Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Darri Ingólfsson fluttist til Los Angeles fyrir um fjórum árum, en hafði þá búið í London síðan hann fór þangað í leiklistarnám árið 2000. Rétt áður fór hann með aðal- hlutverkið í kvikmyndinni Boðberi hér heima. Eftir að hafa landað nokkrum hlutverkum í stutt- myndum og auglýsingum úti hljóp á snærið hjá honum, hann fékk hlut- verk í nýrri þáttaröð sjónvarps- stöðvarinnar ABC, Last Resort. Tók þá boltinn að rúlla og hann hreppti hlutverk í áttundu röð hinna gríðarvinsælu sjónvarpsþátta Dex- ter sem nú er verið að sýna í Banda- ríkjunum. Þættirnir segja af rað- morðingjanum Dexter sem starfar sem tæknimaður hjá morðrannsóknardeild lögreglunnar í Miami. Þar eru m.a. rannsökuð morð sem Dexter hefur framið og tekst honum hvað eftir annað að hylja spor sín. Darri segir engan vafa á því að hlutverk hans í Last Resort hafi hjálpað til við að landa hlutverkinu í Dexter. „Casting director“ Dexter, þ.e. maðurinn sem sér um leikaraval í þættina, hafði samband við um- boðsmann Darra og bað um fund með honum. Eftir að umbinn sendi leikmyndskeið á framleiðendur þáttanna bað sá maður um að Darri læsi líka nokkur atriði þegar hann kæmi. „Við tókum upp tvö eða þrjú atriði á myndband og daginn eftir var hringt og tilkynnt að búið væri að ráða mig í sjö þætti,“ segir Darri og hlær. „Yfirleitt er rosalegt ferli að komast inn í þessa þætti. Þú þarft að fara í prufu eftir prufu og sjónvarpsstöðin þarf að samþykkja þig og fleiri,“ segir Darri. Hann hafi því í raun verið ótrúlega heppinn. Fagmaðurinn Hall -Hvaða hlutverk ferðu með í þátt- unum? „Ég er að leika kærasta ná- grannakonu Dexters. Hún er myrt með hroðalegum hætti og þá fer ég að veita löggunni í Miami aðstoð við rannsókn málsins,“ segir Darri. Hann hafi m.a. leikið á móti stjörnu þáttanna, Michael C. Hall, sem fer með hlutverk Dexters. „Ég fékk svolítið skemmtilegar senur með honum,“ segir Darri og ber lof á leikarann. „Hann er alveg frábær, ótrúlega gefandi gaur. Hann sýndi mér mikla virðingu og tók starfið mjög alvarlega. Það var gaman að vinna með honum,“ segir Darri og bætir því við að greinilegt sé að Hall sinni starfi sínu af ástríðu. „Að vinna með fólki sem er vel þjálfað, gott í sínu starfi gerir vinnuna manns léttari. Þá dettur maður þægilega inn í senuna.“ -Þú bjóst líklega ekki við því fyrir ári síðan að fá hlutverk í Dexter? „Nei, ég var einmitt í líkamsrækt- arstöð í fyrra sem hún Jennifer [leikkonan Jennifer Carpenter sem leikur systur Dexters] var að æfa í og maður var á hlaupabrettinu að velta því fyrir sér hvað það væri nú gaman að leika í Dexter,“ segir Darri og hlær. „Maður fer oft í pruf- ur sem maður er kannski ekkert rosa spenntur yfir en væri samt gott að fá bæði fyrir frama og fé. Svo að fá hlutverk í þáttum sem maður dá- ist að er í raun algjör draumur.“ Lögreglumaðurinn Hannes -Nú ertu að leika í Borgríki 2: Blóð hraustra manna. Ferðu með aðalhlutverkið í henni? „Já, það má segja það, hann er ein af aðalpersónum sögunnar en þetta er samt mjög mikil „en- semble“ mynd,“ segir Darri sem leikur lögreglumanninn Hannes í myndinni. „Ég hoppaði upp í flugvél þremur dögum eftir að ég kláraði Dexter og missti af lokapartíinu, það var frekar súrt,“ segir Darri og hlær. En hver er þessi Hannes? „Pabbi hans er gömul kempa úr löggunni sem allir þekkja og hann er að reyna að feta í fótspor hans. Myndin byrjar á því að hann er að reyna að koma sér inn í sérsveitina, tekst það ekki nógu vel og þá fer hann að vinna í annarri deild hjá löggunni. Þá kemst hann í kynni við þennan glæpaheim sem við þekkjum úr hinni myndinni, fer að kynnast öll- um þeim persónum,“ segir Darri og bætir því við líklega megi hann ekki segja meira um söguþráð mynd- arinnar. -Hvað er svo framundan hjá þér? „Það eru alltaf nokkur járn í eld- inum en það þýðir litið að vera að tala um hluti í þessum bransa fyrr en eftir á. Annars er þetta föð- urhlutverk sem ég var að landa fyr- ir nokkrum vikum rosa spennandi! Hlakka til að takast á við það,“ segir Darri, eldhress. Gaman