Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 AGA GAS ER ÖRUGGT VAL HEIMA OG Í FRÍINU Þú getur verið afslappaður og öruggur við grillið með AGA gas. Öruggur um að þú ert að nota gæðavöru og að þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú nýtir þér heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú heimsækir söluaðila AGA. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas. www.GAS.is STUTTAR FRÉTTIR ● Hagvöxtur á mann verður 0,9% í ár samkvæmt mannfjöldaspá Hagstof- unnar sem birt var í morgun og þjóð- hagsspá stofnunarinnar. Reiknar stofn- unin með 0,8% vexti mannfjöldans og 1,7% hagvexti. Greining Íslandsbanka segir ljóst að hagvöxturinn á mann í ár verði hægur, en að meðaltali hefur hagvöxtur á mann verið hér á landi 1,8% ári síðustu tutt- ugu ár. Hagstofan gerir ráð fyrir 1,9% hag- vexti á mann árin 2014 og 2015. 0,9% hagvöxtur á mann ● Á öðrum ársfjórðungi þessa árs hef- ur WOW air flutt 25% fleiri farþega en samanlagður fjöldi WOW air og Iceland Express á sama tíma í fyrra. Sætanýt- ingin á ársfjórðungnum var 82%, en á fyrsta ársfjórðungi var hún 85%. Til samanburðar var samanlögð sætanýt- ing Iceland Express og WOW air á öðr- um ársfjórðungi í fyrra 63% og því er um 20 prósentustiga hækkun að ræða. Nær allar brottfarir WOW air voru á réttum tíma eða í 98% tilvika síðustu tvær vikurnar í júlí. Sætanýting WOW air eykst um 20 prósentur Nokkur vestræn lyfjafyrirtæki eru sökuð um spillingu í Kína og sæta rannsókn. Bandaríska lyfjafyrirtækið Eli Lilly er nýjast í röðinni, en það er sakað um að hafa greitt læknum hátt í sex hundruð milljónir íslenskra króna til að skrifa upp á lyf frá fyrirtækinu til sykursjúkra til að hafa betur í baráttunni við danskan keppi- naut sinn Novo Nordisk, segir í frétt Financial Times. Erlendir fjölmiðlar hafa sagt frá því að lyfja- fyrirtækin Novartis, Sanofi, Lundbeck og Astra Zeneca séu sökuð um spillingu og sæti opinberri rannsókn. GlaxoSmithKline er sakað um að greiða 500 milljónir dollara eða 60 milljarða króna með ólögmætum hætti. Á seinasta ári samþykkti Eli Lilly að greiða bandarískum stjórnvöldum 29 milljónir dollara eða 3,5 milljarða króna vegna ásakana um spill- ingu erlendis, meðal annars að hafa falsað gögn um kostnað í Kína á árunum 2006-2009, svo sölu- menn gætu gefið t.d. gjafir og máltíðir. Kínversk stjórnvöld tilkynntu í liðinni viku að gera ætti rannsókn á lyfjaverði og spillingu í heilbrigðisgeiranum yfirgripsmeiri en hún var. Að undanförnu hafa kínverskir fjölmiðlar fjallað mikið um meinta spillingu í heilbrigð- isgeiranum í kjölfar þess að upplýst var um að rannsaka ætti meintar mútur frá starfsmönnum GlaxoSmithKline. Lögreglan þar í landi segir að um 59 milljarðar króna hafi farið í gegnum ferðaskrifstofur til þess að múta læknum og GSK hefur viðurkennt að sumir starfsmenn fyr- irtækisins hafi brotið kínversk lög. Fyrir skömmu hófu kínversk stjórnvöld að rannsaka franska lyfjafyrirtækið Sanofi eftir ábendingu um að starfsmenn þess mútuðu lækn- um. helgivifill@mbl.is  Eli Lilly er nýjast í röðinni og er sakað um að hafa greitt læknum mútur Apótek Kínverskir neytendur sitja fyrir utan apótek í Pekíng. Vestræn lyfjafyrirtæki sæta rannsókn. AFP Lyfjafyrirtæki sökuð um spillingu                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./, +01.23 ++4.10 ,+.454 +5.12/ +0.4/, +,5.12 +.,,-4 +0,.05 +2-.34 +,-.0+ +00.-5 ++/.+, ,+.//1 +5.0,3 +0./-2 +3-.+, +.,,4 +03.44 +2-.15 ,+4.0354 +,+.+ +00.// ++/.42 ,+.2, +5.00+ +0./2 +3-.40 +.,,12 +03.55 +2+.,4 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Færeyski bankinn Eik hagnaðist um 54 milljónir danskra króna, jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna, á fyrstu 6 mánuðum ársins. Í tilkynningu kemur fram að eiginfjárhlutfall bankans sé 23,3%, en lögbundið lágmark er 11,2%. Fyrr á árinu voru nokkrir yfir- menn bankans kærðir til efnahags- brotadeildar lögreglunnar. Var það gert í kjölfar rannsóknar fjármála- eftirlitsins á aðdraganda þess að bankinn féll árið 2010 og danska ríkið tók bankann yfir. Hlutabréf Eikar voru á sínum tíma skráð í Kauphöll Íslands. Bankinn Eik hagnast Íslenska fyrirtækið Creditinfo stendur í september næstkomandi fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um áhættustjórnun í Prag. Á meðal ræðumanna á ráðstefnunni verða stjórnendur Paypal, Societe Gene- rale Group, International Finance Corporation og Bank of Georgia. Í tilkynningu segir að á ráðstefn- unni mæti fjöldi alþjóðlegra sér- fræðinga um viðskipta- og útlána- áhættu og gefst þeim þar tækifæri til þess að deila hugmyndum sínum um helstu úrlausnarefni sem við blasa í starfsumhverfi lánastofnana um þessar mundir. kij@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Creditinfo Heldur ráðstefnu í Prag. Creditinfo heldur ráðstefnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.