hann var skip- aður yfirhershöfðingi var hann yngsti maðurinn í nítján manna Æðstaráði hersins. Sisi var lítt þekktur á þessum tíma og talið var að Morsi hefði skipað hann yfir- hershöfðingja og varnarmála- ráðherra vegna þess að hann væri hliðhollur Bræðralagi múslíma. Sisi er þó einnig mikill aðdáandi Gamals Abdels Nassers, fyrrver- andi forseta Egyptalands, eins og margir aðrir foringjar í hernum. Kamel al-Sayyed, stjórnmálafræð- ingur við Kaíró- háskóla, segir að Sisi hafi reynt að stuðla að þjóðar- sátt í lok síðasta árs, þegar deila um nýja stjórnarskrá stóð sem hæst, en Bræðralag múslíma hafi hafnað sáttaumleitunum hans. Vill bæta ímynd hersins Fréttaveitan AFP hefur eftir stjórn- málamönnum og blaðamönnum, sem hafa rætt við Sisi, að fyrir honum vaki fyrst og fremst að bæta ímynd hersins sem naut áður mikillar virðingar meðal Egypta. Vinsældir hersins eru taldar hafa minnkað þegar herforingjastjórnin var við völd eftir afsögn Mubaraks í febrúar 2011 og þar til Morsi varð forseti í júní á síðasta ári. Sisi fæddist í Kaíró 9. nóvember 1954 og brautskráðist frá háskóla egypska hersins með prófgráðu í hernaðarvísindum. Hann stundaði einnig framhaldsnám í Bretlandi árið 1992 og í Bandaríkjunum árið 2006. Hermt er að hann hafi góð sambönd í her Bandaríkjanna og í Sádi-Arabíu. Var álitinn á bandi íslamista SNERIST GEGN FORSETANUM SEM SKIPAÐI HANN Abdel Fattah al-Sisi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.