Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ríkisstjórnin er ekki bundin af þingsályktun ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna um umsókn um aðild að Evrópusambandinu hinn 16. júlí 2009. Þetta er í sem fæstum orðum niðurstaða álitsgerðar um bindandi áhrif þingsályktana sem Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráð- herra fól lögspekingum að vinna og hann lagði fram á fundi utanríkismálanefndar í gær. Með því varð Gunnar Bragi við ósk þriggja fulltrúa stjórnarandstöðunnar í nefndinni, þeirra Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingar og utanríkisráðherra í síðustu ríkisstjórn, Árna Þórs Sigurðssonar, þing- manns VG og fyrrverandi formanns utanrík- ismálanefndar, og Brynhildar Björnsdóttur, varaþingmanns Bjartrar framtíðar, um að hann „skýrði stjórnskipuleg valdmörk sín gagnvart því að setja úr skorðum þann feril umsóknarinnar sem þingsályktun Alþingis vorið 2009 byggist á“, eins og Össur orðaði það í samtali við Morgunblaðið. Skýri heimildir til að setja af hópa Var tilefnið, að sögn Össurar, ummæli ráð- herrans á fundi utanríkismálanefndar 4. júlí sl. og var sérstaklega óskað eftir að ráð- herrann skýrði hvaða heimildir hann hefði til að setja af samninganefndir og samningahópa vegna umsóknarinnar, án sérstaks umboðs Alþingis. Gunnar Bragi segir aðspurður að Kristján Andri Stefánsson, lögfræðingur í utanríkis- ráðuneytinu, hafi farið fyrir álitsgerðinni í samvinnu við aðra lögfræðinga ráðuneytisins. Segir í inngangi álitsgerðarinnar að þar séu dregnir upp megindrættir stjórnskipulagsins að því marki sem málið varðar. Jafnframt sé vikið að ákvæðum stjórnarskrár um þings- ályktanir og gerð grein fyrir mun á þings- ályktunum sem byggjast á sérstökum heim- ildum í lögum og stjórnarskrá annars vegar og hins vegar þeim sem gera það ekki. Er komist að þeirri niðurstöðu að álitamál tengd bindandi gildi þingsályktana geti eingöngu átt við um síðarnefnda flokkinn. Er í framhaldinu „gerð grein fyrir sjónarmiðum um áhrif þeirra og komist að þeirri niðurstöðu að þingsályktanir sem ekki byggi á sérstakri heimild í lögum eða stjórnarskrá hafi ekki bindandi gildi umfram það sem leiðir af þing- ræðisvenjunni“. Af því leiði að þingsályktanir lýsi fyrst og fremst pólitískum vilja meirihluta þess þings sem samþykkir þær og geti sem slíkar haft mikil pólitísk áhrif. Ef þingstyrkur að baki þingsályktun breytist eða hverfi hljóti pólitísk þýðing slíkra fyrirmæla að breytast í sam- ræmi við það og eftir atvikum dvína eða fjara út, t.d. ef meirihlutinn missir umboð sitt í kosningum. Pólitísk þýðing þingsályktunar haldist þannig í hendur við þann meirihluta sem er í þinginu hverju sinni og tryggir að völd og ábyrgð fari saman. Segir þar jafnframt að megindrættir í stjórnskipun Íslands og Danmerkur byggist á sömu meginreglum og að stjórnskipulegar heimildir fyrir samþykkt þingsályktana séu samskonar. Er því m.a. skírskotað til sjón- armiða sem fram koma í dönskum fræðiritum á sviði stjórnskipunarréttar, að því er varðar þetta tiltekna álitaefni. Höfundar álitsgerð- arinnar segja jafnframt að ekki sé ástæða til að efast um að stjórnvöld séu bundin af álykt- unum sem byggðar eru á ákvæðum í stjórn- arskrá og af lögum. Þrengja höfundarnir því greiningu sína við hversu bundin stjórnvöld eru af ályktunum sem ekki byggjast á slíkum heimildum. Eftir standi t.d. þingsályktanir sem feli í sér áskorun eða tilmæli til rík- isstjórnar eða annarra stjórnvalda. „Með bindandi áhrifum þingsályktunar er átt við að ríkisstjórninni sé að lögum skylt að hrinda henni í framkvæmd samkvæmt efni sínu að viðlagðri ábyrgð,“ segir höfundarnir sem telja að þetta eigi ekki við í umræddu til- viki. Er m.a. vitnað til þess mats lögspekings- ins Ólafs Jóhannessonar að þingsályktunar- tillögur hafi ekki lagagildi. Þá er vitnað til sama mats ýmissa danskra fræðimanna. Bindur ekki stjórnina  Þingsályktun fyrri stjórnar um ESB-umsókn ekki lagalega bindandi  Þetta er meginniðurstaða álits sem unnið var fyrir utanríkisráðherra Reuters