að vinna með Dexter  Darri Ingólfsson fer með hlutverk í nýjustu þáttaröðinni um Dexter  Fer með eitt af aðalhlutverkunum í Borgríki 2 Raðmorðingi Darri í hlutverki Saxon í þáttaröðinni Dexter. Hér tekur hann í spaðann á raðmorðingjanum sem Michael C. Hall leikur. Margir hafa kvartað yfirsumrinu en nokkrarbækur hafa vonandilétt fólki lífið og spennusagan Fórnargjöf Móloks eftir Åsu Larsson er einn helsti sumarsmellurinn í ár. Frábær krimmi. Lögfræðingurinn og rithöfund- urinn Åsa Larsson hefur áður sýnt hvers hún er megnug. Hún heldur sig við heimaslóðir í Kiruna í Lapp- landi og afraksturinn er enn einn frábær tryllir sem sumir gagnrýn- endur hafa sagt vera bestu bók hennar. Þetta er saga um yfirvald og al- múga í Svíþjóð, þá sem ráða og þá sem á er traðkað, sjálfskipað vald þeirra sem stjórna, snobb og kúg- un, ástir og afleiðingar þeirra, þar rekja til fortíðar þar sem kennslu- konan Elina Pettersson og ráðs- konan Klara Andersson, kölluð Flisa, standa í ströngu vegna yf- irgangs og ruddaskapar yfirmanna, þar sem námufógetinn Fasth er ógeðslegri en allt sem ógeðslegt er. Vel gerðar mannlýsingar. Sagan er spennandi, uppbygg- ingin góð, persónulýsingar frábær- ar og endalokin óvænt. Flott upp- skrift, mikill hraði og góð útkoma. Grípandi „Sagan er spennandi, uppbyggingin góð, persónulýsingar frábær- ar og endalokin óvænt,“ segir rýnir um bók Åsa Larsson. Óvænt endalok í sumarsmelli ársins Spennusaga Fórnargjöf Móloks bbbbn Eftir Åsu Larsson. Íslensk þýðing: Eyrún Edda Hjörleifs- dóttir. Kilja. 410 bls. JPV útgáfa 2013 STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR sem besti vinur mannsins kemur mikið við sögu. Að fórna barni fyrir veraldleg gæði, eins og höfundur segir í inngangsorðum. Rebecka Martinsson er í aðal- hlutverki sem fyrr við að leysa sakamál og morðgátu, þótt Carl von Post nái að ýta henni til hliðar og fái að vera í sviðsljósinu lengur en hann hefði viljað – eftir á að hyggja. Frábærar andstæður. Glæpir nútímans eiga rætur að MÁ BJÓÐA ÞÉR SÆTI Á BESTA STAÐ? Fjórar sýningar á 13.900 kr. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fös 30/8 kl. 19:30 Sun 1/9 kl. 19:30 Lau 7/9 kl. 19:30 Lau 31/8 kl. 19:30 Fös 6/9 kl. 19:30 Sun 8/9 kl. 19:30 "Fullkomin útfærsla á skáldsögunni" SÁS Fréttablaðið Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 25/8 kl. 14:00 Aukas. Sun 1/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas. Aðeins þessar þrjár sýningar! Maður að mínu skapi (Stóra sviðið) Lau 14/9 kl. 19:30 Frums. Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 7.sýn Fim 19/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/9 kl. 19:30 5.sýn Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 6.sýn Nýtt íslenskt leikrit eftir Braga Ólafsson! Hættuför í Huliðsdal (Kúlan) Sun 8/9 kl. 16:00 Frums. Lau 14/9 kl. 16:00 3.sýn Lau 14/9 kl. 13:00 2.sýn Sun 15/9 kl. 13:00 4.sýn Hugrakkir krakkar athugið - aðeins þessar sýningar! Harmsaga (Kassinn) Fös 20/9 kl. 19:30 Frums. Lau 21/9 kl. 19:30 2.sýn Nýtt leikrit eftir Mikael Torfason SÝNINGAR HEFJAST AFTUR 7. SEPTEMBER! EINLEIKIN GAMANSEMI Í HÖRPU „Sprenghlægileg sýning fyrir allan aldur!“ - Sirrý, Rás 2 Gleðilegt nýtt leikár! Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 6/9 kl. 19:00 1.k Fös 13/9 kl. 19:00 5.k Fös 20/9 kl. 19:00 9.k Lau 7/9 kl. 19:00 2.k Lau 14/9 kl. 19:00 6.k Lau 21/9 kl. 19:00 10.k Sun 8/9 kl. 15:00 3.k Sun 15/9 kl. 15:00 7.k Sun 22/9 kl. 13:00 11.k Fim 12/9 kl. 19:00 4.k Fim 19/9 kl. 19:00 8.k Fös 27/9 kl. 19:00 12.k Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Rautt (Litla sviðið) Fim 5/9 kl. 20:00 1.k Fim 12/9 kl. 20:00 3.k Fös 20/9 kl. 20:00 5.k Sun 8/9 kl. 20:00 2.k Sun 15/9 kl. 20:00 4.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Fös 4/10 kl. 20:00 frums Fim 10/10 kl. 20:00 4.k Sun 13/10 kl. 20:00 7.k Lau 5/10 kl. 20:00 2.k Fös 11/10 kl. 20:00 5.k Sun 6/10 kl. 20:00 3.k Lau 12/10 kl. 20:00 6.k Benni Erlings, Bragi Valdimar og Megas seiða epískan tón - sjónleik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.