Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Sími: 564 4700 Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 VINSÆLASTA RJÓMATERTAN Í 45 ÁR fæst hjá Reyni bakara Þeir sem skipuleggja heilbrigð- iskerfi á Íslandi virðast vera stein- runnin tröll úr fortíðinni. Þeir hafa fjargviðrast út af því hve þegnarnir leita mikið til neyðarstöðva (bráðamóttöku) eftir aðstoð vegna veikinda sinna og hafa lagt ríka áherslu á að fólk noti betur heilsu- gæslustöðvar. Þessir aðilar eru ekki í sambandi við raunveruleik- ann hvað varðar heilsu fólks. Sú staðreynd blasir við að fólk þarf að panta tíma hjá lækni á heilsugæslustöð 7-10 dögum áður en það veikist. Umræddir skipuleggjendur heilsugæslu á Íslandi hafa enga yf- irsýn yfir ástand í heilbrigðismálum Íslendinga. Þeir lifa í draumaheimi sem áskrifendur að launum sínum eða hafa miður góða þekkingu á því verkefni sem þeim er falið að vinna, að ógleymdu viðhorfi nútímamanns- ins varðandi heilsu sína. Það er búið að njörva niður þetta heilbrigðiskerfi með einkaleyfi ákveðinna aðila til flestra hluta er varða heilsu fólks, þar með talið vott- orð og tilvísanir. Þar af leiðandi er það lágmarkskrafa að kerfið virki fyrir sjúklingana en ekki einkaleyf- ishafa heilbrigðiskerfisins. Ásókn veikra Íslendinga svo og ferðamanna í þjónustu bráða- móttöku heilbrigðisþjónustunnar er vegna þess að heilsugæslustöðvar anna ekki þeirri þjónustu sem ætlast er til af hálfu þessara skipuleggj- enda. Ef þeir sem skipuleggja þessa þjónustu halda að ferðamaður með skemmtiferðaskipi sem hefur sólar- hrings viðdvöl geti pantað tíma hjá heilsugæslustöð þar sem hann kemst að eftir 7-10 daga er eitthvað að skipulaginu. Það sama á við um þegna þessa þjóðfélags. Vanlíðan veikra Íslendinga í 7-10 daga meðan beðið er eftir að komast að hjá lækni, ef hægt væri að bæta líðan sjúklings- ins, er óásættanleg. Það sem er óásættanlegt er lítil af- kastageta þessara þátta heilbrigð- iskerfisins. Það er ekki verið að gera lítið úr starfsfólkinu sem vinnur að þessum málum en augljóst að þörf er á að auka afköst heilsugæslustöðva umtalsvert ef koma á í veg fyrir að fólk þurfi að panta tíma hjá lækni 7- 10 dögum áður en það veikist. Þessir háu aðilar, karlar og konur, er hafa með höndum skipulag á heil- brigðisþjónustu landsmanna verða að átta sig á því að krankur ein- staklingur (veikur) leitar eftir betri líðan þar sem möguleiki er á að fá líkn. Ekki þýðir að vísa á ódýrari þjónustustöðvar þar sem enga þjón- ustu er að fá. Reynslan hefur sýnt að fólk greið- ir hærri gjöld á bráðamóttöku í þeim tilgangi að bæta líðan sína heldur en að bíða í viku eða lengur eftir tíma á heilsugæslustöð. KRISTJÁN S. GUÐMUNDSSON, fv. skipstjóri. Heilbrigðiskerfi á Íslandi Frá Kristjáni S. Guðmundssyni Kristján Guðmundsson Kæri lesandi. Er ekki tími til kominn að 70 ára (her)flugvallarrekstri ljúki í hjarta höfuðborgarinnar, enda margt orðið æði lúið og á skjön við kröfur og viðhorf nútímans, eins og sjá má ef litið er yfir svæðið? Má nefna eftirfar- andi rök fyrir því að völlurinn víki; 1. Mikil hávaða- og sjónmengun er af þessum fljúgandi álfuglum og heyrast drunur þeirra og stunur nán- ast allan sólarhringinn á öllu höf- uðborgarsvæðinu, mörgum til ama og leiðinda. 2. Hætta er á stórslysum í að- og brottflugi yfir miðbænum og Alþing- ishúsi. 3. Eftir fáein ár verður vonandi stór hluti bílaflota landsmanna raf- drifinn og því miklum mun þægilegra og ódýrara að ferðast á milli staða á mengunar- og hljóðlausum far- artækjum, eða hvort vilja menn borga 30-40 þús. fyrir flug milli Rvík- ur og Akureyrar eða kannski 500 kr. í rafdrifnum bíl og geta svo ekið um svæðið að vild í stað þess að vera strandaglópur á flugvelli við lend- ingu? 4. Sífellt verður dýrara að fljúga svo og búa um 75% landsmanna inn- an við 60 mín. akstur frá höfuðborg- arsvæðinu. 5. Sífellt er verið að betrumbæta vegakerfi landsins og má nefna t.d. jarðgangagerð víða um land, Land- eyjahöfn og svo hugmyndir um lagn- ingu vega yfir hálendið og frá t.d. Kárahnjúkum, sem styttir vegalengd frá Austfjörðum til höfuðborg- arsvæðisins um 250 km, þ.e. 500 km fram og til baka. 6. Strætó er með reglulegar ferðir um nánast allt land og hefur farþeg- um þar fjölgað mjög, enda talsvert ódýrara en að fljúga. 