Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013
Við hrunið 2008
komust margir hús-
eigendur í skuldir.
Við það myndaðist
hvati til að hækka
leigugjald þeirra til
leigukaupenda.
Þeir sem lentu í
skuldum vegna óhóf-
lega hækkandi húsa-
kaupalána, gátu séð
sér hag í að leigja út
hluta síns rándýra húsnæðis til að
hjálpa til við afborgun þess.
Atvinnuleysi jókst, og þar með
fjöldi þeirra sem höfðu ekki efni á
íbúðakaupum. Þá bættust þeir í
leigukaupahópinn.
Þeir sem urðu fyrir kjaraskerð-
ingu launa höfðu síður efni á að
eiga bíl. Því varð hagkvæmara að
búa nálægt miðborginni þar sem
flestir vinnustaðir eru, svo hægt
væri að ganga eða hjóla í vinnuna.
Þetta hækkaði leiguna í mið-
bænum.
Aukinn straumur var að verða
af nýbúum til landsins. En inn-
flytjendur eru líklegir til að leigja
sér húsnæði frekar en kaupa, til
að byrja með. Voru innfluttir fleiri
en brottfluttir.
Þá er að nefna hlutfallslega
fjölgun nema á háskóla- og fram-
haldsskólastigi; en þar hefur orðið
margföldun á síðustu áratugum.
Þetta námsfólk þarf gjarnan leigu-
húsnæði; einkum ef það kemur ut-
an af landi. Langskólanám leiðir
síðan til að fólk dregur lengur að
kaupa sér húsnæði, og þarf því
lengur leiguhúsnæði
Fólk er nú einnig að setjast aft-
ur á skólabekk fram eftir ævinni,
og þá er erfiðara að borga af
húsakaupalánum á meðan.
Afleiðing lengri menntunar er
að það fólk stofnar seinna til
barnafjölskyldu; og kemst því
lengur af með leiguhúsnæði.
Fleiri menntamenn verða líka
einhleypir og barnlausir, og þola
þá betur litlar leiguvistarverur.
Einnig fjölgar fólkinu sem fær
smekk fyrir að búa í nágrenni alls
konar miðlægrar
þjónustu og menning-
arlífs miðbæjarins, og
er því tilbúið að leigja
sér gömul hús þar.
Æ fleiri sjá sér leik
á borði að leigja út af-
gangs vistarverur sín-
ar til hins síaukna
straums ferðamanna
frá útlöndum; og
fækkar þá her-
bergjum þeim sem
nemum standa til
boða; og leigan hækk-
ar til samræmis við ferðamenn.
Fjölgun nýbygginga með íbúð-
um dróst og saman eftir hrunið.
Einnig hefur auðu húsnæði
fjölgað eftir hrun: bæði nýbygg-
ingar sem reistar voru á óhag-
kvæmum stöðum, og húsnæði
gjaldþrota fólks sem hið opinbera
hefur leyst til sín.
Skortur er á húsnæði sem ein-
göngu er hugsað til útleigu; hvort
sem það er frá einkaaðilum eða
hinu opinbera; eða sambland af
þessu tvennu.
Nemar og atvinnulausir hneigj-
ast til að búa lengur í foreldra-
húsum; og minnkar það þá mögu-
leika almennra leigukaupenda sem
því nemur, er þetta afgangs hús-
næði minnkar.
Sókn er til þess lífsstíls að vinna
minni yfirvinnu og færri stundir á
viku; og að eiga færri börn. Er þá
líklegt að aukin ásókn í leigu-
húsnæði fylgi í kjölfarið.
(Ekki má svo gleyma þeim Ís-
lendingum sem flytja utan í at-
vinnuleit; en þeir eru einnig lík-
legir til að byrja dvöl sína þar í
leiguhúsnæði; þótt á móti komi að
sumir þeirra séu að skilja eftir
leigubærar húseignir hér heima.)
Ættingjar og venslafólk ganga
oft fyrir þegar leigt er út. Þetta
leiðir til að þorri leigukaupa nýtur
síður undanfarandi fasteignafjölg-
unar en ella. (Einkum þó innflytj-
enda af landsbyggðinni, og fólks
sem kemur ekki af húseign-
arfólki.)
Fleira fólk sækir frá sveit til
borgar, og þá gengur á húsnæðið
sem er fyrir; að óbreyttu.
Kvenkyns langskólanemar eru
nú orðnir rúmlega tvöfalt fleiri en
karlkyns. Það minnkar þá líkurnar
á að þetta fólk pari sig fljótt; með
því að líkur sækir líkan heim.