Blaktandi fánar í Belgíu Við höfuðstöðvar Evrópusambandsins sem eru í Brussel. „Í svarinu segist hann nú vera með það til skoðunar að slá samninganefndina og samningahópana af, og byggir það á álitsgerðinni, sem í fljótu bragði má sjóða niður í að ráðherra geti leyft sér allt, og farið öllu fram, svo lengi sem hann er ekki rekinn úr embætti af þinginu. Það er, vægast sagt, hæpin túlkun og úr öllu korti við eðlilega stjórnsýslu,“ segir Össur Skarphéðinsson og vísar til bréfs Gunnars Braga um álitið. „Ég tel þar að auki að grípi utanríkis- ráðherra til þess, í krafti þessarar álits- gerðar, að leggja af samninganefnd og samn- ingahópa, eins og hann lýsir yfir að hann sé að skoða, þá sé hann að ganga gegn eigin orð- um um að það ætti að gera úttekt á stöðu við- ræðnanna við ESB, þróuninni innan sam- bandsins og leggja það fyrir Alþingi til umræðu. Í kjölfar þess ætti síðan að taka ákvörðun á Alþingi um framvinduna. Þetta var ítrekað af formanni Sjálfstæðisflokksins fyrr í þessari viku. Gunnar Bragi væri þá ekki aðeins að brjóta sín eigin orð heldur líka að fara gegn yfirlýsingu fjármálaráðherrans og formanns Sjálfstæðisflokksins. Í reynd fæli þetta í sér að viðræðunum væri slitið. Ég tel hins vegar óheimilt að slíta þeim án sér- stakrar ákvörðunar Alþingis, en ráðherrann annað hvort er hræddur við það, eða hefur ekki stuðning í ríkisstjórninni til þess.“ „Úr öllu korti við eðlilega stjórnsýslu“ Össur Skarphéðinsson Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, segir að sjálfsagt megi rökræða frá sjónarmiði lögfræð- innar að hve miklu leyti stjórnsýslan eða ráð- herrar og ríkisstjórn eru bundin af þingsályktun- um. „En pólitískt hefur jafn- an verið litið svo á að ráðherrar og ríkisstjórn séu bundin af samþykkt Alþingis, nema Al- þingi geri nýja samþykkt í viðkomandi máli,“ segir Árni Þór og víkur að IPA- styrkjunum. „Mér finnst líka umhugsunar- efni – og ég hef ekki fengið viðhlítandi svör við því – hver átti frumkvæði að því að stöðva IPA-styrkina. Voru það íslensk stjórnvöld eða var það ESB? Það vekur at- hygli að núverandi stjórnarflokkar, sem gagnrýndu fráfarandi ríkisstjórn, og ekki síst minn flokk, fyrir IPA-styrkina, virðast vera mjög sælir og ánægðir með að fá ein- hverja styrki í gegnum þetta IPA-kerfi,“ segir Árni Þór, sem hyggst láta lögfræðing fara yfir álitsgerð utanríkisráðherra. Árni Þór Sigurðsson Alþingi sé bund- ið af samþykkt „Álitsgerðin tekur af öll tvímæli um að ég hef heimildir til að setja af samninganefnd og samningahópa vegna ESB-umsóknar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra, um álitsgerðina. – Forveri þinn, Össur Skarphéðinsson, gagnrýnir þig fyrir að túlka álitið á þann veg að það heimili þér að slíta viðræðum. „Það má túlka álitsgerðina þannig að ekki þurfi nýja þingsályktun til að slíta viðræðum og ég held að þeir sem lesi hana sjái að nýja stjórnin sé ekki bundin af þessari þingsályktun. Það þýðir að við get- um tekið ákvörðun um slit á viðræðum. Það hefur hins vegar ekkert verið rætt,“ segir hann. Ráðherrann telur sig, aðspurður, ekki þurfa nýja þingsályktun á haustþingi til að aftur- kalla ályktunina um ESB-umsókn sem fráfar- andi stjórn samþykkti 16. júlí 2009. Hann segir að það sé „annar hand- leggur hvaða aðferð menn vilji nota um framhaldið á viðræðun- um“. Vinna við skýrslu um þróun mála inn- an ESB sé að fara af stað. Hann sjái ekki að tíðinda sé að vænta fyrr en því verki ljúki. Álitsgerðin taki af öll tvímæli VIÐBRÖGÐ UTANRÍKISRÁÐHERRA Gunnar Bragi Sveinsson Kríuvarp hefur gengið fremur illa síðustu sumur vegna erfiðleika kríunnar við að ná í sandsíli fyrir unga sína. Eftir því sem næst verður komist eru aðeins tveir kríuungar enn á lífi af öllum þeim þúsundum sem skriðu úr eggjum í sumar í Vík í Mýrdal. Öll krían er löngu farin nema tvö pör sem eru enn að reyna að koma þessum ungum á flug að sögn heima- manns, en þeir virðast fá nóg í gogginn. Ljósmynd/Þórir N. Kjartansson Fáir kríuungar eru á lífi í Vík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.