Morgunblaðið - 17.07.2013, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013
SVIÐSLJÓS
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
„Það sem er mest áberandi í
Reykjavík í júlí er hvað hann er
kaldur,“ segir Sigurður Þór Guð-
jónsson veðuráhugamaður. Sig-
urður Þór heldur úti bloggsíðunni
nimbus.blog.is þar sem hann fjallar
um veður auk
þess að birta þar
umfangsmiklar
veðurfarsupp-
lýsingar s.s. er
varða hitastig,
úrkomu og sól-
arstundir. Upp-
lýsingunum er
safnað frá degi
til dags og þar
er einnig að
finna meðaltöl langt aftur í tímann.
Samkvæmt Sigurði þá eru fyrstu
14 dagar júlímánaðar í Reykjavík
þeir köldustu frá 1993. Hann bætir
þó við að slíkir kuldar hafi raunar
verið býsna algengir árin þar á
undan.
Sólin í felum
Um miðjan júní birtist grein í
Morgunblaðinu þar sem fram kom
að sólarstundir fyrstu ellefu daga
júnímánaðar höfðu aldrei verið
færri frá því mælingar hófust árið
1923. Alls höfðu þá mælst 15 sól-
arstundir en sólin lét þó ögn meira
á sér kræla eftir því sem leið á mán-
uðinn og á endanum urðu sól-
arstundirnar í júní alls 121. Í gær
fjallaði Trausti Jónsson veðurfræð-
ingur um veðurfarsþætti í Reykja-
vík það sem af er sumri, þ.e. frá 1.
júní-15. júlí, þar greinir hann frá
því að umrætt tímabil hafi verið
það sjötta sólarminnsta síðustu 64
ár, aðeins skilað 189 sólarstundum í
borginni. Bætti Trausti við að síð-
ustu sjö daga hefði sólin aðeins lát-
ið sjá sig í tæpar 17 stundir.
Ekki minni sól frá 2005
Að sögn Sigurðar er alls ekki óal-
gengt að sólin sé í felum svo vikum
skipti yfir íslenska sumarið. Að
hans sögn er fyrri hluti júlí sá sól-
arminnsti í Reykjavík frá 2005,
hinsvegar geti það jafnast út til-
tölulega fljótt verði seinni hluti
mánaðarins bjartari.
Sigurður segir að í heild hafi júní
ekki verið slæmur í sögulegu sam-
hengi veðurfarslega. „Þó að mán-
uðurinn hafi verið þungbúinn á
Suðurlandi var hann ekkert ofboðs-
lega úrkomusamur og í hlýrra lagi
miðað við langtímameðaltöl. Þó að
hafi hann ekki verið hlýr miðað við
meðaltöl júnímánaðar á þessari öld.
Júní var frekar hlýr um allt land og
fyrir norðan var hann með allra
bestu mánuðum, þar var bjart sól-
ríkt og mjög hlýtt,“ útskýrir Sig-
urður og bætir við að um hafi verið
að ræða að júnímánuður fyrir norð-
an hafi verið sá næstsólríkasti frá
upphafi mælinga.
Að sögn Sigurðar er það fremur
sjaldgæft að júlí sé jafn kaldur og
raun ber vitni, svo víða á landinu.
„Júlí er líka búinn að vera úrkomu-
samur mjög víða á landinu,“ segir
Sigurður og tekur fram að rignt
hafi alla daga nema tvo á Akureyri
það sem af er júlí og næstum það
sama megi segja um Reykjavík.
„Þó er úrkoman meiri í Reykjavík
og núna þegar mánuðurinn er
hálfnaður er úrkoman orðin jafn-
mikil og að meðaltali í heilum júl-
ímánuði. Það sama gildir um úr-
komu víða um land. Þetta er því
kaldur og úrkomusamur mánuður
um allt land.“
Óvenjugott það sem af er öld
Það eru einkum íbúar á höf-
uðborgarsvæðinu sem ítrekað hafa
lýst eftir sumrinu undanfarnar vik-
ur. Í því sambandi minnir Sigurður
á að frá aldamótum hafi sumur ver-
ið afbrigðilega góð sé tölfræðin
skoðuð lengra aftur í tímann, sér-
staklega síðustu 5-6 ár á Suður- og
Vesturlandi. „Sumrin á þessari öld
hafa verið hvert öðru betri, sólrík
og hlý. Svo kemur svona harkaleg
breyting á júlímánuði eins og núna.
Auðvitað finnur fólk fyrir því eftir
síðasta áratug,“ segir Sigurður
spurður um umræðuna um veðrið í
samfélaginu.
Litlar breytingar eru í kortunum
samkvæmt langtímaspám en Sig-
urður minnir á að ágúst sé eftir.
„Síðustu ár hefur september í raun
verið sumarmánuður. Það er auð-
vitað allt hugsanlegt í veðrinu, en
mín tilfinning er að þetta verði
svona, “ svaraði Sigurður þegar
hann var beðinn um að spá í spilin
fyrir komandi vikur.
Morgunblaðið/RAX
Júlí kaldur hingað til
Sjötta sólarminnsta sumarið frá 1964 Rigning í Reykjavík það sem af er
mánuði jafnast á við meðaltalsúrkomu í heilum júlí Erum orðin góðu vön
„Sumarið í ár hefur verið svipað og
fyrri sumur,“ segir Ómar Ómarsson,
eigandi sólbaðsstofunnar Smart.
Þrátt fyrir vætusamt sumar og fáar
sólarstundir á höfuðborgarsvæðinu,
virðast landsmenn ekki sækja í ljósa-
bekkina í auknum mæli.