Þetta stuðlar að fækkun barnafjöl-
skyldna; og þar með að fjölgun
lysthafa leigukaupanna.
Ef fleiri flytjast svo í heilsuspill-
andi leiguhúsnæði, versnar heilsan
hjá fleirum, svo fleiri minnka við
sig vinnu, og hafa þá síður efni á
að komast af leigumarkaðinum.
Ef satt er, að húsakaup Íslend-
inga hafi orsakast af sérlegu óör-
yggi, og ef öryggið hefur farið
vaxandi í samfélaginu síðustu öld-
ina, þá má vænta þess að þörfin
fyrir fjárfestingu í eigin húsnæði
sé að minnka.
Meðalaldurinn er að aukast,
sem og heimaþjónustan, svo
einkahúsnæði eldri kynslóðarinnar
er að komast seinna á leigumark-
að.
Húsnæðisskortur er nú í fang-
elsum landsins, og fleiri af-
brotamenn bíða því afplánunar; og
ganga á meðan á leiguhúsnæðið
sem er til skiptanna.
Að venju vil ég ljúka pistli mín-
um á ljóði úr eigin ranni. Í elleftu
ljóðabók minni, Ævintýraljóðum
(2010), segir svo á einum stað í
hinu langa ljóði Sumarfrísseyð-
ingi:
Húsin minna nú á einnota kassa;
Kuðunga horfinna snigla;
Og þannig er nú mannsævin og
sagan.
Tugir ástæðna fyrir hækkun-
inni á almennum leigumarkaði
Eftir Tryggva V.
Líndal » Þeir sem lentu í
skuldum vegna
óhóflega hækkandi
húsakaupalána, gátu
séð sér hag í að leigja
út hluta síns rándýra
húsnæðis til að hjálpa
til við afborgun þess.
Tryggvi V. Líndal
Höfundur er skáld og
menningarmannfræðingur.
Í löndum múslima
standa nú yfir blóð-
ugar styrjaldir og
hryðjuverkaárásir.
Múslimskir hryðju-
verkamenn ráðast á
kristið fólk og minni-
hlutahópa og
sprengja kirkjur og
byggingar, drepa
presta og flæma fólk
úr húsum sínum. Mis-
munandi trúarhópar múslima berj-
ast innbyrðis og sakar hver annan
um villutrú og hræsni í trúnni
enda kallar Kóraninn þá múslima
sem ekki fylgja trúnni hræsnara.
Og alltaf er opin sú túlkun í íslam
hver sé hræsnari og hver ekki,
enda boðskapur Kóransins meira
en lítið ruglingslegur og mót-
sagnakenndur. Margir halda að
þetta ástand í löndum múslima sé
nýtilkomið og að þar hafi áður ríkt
friður og umburðarlyndi en það er
fjarri sannleikanum. Íslam er
valdakerfi þjóðarmorða og stríðs
og hefur verið komið á með kúgun
og yfirgangi. Það sannar blóðug
slóð jihads þar sem tugir eða
hundruð milljóna mannslífa liggja
í valnum frá upphafi íslams og tal-
an hækkar enn. Og jihad svínvirk-
ar eins og dæmin sanna.
Múslimar fremja hryðjuverk á
Vesturlöndum vegna birtingar
gagnrýni á íslam og Múhameð
(Múhameðsmyndirnar í Danmörku
eru gott dæmi) og afleiðingin er
sú að fjölmiðlar veigra sér nú við
að birta gagnrýni á íslam. Ekki er
furða að hrottinn Adolf Hitler hafi
lýst aðdáun sinni á íslam og Mú-
hameð. Skel hæfir kjafti.
Sagnfræðin á bak við íslam leið-
ir margt áhugavert í ljós. Trúar-
textar múslima segja frá því að
Kóraninn hafi verið skrifaður
fljótlega eftir dauða Múhameðs
árið 632 og að allt lögmál íslams
hafi þá þegar verið fullmótað.
Rannsóknir sagnfræðinga leiða
allt annað í ljós. Á árunum 622-
750 höfðu arabískir vígaflokkar
lagt undir sig þjóðir og lönd frá
Indlandi í austri til Spánar í
vestri. Frá öllu þessu tímabili
finnast engar heimildir eða forn-
minjar þar sem orðin „Múhameð“,
„íslam“, „Kóran“ eða „múslimar“
koma fram. Ekki eitt einasta orð.
