Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 2. september. Barnavagnar Kerrur Bækur Leikföng Ungbarnasund Fatnaður FatnaðurBarnaljósmyndir Öryggi barna Gleraugu Uppeldi Námskeið SÉRBLAÐ Börn og uppeldi Víða verður komið við í uppeldi barna, í tómstundum, þroska og öllu því sem viðkemur börnum. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað tileinkað börnum og uppeldi föstudaginn 6. september Skrídagur 10-17 Föstudagurinn langi lokað Laugardagur 10-17 Páskadagur lokað Annar í páskum lokað Gæði reynsla fagmennska Full búð afgóðgæti um páskana Opnunartími yfir páskana María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Þórarinn Jónsson er naut- gripabóndi á Hálsi í Kjós. Það hafði lengið blundað í honum sá draumur að eignast grillbíl og grilla hamborgara fyrir landann. Sá draumur rættist fyrir skömmu þegar Tuddinn var auglýstur til sölu. „Leitin að svona bíl hafði staðið yfir í þónokkurn tíma og ég var svo ánægður þegar ég sá þennan bíl auglýstan til sölu á bland.is að ég keypti hann án þess að hugsa mig tvisvar um. Ég verð þó að viðurkenna að ég keypti að vissu leyti köttinn í sekknum en bíllinn var í heldur verra ásig- komulagi en ég hafði gert mér grein fyrir,“ segir Þórarinn. „Bíll- inn kom upphaflega frá hernum og er af tegundinni Chevrolet. Það eru fáir slíkir til á Íslandi og flest- ir þeirra eru í döpru ástandi. Það þurfti því aðeins að lappa upp á bílinn.“ Gefandi að grilla fyrir fólk Þórarinn segir að borgararnir hafi mælst vel fyrir. „Við höfum ferðast bæði hér innan Kjós- arinnar, um Hvalfjarðarströnd og í nærsveitum auk þess sem við höfum stundum verið á Lækj- argötu. Það er einstaklega gefandi að grilla fyrir fólk en margir gera sér far um að koma aftur til þess eins að hrósa borgurunum. Í fyrstu hélt ég að verið væri að gera grín en svo reyndist ekki vera. Það er mjög skemmtilegt fyrir bónda eins og mig að taka þátt í að innleiða slíka mat- armenningu og vonandi kemst hún betur á skrið hér á Íslandi. Þá höfum við verið mikið að taka þátt í hvers kyns viðburðum og hópefli hjá fyrirtækjum en margir hafa gaman af því að koma í sveitina og njóta þess sem þar er í boði og láta svo grilla fyrir sig um kvöld- ið.“ Bíll sem fær fólk til að hlæja Þá vekur bíllinn mikla athygli á vegum úti. „Það er mikið ævintýri að keyra þennan bíl og hann vek- ur jafnan mikla en góðlátlega at- hygli. Það eru allir brosandi og hlæjandi að honum þegar ég keyri um á honum enda er hann vægast sagt sérstakur í útliti. Mesta æv- intýrið sem við höfum lent í var þó þegar það sprakk dekk á bílnum og við þurftum að stöðva hann úti í vegarkanti nálægt strætóakrein á Miklubrautinni. Þá kom mest á óvart hvað bílstjóri Strætó var dónalegur við okkur. Það var bara flautað á mann með hnefann á lofti. Ég var mjög hissa á því,“ segir Þórarinn að lokum. Vekur athygli á Tuddanum  Nautgripabóndi lét gamlan draum rætast og selur hamborgara úr grillbíl  Segir það ævintýri líkast að keyra um á Tuddanum á vegum landsins Morgunblaðið/RAX Tuddinn Þórarinn Jónsson við grillbílinn. Þórarinn rekur einnig ásamt konu sinni Matarbúrið sem er sérverslun með ungnautakjöt. Þar má einnig finna ýmsar aðrar vörur á borð við heimagerðar sultur, chutney og hlaup. Þórarinn og kona hans Lisa Boije Af Gennas hafa verið á ferðinni í sumar og boðið upp á borgara sem hafa fallið vel í kramið hjá land- anum. „Hér á bænum erum við með grasfóðraðar holdakýr. Í stað þess að senda kýrnar til slátrunar og vita svo ekkert hvað verður um kjötið þá tökum við kjötið heim aftur, pökkum því inn og seljum hér á staðnum. Það fellur mikið til af hakki og þá var það rökrétt að bjóða líka upp á hamborgara,“ segir Þórarinn. Þá vekur nafn bíls- ins sérstaka athygli en hann heitir Tuddinn. „Þetta nafn kom þegar við vorum fyrst að byrja að grilla hamborgara fyrir fólk en þá var oft spurt hvort þetta væru ekta tuddaborgarar og var þá að meina hvort um ekta nautakjöt væri að ræða. Þá er nafnið líka viðeigandi vegna þess að hér á býlinu eru margir tuddar.“ Grasfóðraðir tuddaborgarar HEIMAVINNSLA Á HÁLSI Í KJÓS Smásala úr söluvögnum og á mörk- uðum ríflega tvöfaldaðist á árunum 2010 og 2012, fór úr 1.081 milljón í 2.261 milljón króna. Vakin er at- hygli á þessu í Árbók verslunar- innar 2013 og segir ritstjóri ritsins, Emil B. Karlsson, að ekki liggi fyrir ítarlegar upplýsingar um þessa vaxandi verslunargrein. Gögnin eru sótt á vef Hagstofu Íslands og byggjast á vsk-skýrslum fyrirtækja sem selja vörur úr vögn- um og á mörkuðum. Viðkomandi rekstur þarf því að vera í skráðum félögum til að veltan komi fram hjá Hagstofunni. Á mörgum mörk- uðum er tekið við greiðslum með reiðufé án þess að reikningur sé gefinn út og er sala því ekki skráð. Meðal fyrirtækja í þessari grein sem hafa vaxið á síðustu árum er Partýkerran ehf. en það er í eigu mæðgnanna Erlu Sveinsdóttur og Telmu Einarsdóttur. Að sögn Telmu hófst reksturinn í tjaldi sum- arið 2009. Áfram var selt úr tjaldi 2010 en frá árinu 2011 hafa mæðg- urnar selt kandífloss, ísmulning, öðru nafni krap, blöðrur, sælgæti og aðrar vörur úr kerru. Segir Telma mæðgurnar nú koma við á 15 útihátíðum um allt land. Rekst- urinn sé orðinn að fullu starfi fyrir þær á sumrin. baldura@mbl.is Smásala úr söluvögnum og á mörkuðum Velta skv. vsk.skýrslum, án vsk.* *Í milljónum króna. Heimild: Hagstofa Íslands 2010 2011 2012 1. 0 81 1. 68 7 2. 26 1 Sala úr vögnum eykst hratt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.