Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndlistarnemi Sigurrós nemur myndlist í London en hún segir listagróskuna í Austur-London vera mikla. að vita að svona flottir listamenn skuli hafa verið í sama skóla og mað- ur sjálfur. Ég er því fyrst og fremst mjög ánægð að hafa komist inn í skólann. Hingað sækja nemendur alls staðar að úr heiminum,“ segir hún. Sigurrós segir að þrátt fyrir að listasenan á Íslandi sé mikil og öflug komist hún ekki í hálfkvisti við það sem á sér stað í London. „Sem nemandi í Goldsmith er maður kominn inn í einhverja klíku sem hefur aðgang að mörgu. Í Aust- ur-London, þar sem ég bý, er líka mikið listalíf og á fimmtudögum eru endalausar opnanir, nemendur með sýningar og svoleiðis. Annars er mik- il gróska í listinni hérna heima. Það er líka mikill spenningur fyrir lista- senunni hér hjá fólki úti í London. Því finnst Ísland mjög spennandi,“ segir Sigurrós. Stefnan alltaf verið sett út „Ég er búin að vera með útþrá frá því að ég fæddist, stefnan hefur alltaf verið sett á að fara út að læra. Það vantar ef til vill svolítið upp á fjölbreytnina í náminu hérna heima til að það sé nógu heillandi,“ segir Sigurrós. „Annars er margt sem ég get þakkað Árna Má fyrir. Ég hef kynnst þessum heimi mikið í gegnum hann. Ég vann síðan á tímabili við að taka ljósmyndir fyrir gogoyoko. Annars er ég bara alltaf að vinna á bar eða kaffihúsi og reyni eftir fremsta megni að föndra þar einhver falleg skilti og þess háttar,“ segir Sigurrós. Hún hvetur alla til að koma á sýn- inguna sem er, eins og áður sagði, í Artímu galleríi, sem er til húsa inni í Nýló á Skúlagötunni. Pund Ádeila í verki Sigurrósar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 Menn eru fæddir til aðlifa, ekki til að búa sigundir lífið,“ sagði BorisPasternak í bók sinni Doktor Shívagó. Í þessu er falinn mikill sannleiksvottur og sem und- irrituð tekur hátíðlega á hverju föstudagskvöldi. Þá er sagt skilið við skyldur hversdagsins um stund- arkorn og horfið í annan heim. Kertaljós, rökkur, indverskur mat- ur, rauðvín og góð mynd í tækið. Það er lífið. Það getur þó reynst þrautin þyngri að velja kvikmynd sem skilur eitthvað eftir sig og þá sérstaklega þegar tveir deila. Oft vill annar horfa á hasarmyndir með svo miklum sprengingum að óhjá- kvæmilegt er að grípa til eyrna- tappa á meðan hinn kýs heldur ró- lega Woody Allen mynd eða dramatíska og rómantíska stór- mynd þar sem Clark Gable þrífur í aðalkvenhetjuna með miklum og ógleymanlegum tilþrifum. Í kvöld er föstudagskvöld og það sem meira er þá er í dag Evr- ópudagur minningarinnar um fórn- arlömb alræðisstefnunnar og í til- efni af því er upplagt að nefna til sögunnar eina klassíska kvik- myndaperlu þar sem til umfjöllunar er alræð- ishyggjan í Rússlandi eftir bylt- ingu bolsj- evika. Kvik- myndin Doktor Shívagó er gull- moli sem uppfyllir öll skilyrði um góð- an söguþráð: ást, miss- ir og söknuður undir ógnarstjórn komm- únismans. Eins og það sé ekki nóg þá þurfa söguhetjur einnig að glíma við nístandi vetr- arkulda sem mun seint víkja manni úr minni. Maður verður ekkert nema þakklátur fyrir veðurblíðuna á Íslandi eftir að hafa horft á Dokt- or Shívagó – og þá er nú mikið sagt! Kvikmyndin er frá árinu 1965 og skartar þeim Omar Sharif og Julie Christie í aðalhlutverkum en David Lean leikstýrir. Gagnrýnendur tóku myndinni misjafnlega á sínum tíma og sagt er að Lean hafi tekið gagn- rýnina svo nærri sér að hann sór þess eið að gera aldrei aftur aðra kvikmynd. Almenningur var hins vegar á öðru máli og er þetta ein vinsæl- asta mynd Leans. Hver getur slegið hendinni á móti hinu sígilda viðfangs- efni að elska og sakna? Það verður seint talið leiðinlegt þegar kem- ur að kvik- myndum og ljóst er að þetta verður mynd föstu- dagskvöldsins. »Maður verður ekkertnema þakklátur fyrir veðurblíðuna á Íslandi eftir að hafa horft á Shívagó. Heimur Maríu Margrétar María Margrét Jóhannsdóttir Ford Ka Trend Plus 3 dyra 1,2i bensín, 69 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 115 g/km. Fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 ford.is Nýr FORD KA á frábæru verði Skiptu í ferskan, fiman, ferlega skynsaman Ford Ka á frábæru verði. Veldu sparneytinn borgarbíl og lækkaðu rekstrarkostnaðinn. Ford Ka er líka þekktur fyrir afburða aksturseiginleika, gott notagildi og litríkan persónuleika. Komdu bara og prófaðu! FRÁ FORD KA 1.850.000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Aukin þjónusta Bíldshöfða 6: Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 KR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.