Jafnvel orðið Mekka kemur hvergi
fram í skjölum Araba fyrr en heilli
öld eftir dauða Múhameðs. Engar
heimildir minnast á borgina
Mekka. Ef Mekka var ekki til á
þessum tíma, hvernig gat Múham-
eð hafa fæðst í Mekka? Arabarnir
sem lögðu undir sig Jerúsalem og
stjórnuðu þar árið 670 minnast
hvergi á Múhameð og íslam í
skjölum sínum og gögnum. Og
ekki kölluðu þeir sjálfa sig músl-
ima. Trúartextar íslams, þar á
meðal Kóraninn, koma fyrst fram
á sjónarsviðið 150-300 árum eftir
áætlaðan dauðadag Múhameðs.
Eina ályktunin sem hægt er að
draga af þessum staðreyndum er
sú að íslam er lítið annað en póli-
tísk trú og hugmyndafræði sett
fram með fölsunum og blekk-
ingum. Tilbúin trú og stjórnkerfi
sem var ætlað að réttlæta og festa
í sessi arabíska heimsvaldastefnu
sem braut undir sig lönd og þjóðir
með fjöldamorðum, þrælasölu,
skattpíningu og kúgun. En eitt er
víst, þegar trúartextar íslams
koma loks fram, harðnaði jihad til
mikilla muna og árásir og kúgun
undir stjórn Araba
jukust stórlega.
Trúarleg og pólitísk
innræting undir íslam
komst í það form sem
við nú þekkjum.
Og blekkingarnar í
kringum Islam eru nú
á fullum dampi á Ís-
landi. Vinstriflokk-
arnir á Íslandi, Sam-
fylkingin, Vinstri
grænir og hópar þeim
tengdir, hafa ein-
hverra hluta vegna
ákveðið að taka þessa illu hug-
myndafræði upp á sína arma og
verja hana. Fjölmiðlar þessara
hópa hafa birt fjölda greina og
viðtala við múslima þar sem
fjallað er um ágæti Múham-
eðstrúar og friðarvilja múslima.
Ekki er þar minnst einu orði á
neikvæðu hliðarnar, s.s. kúgun
kvenna og daglegar hryðjuverka-
árásir múslima. Þeir sem gagn-
rýna íslam eru svo sagðir vera
fordómafullir, fáfróðir og rasistar.
Fjöldi múslima á Íslandi er oft og
iðulega ýktur í þessum frétta-
miðlum. Talað er um að sam-
komustaðir þeirra, sem ýmist eru
kallaðir menningarsetur eða
moskur, séu löngu sprungnir utan
af þeim. Fullyrðingar eins og að
þúsund manns (talan 2000 hefur
jafnvel heyrst) séu í einu trúfélagi
þeirra hefur verið varpað fram.
Skráning Hagstofu Íslands og
myndir sem oft fylgja þessum
pistlum gefa þó til kynna allt aðra
mynd, þar sem nokkrir ein-
staklingar koma saman til bæna.
Meira að segja í kristnifræði-
kennslu í grunnskólum á Íslandi
hefur verið laumað inn bók um
Múhameðstrú. Þar er kennd bók
eftir Þorkel Ágúst Óttarsson, sem
ber heitið „Islam – að lúta vilja
Guðs“. Þar er börnum á Íslandi
kennt að Múhameð hafi verið spá-
maður Guðs og mikið góðmenni
og barnavinur. Ekki er þar vikið
einu orði að kúgun og illsku sem
fær þrifist undir íslam að fyr-
irmynd Múhameðs, eða þá sagn-
fræðilegum staðreyndum eins og
þeirri að guðinn Allah var ekkert
annað en eitt af heiðnum skurð-
goðum Araba fyrir tíma íslams og
hefur ekkert með Guð Biblíunnar
að gera. Múslimar eru fyrst og
fremst fórnarlömb íslams og þeim
verður ekki hjálpað með því að
styðja og réttlæta íslam. Múslim-
um verður best hjálpað með því
að styðja þá í að yfirgefa íslam.
Ef þú ert múslimi sem lest þessi
orð hvet ég þig til að skoða með
opnum hug sannleikann á bak við
íslam og einfaldlega yfirgefa
þessa hugmyndafræði og fé-
lagsskapinn sem vinnur að upp-
gangi hennar. Kóraninn segir Al-
lah vera bestan allra í
blekkingum. Biblían segir Djöf-
ulinn vera föður lyginnar. Líkast
til er sannleikskorn í hvoru
tveggja.
Moskur, lygar
og blekkingar
Eftir Ásgeir
Ægisson
»Eina ályktunin
sem hægt er að
draga af þessum stað-
reyndum er sú að
íslam er lítið annað
en pólitísk trúarbrögð
og hugmyndafræði sett
fram með fölsunum.
Ásgeir Ægisson
Höfundur er verkfræðingur.