Morgunblaðið - 04.07.2013, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.07.2013, Qupperneq 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér kann að sýnast langt á milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreym- ir um. Komdu þér í samband við viðkom- andi og myndaðu vinalega stemningu svo viðkomandi sé til í að hjálpa þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Dagurinn er fallegur, sama hvernig á það er litið. Stundum þarf bara að segja hvers maður óskar og það rætist. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það getur verið erfitt að verða fyrir stöðugum kröfum frá öðrum. Temdu þér jákvætt viðhorf til manna og málefna og þá mun þér vel farnast. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þennan dag ætti að nota til þess að skipuleggja ferðir með fjölskyldunni. Reyndu að vinna meira í einrúmi eftir því sem líða tekur á daginn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert óvenju skapstygg/ur í dag en gerir þér ekki grein fyrir ástæðu þess. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur þurft að sætta þig við þrengingar á undanförnum árum. Gefðu þér tíma til að greiða úr flækjunni og þá leysast allir hlutir auðveldlega. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að finna þér sálufélaga, ein- hvern sem deilir með þér áhugamáli þínu og horfir ekki í þann tíma sem það út- heimtir. En það er samband þitt við sjálfa/n þig sem færir þér hamingju. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Allir munu virða þig fyrir að standa upp fyrir málstað sem þú trúir á, og sjá að þú hefur rétt fyrir þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gættu þess að sýna ekki of hörð viðbrögð við orðum eða athöfnum annarra. Annars áttu á hættu að allt verði eyðilagt fyrir þér og þínum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert nógu sjálfstæð/ur til þess að láta ekki aðra vaða yfir þig á skítugum skónum. Taktu þetta ekki persónulega. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Já, þú sækist eftir fullkomnun. Einhver tekur eftir breytingu í þér. Ein- beittu þér að því að umgangast jákvætt fólk. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú munt hafa mikla ánægju af því að fara í frí eða skemmtiferð. Komandi vik- ur fela í sér vaxtarmöguleika. Stundum er betra að vinna með en að reyna að koll- varpa öllu. Sigrún Haraldsdóttir bregður áleik í limru: Ég innra finn örlítinn blús upp þegar kyndi mitt hús á höndum er köld og hitinn í kvöld er sýnist mér, sex gráður plús. Helga Björnssyni stóð ekki á sama: Ástand þitt er ekkert grín ekki í kroppnum friður. Sýnist mér þú Sigrún mín sért að kólna niður. Davíð Hjálmar Haraldsson sér aðra hlið á þessu knýjandi máli: Veirurnar naga þig víða um lönd, varnarlaus finnurðu bitið. Sigrún er komin með helbláa hönd, úr Hádegismóum barst smitið. Sigrún er ekki sein til svars: Gjarnan yfir gleðst mín önd góðum lit og vænum, bregður á mína bláu hönd bjarma fagurgrænum. Þá Ágúst Marinósson: Bölið tel ég manna mest meiriháttar refsivönd. Að hafa flokkast fyrir rest með frjálshyggjunnar bláu hönd. Skúli Pálsson er hins vegar á allt öðrum nótum. Hann grípur blúsinn á lofti hjá Sigrúnu og segir að helst þyrfti að syngja textann, til dæmis við Muddy Waters og Ís- landsvininn Pinetop Perkins. Þetta er skemmtileg nýbreytni á Boðn- armiði: Ég raula minn rigningarblús meðan regnið ber utan mitt hús það setur að kvíða því sumarið blíða sæta og fríða lætur eftir sér bíða meðan árin hjá líða ég raula minn rigningarblús rassblautur tóm er mín krús liggjandi víða það er logn milli hríða stund milli stríða og stormurinn lemur mitt hús meðan raula ég rigningarblús ísskápur tómur allt er barlómur lífið þrældómur ég er snúðugur svekktur og snauður svo er vinnan í pati og vinur minn Snati er dauður en kannski að lokum ég komi út í plús ef ég bara raula minn rigningarblús. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af helblárri hendi, barlómi og rigningarblús Í klípu BÓTOXSPRAUTURNAR HENNAR MARÍU BORGUÐU SIG SJÁLFAR Á NÓINU. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG GET EKKI HITT ÞIG Í ALLA VEGA ÞRJÁR VIKUR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann krefst þess að fá að halda á skíðunum þínum. EF ÞÉR ER SAMA ÞÓ ÞÚ MISSIR KRÓKINN ÞINN. … ÞÁ LEGG ÉG TIL AÐ ÞÚ SKERIR Á LÍNUNA. HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ GERA HRÓLFUR? HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ GERA?? DOMINOS PIZZA GÓÐAN DAG. ÞETTA ER TIL ÞÍNBan Ki-Moon, framkvæmdastjóriSameinuðu þjóðanna, gerði stutt stopp á Íslandi fyrr í þessari viku. Hann flutti athyglisverðan fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Ís- lands og hrósaði Íslendingum fyrir að vera í fararbroddi í umhverfis- og jafnréttismálum auk þess að hafa mótað þjóðfélag, sem eftirsókn- arvert væri til búsetu. Ban gaf kost á fyrirspurnum að loknum fyrirlestri sínum og voru þær af ýmsum toga, ein um stöðu kvenna, önnur um Sýr- land og sú þriðja um Ísraela og Pal- estínumenn. Ban svaraði þessum spurningum skilmerkilega og af hreinskilni. Viðstaddir sperrtu þó fyrst eyrun þegar einn fundarmanna bar upp spurningu um skuldastöðu íslenskra heimila, íslenskt réttar- kerfi og mannréttindi. Þarna var framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna afhjúpaður. Hann sagði nokkur almenn orð um að mannréttindi væru algild en gat ekkert svar gefið við spurningunni sjálfri. Eftir fyr- irlesturinn heyrði Víkverji einn við- staddra segja að það hefðu verið mikil vonbrigði að Ban Ki-Moon hefði vikið sér undan því að ræða skuldastöðu heimilanna, sérstaklega hefði verið fróðlegt að heyra hvað hann hefði að segja um 110% leiðina og hugmyndir framsóknarmanna um almenna niðurfærslu skulda. Þá er ljóst að mannréttindavinkillinn verður enn um sinn hulinn þoku og óvissu. x x x Víkverji er reyndar viss um að BanKi-Moon hefur áður fengið und- arlegar fyrirspurnir og hefði tæp- lega náð jafnlangt og raun ber vitni ef hann réði ekki við að bjarga sér við erfiðari kringumstæður en þetta. Annars var ljóst af máli Bans að draumur hans er að vegur Samein- uðu þjóðanna verði meiri. Ítrekað talaði hann um mikilvægi samtaka- máttarins, ein þjóð, hversu voldug sem hún væri, gæti ekki ráðið för, allir þyrftu að leggjast á eitt. Þetta voru kannski skilaboð til Íslendinga um að þeir gætu haft áhrif í heim- inum, en þó fremur til stórvelda heimsins um að ráðskast ekki ein- hliða með alla hluti. En eru þau að hlusta á Ban Ki-Moon? víkverji@mbl.is Víkverji Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta og tigna nafn þitt að eilífu. (Sálmarnir 86:12)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.