7. Væntingar eru um að þyrlufloti eflist og því færist vonandi í aukana að þær verði notaðar í neyð- artilfellum og þegar óhöpp gerast, enda sífellt algengara að óhöpp verði langt frá flugvöllum, t.d. á jöklum, og því þyrlur eini kosturinn, svo og slys og/eða veikindi á hafi úti. 8. Stór hluti flugfarþega fer í fram- haldsflug til framandi landa og þarf því að koma sér áfram til Keflavíkur með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn og svo aftur til baka við komu í stað þess að fljúga beint til Keflavíkur og svo beint í framhaldsflug. 9. Völlurinn á Miðnesheiði er miklu öruggari og myndi þurfa lítinn við- bótarkostnað til þess bæta innan- landsflugi við. 10. Tekjur af sölu lands í Vatns- mýri myndu nema 150-200 millj- örðum, sem mætti nýta til að greiða niður skuldir ríkis og Rvíkur. 11. Uppi eru hugmyndir um há- hraðalestir, sem yrðu í lofttæmdum stokkum, þannig að ekki tæki langan tíma að ferðast landshorna á milli. Af öllu framanrituðu finnst mér eðlilegast að flug fari til Keflavíkur hið fyrsta, enda verður kannski ákveðið í framtíðinni að Landspítali verði reistur á Vífilsstöðum. RAGNA GARÐARSDÓTTIR, húsfreyja. Flugvöll brott Frá Rögnu Garðarsdóttur Elliðaárdalurinn er með fallegri gönguleiðum í Reykjavík. Skógi vax- inn dalurinn er náttúruperla og kyrrðin með árniðnum sem und- irtóni er einstök. En örygginu er ábótavant. Göngustígurinn meðfram ánni og stíflunni er rúmir tveir metrar á breidd og um hann fara gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk án eðli- legs skipulags. Á göngustígnum eru einnig kanínur, fuglar, hundar og kettir, en í litlum mæli. Það sem ógnar örygginu á göngu- stígnum er hjólreiðafólk. Það hjólar á allt að fjörutíu kílómetra hraða á klukkustund og getur með glanna- skap sínum og lögleysu valdið mjög alvarlegum slysum. Auðvitað haga margir hjólreiðamenn sér sem gest- ir á gangstígnum og taka fullt tillit til annarra vegfarenda en tillitslaus hjólreiðamaður á fjörutíu km hraða hefur snúið dæminu við. Mótorhjól eru einnig á göngustígnum og er þeim oft ekið hratt og þá oftar en ekki með farþega. Vitað er um nokkur slys sem orðið hafa á þessum göngustíg og á leið- inni meðfram Skerjafirðinum. Í einu slíku slysi var hjólað á fullorðinn mann og urðu afleiðingarnar þær að hann lá á sjúkrahúsi i viku og að- standendur hans telja að hann hafi aldrei jafnað sig eftir slysið og það hafi stytt líf hans. Nýlega var gang- andi vegfarandi í Bandaríkjunum hjólaður niður með þeim afleið- ingum að hann lést. Það má ekki bíða aðgerðalaus eft- ir að stórslys verði í Elliðaárdalnum. Besta úrbótin væri að hafa sér- stakan stíg fyrir gangandi vegfar- endur og annan fyrir hjólreiðafólk, en það er mikil framkvæmd og kostnaðarsöm. Þó að þær endurbætur séu á áætl- un þá er nokkuð langt í fram- kvæmdir og má því gera strax ýms- ar ráðstafanir, sem eru ekki eins kostnaðarsamar, en auka umtalsvert öryggið á göngustígnum. Flokka má þær úrbætur þannig: 1. Aðgreindur verði með götumáln- ingu sá hluti göngustígsins sem gangandi vegfarendur nota frá þeim sem hjólreiðamenn nota. 2. Fest verði merki á ljósastaurana, sem liggja meðfram göngustígn- um, sem sýna skiptingu göngu- stígsins, þ.e. að annar hlutinn sé fyrir gangandi vegfarendur og hinn fyrir hjólreiðamenn. 3. Bannað verði að hjóla hraðar en tuttugu kílómetra á klukkustund. 4. Bannað verði að aka vélknúnum hjólum á göngustígnum. Borgarfulltrúum hafa verið sendar ábendingar um þetta alvarlega ástand á göngustígnum í Elliðaárdal, en eng- inn þeirra hefur séð ástæðu til að ráð- ast í úrbætur. Auk þess hefur Sam- göngustofa verið upplýst um ástandið. HAFSTEIN HAFSTEINSSON hrl. Er verið að bíða eftir stórslysi í Elliðaárdal? Frá Hafsteini Hafsteinssyni Morgunblaðið/Jim Smart Margir leggja leið sína um Elliðaárdal og þá er brýnt að allir sýni tillitssemi. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.