„Það er auðvitað alltaf einhver
aukning en sólardagar eru reyndar
góðir dagar hjá okkur líka,“ segir
Ómar og bendir á að margir sem
vinna innandyra nýti bekkina á
kvöldin, hafi þeir misst af sólríkum
degi. „Viðskiptavinirnir koma jafnt
og þétt, það er engin sprenging í að-
sókninni hjá okkur í sumar.“
Morgunblaðið hafði samband við
nokkrar sólbaðsstofur á höfuðborg-
arsvæðinu sem höfðu sömu að segja.
Ljósabekkirnir virðast ekki vera
vinsælli þegar sólina vantar en þó er
vissulega nóg að gera hjá stofunum.
larahalla@mbl.is
Svipuð
aðsókn og
verið hefur
Ljósabekkir ekki
vinsælli í sumar
Sigurður Ingi Jó-
hannsson, sjávar-
útvegs- og land-
búnaðarráðherra,
hefur sent erlend-
um fjölmiðlum
yfirlýsingu í kjöl-
far blaðamanna-
fundar Mariu
Damanaki,
sjávarútvegs-
stjóra ESB, í
Brussel í fyrradag.
Kom fram á þeim fundi að undir-
búningur væri hafinn að mögulegum
refsiaðgerðum gegn Íslandi vegna
stöðunnar í makríldeilunni.
„Hótanir Evrópusambandsins um
refsiaðgerðir eru öfugverkandi og
óhóflegar, sér í lagi í ljósi ofveiða
Evrópusambandsins og Noregs á
makríl. Tilraunir til þess að kúga Ís-
lendinga með því að stinga upp á
ólögmætum refsiaðgerðum munu
ekki útkljá þetta brýna og viðkvæma
mál,“ sagði Sigurður Ingi og vék að
því hvernig slíkar aðgerðir kynnu að
brjóta í bága við alþjóðasamninga.
Segir hótanir
ESB hafa
öfug áhrif
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Skýrsla um þróun mála innan Evr-
ópusambandsins og stöðu aðildarvið-
ræðna verður lögð fram á Alþingi í
haust. Að loknum umræðum á Alþingi
verður tekin ákvörðun um næstu
skref í málinu.
Þetta kom fram í máli Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráð-
herra að loknum fundi með Herman
van Rompuy, forseta leiðtogaráðs
ESB, í Brussel í gær.
Van Rompuy sagði brýnt að eyða
óvissu í málinu.
„Ég vil leggja áherslu á að við erum
staðráðin í að standa við skuldbind-
ingar okkar í sambandi við stækkun-
arferlið. Ég tel að það sé beggja hag-
ur að forðast að við taki langur tími
óvissu,“ sagði van Rompuy.
Forsætisráðherrann svaraði einnig
spurningum á stuttum blaðamanna-
fundi með José Manuel Barroso, for-
seta framkvæmdastjórnar ESB.
Fram kom í svari Sigmundar Dav-
íðs við fyrirspurn írsks blaðamanns
um makríldeiluna að hann teldi ólík-
legt að ESB myndi beita refsiaðgerð-
um gegn Íslandi vegna veiðanna,
enda gæti það brotið gegn EES-
samningnum og samningum Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar, WTO. Þá
kvaðst Sigmundur Davíð líta svo á að
ESB gæti lært margt af fiskveiði-
stjórnunarkerfi Íslendinga. Með því
að horfa til Íslands og sjálfbærni
veiða þar í þessu efni gæti ESB í senn
stuðlað að verndun fiskistofna í aðild-
arríkjum sambandsins og aukið verð-
mæti aflans. Sá ávinningur væri mun
meiri en deilt væri um í makríldeil-
unni.
Sagði Barroso að ESB liti svo á að
makrílstofninn væri í hættu. Sam-
bandið ynni að samkomulagi í deil-
unni og gæti ekki unað einhliða
ákvörðunum ríkja í því efni.
Skýrsla um ESB í haust
Forsætisráðherra hitti forystumenn ESB í Brussel
Telur refsiaðgerðir ESB í makríldeilunni ólíklegar
AFP
Í Brussel Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson og José Manuel Barroso.
Árið 1955 gerði mikið óþurrka-
sumar á sunnan- og vestanverðu
landinu. Vætutíð gerði bændum
einkar erfitt fyrir og torveldaði
heyskap svo um munaði.
„Það var þannig að þetta sum-
ar byrjaði nákvæmlega eins og öll
önnur óþurrkasumur, á því að
það var góður þurrkur sem sumir
náðu en aðrir ekki. Síðan tók að
rigna og rigna og rigna, grasið
skemmdist þar sem það stóð á
rót og það sem menn höfðu náð
að slá og þurrka
lítillega
skemmdist líka.
Ég man ekki bet-
ur en að þessar
rigningar hafi
staðið samfellt í
sex vikur,“ svar-
ar Bjarni Guð-
mundsson á
Hvanneyri
spurður um óþurrkasumarið árið
1955.
Óþurrkasumarið 1955
GRASIÐ SPRETTUR ÚR SÉR SÉ ÞAÐ EKKI SLEGIÐ Í TÍMA
Bjarni
Guðmundsson
Sigurður Þór
Guðjónsson
Góður félagsskapur Þessir eldhressu eldri borgarar í Reykjanesbæ létu ekki súld og dumbungsveður aftra sér frá að pútta og njóta samverunnar.
SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á
sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan.
Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur
sínum náttúrulega lit.
GERUM SÓLPALLINN
EINS OG NÝJAN
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225