Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 ✝ Jónas ViðarSveinsson fæddist á Akureyri 2. febrúar 1962. Hann lést á Land- spítalanum í Reykjavík 12. ágúst 2013. Foreldrar hans voru Sveinn Reyn- ir Pálmason, f. 26. apríl 1939, og Her- borg Aðalbjörg Herbjörnsdóttir, f. 17. júní 1942. Bræður Jónasar eru: Björn Halldór Sveinsson, f. 10. janúar 1963, eiginkona hans er Kristín Hrönn Hafþórsdóttir, f. 31. jan- úar 1969; Birgir Örn Sveins- 1994 þar sem hann útskrifaðist með hæstu einkunn. Eftir nám fluttist hann aftur til Íslands, bjó fyrst á Akureyri um tíma, síðan í Reykjavík og aftur í heimabænum í nokkur ár. Frá aldamótum starfaði hann nær eingöngu við myndlist, en kenndi reyndar lítillega og starfaði við leikhús. Á Ak- ureyri stofnaði hann og rak Jónas Viðar Gallerý í Lista- gilinu en bjó síðustu misserin í Reykjavík á ný, þar sem hann rak galleríið áfram, við Lauga- veg. Jónas hélt yfir fjörutíu einkasýningar hér heima og er- lendis og tók þátt í fjölda sam- sýninga. Undanfarin ár fékkst Jónas einkum við að túlka ís- lenskt landslag í myndröð sem hann nefndi Portrait of Ice- land. Útför Jónasar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 23. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 13.30. son, f. 11. maí 1964, eiginkona hans er Svala Jó- hannsdóttir, f. 30. janúar 1968. Eiginkona Jón- asar var Sólveig Baldursdóttir myndhöggvari. Þau skildu. Dóttir þeirra er Karlotta Dögg Jónasdóttir, 21 árs. Sólveig átti fyrir dótturina Eddu Hrund Guðmundsdóttur Skagfield. Jónas Viðar stundaði nám við Myndlistaskólann á Ak- ureyri 1983-1987 og framhalds- nám við Accademia Di Belle Arti Di Carrara á Ítalíu 1990- Elsku frændi. Nú nokkrum dögum eftir andlát þitt finnst mér jafnóraunverulegt að þú sért far- inn og þegar pabbi hringdi í mig til að færa mér þessar sáru fréttir. Síðan þá hefur hugur minn verið hjá þinni nánustu fjölskyldu sem misst hefur mikið. Við hittumst síðast í lok júlí á ættarmóti fjöl- skyldunnar í Snæhvammi þar sem virðing, gleði og glens var við völd. Mér hefur aldrei leiðst að hitta ykkur bræðurna þar sem þið voruð svo skemmtilega „ruglaðir“ samankomnir. Það klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og nú í dag eru samverustundir stórfjöl- skyldunnar á þessu ættarmóti ómetanlegar og verða geymdar með hlýju í hjarta. Þú skilur eftir þig hæfileika- ríka og yndislega dóttur sem þú varst svo stoltur af og fjölskyldu sem á eftir að sakna þín sárt. Glensið verður ekki eins án þín. Elsku Karlotta Dögg, Ebba frænka og aðrir aðstandendur. Ykkur votta ég mína dýpstu sam- úð. Kæri frændi, nú málar þú inn í eilífðina. Þín frænka, Katrín Heiða. Elsku Jónas. Ekki átti ég von á því þegar þú komst austur í Breiðdalinn í sumar að það yrði í síðasta sinn sem ég hitti þig, en þér er greinilega ætlað eitthvað stórt annars staðar. Ég trúi því að Elísabet amma, Herbjörn afi og Kjartan hafi tekið vel á móti þér og þú sért málandi inn í nóttina á nýja staðnum. Jónas, þú varst gull af manni og ég er heppin að hafa þekkt þig. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Innilegar samúðarkveðjur sendi ég ykkur, Karlotta, Ebba, Bjössi, Biggi og fjölskyldur. Elva Bára. Nú er Jónas frændi minn og jafnaldri horfinn á braut. Það kvarnast hratt úr hópi okkar systkinabarnanna, ekki nema tæpt ár frá því að Sveinn Pálmar bróðir minn lést, aðeins 38 ára að aldri. Í útförinni hans var Jónas galvaskur að vanda og að hann ætti ekki eftir að lifa árinu lengur er hreint ótrúlegt. Ég er svo heppin að eiga góða minningu, umfram aðrar góðar minningar um Jónas, á stofu- veggnum heima hjá mér. Þ.e. sér- pöntuð „blá mynd“, málverk sem heitir „Portrait of Iceland no:0000079 Lake Hraunsvatn“. Auðvitað sótti Jónas myndefnið í Hraun í Öxnadal, en þar bjuggu langafi okkar og -amma þegar við vorum börn. Hraun var honum alla tíð mjög kært og myndefni margra af hans málverkum, á sama hátt og það var yrkisefni margra ljóða forvera hans, Jón- asar Hallgrímssonar. Málverkið mitt sýnir hringlaga gárur á vatninu, óendanlegar út frá miðjunni, kyrrð og ró eilífð- arinnar. Með söknuði kveð ég Jónas sem er nú horfinn inn í eilífðina, inn í miðju málverksins. Hvíldu í friði frændi. Sóley Jónsdóttir. Á svartri drossíu niður Lauga- veginn, svalur eins og ís, í svartri skyrtu, nýpressuðum buxum, angandi af Roma. Listamaðurinn sem málaði hálfnakin módel ímyndunar inn í nóttina. Dular- fullur maður, hávaxinn með brot- ið nef. Laugardagsferðirnar í sund- laugina þar sem sólin skein og áhyggjurnar voru engar. Kvöldin sem við eyddum í sófanum með bönnuðum myndum og listamað- urinn málaði inn í nóttina. Þegar við hlupum um leikhúsið og dul- arfulli listamaðurinn þjónaði til- gangi Búkollu í þykkum víruðum flísbúning. Heimurinn lá að fótum okkar þegar við sátum eins og fullorðnar skvísur í gallajökkum inni á dumbrauðum kaffihúsum og spjölluðum við listamenn og aðra sérvitringa. Hetjan okkar stóra sem kom fram við okkur eins og fullorðnar konur en ekki smáskotturnar sem við vorum, virti skoðanir okkar og studdi okkur í heimskupörum okkar. Al- veg sama þótt við værum vakandi langt fram eftir öllu og leyfði okk- ur að stússast í kringum lista- verkin sín. Færði okkur inn í heim sem við munum aldrei gleyma. Var okkur sem innblástur, partur af gullfallegum og sólríkum æsku- minningum sem verma hjartað í dag. Ótrúlega fannst mér ég vera orðin fullorðin þegar ég sat með þráðbeint bakið, íklædd skyrtu og síðpilsi, hælaskóm með uppsett hár og spjallaði við listamenn um verk dularfulla frænda míns á galleríinu hans. Ég var stór stelpa sem vissi allt um list frændans. Fór á listaverkaopnanir og stóð með annan handlegginn sperrtan undir hinn, mundaði vínglas með eplasíder og virti fyrir mér listina að fullorðinna sið. Að vera tekið inn í þennan heim svo áreynslu- laust, hvort sem það var á lista- verkasýningum eða heima á kvöldin í stóra svarta leðursófan- um með hryllingsmynd í tækinu, listamaðurinn hlæjandi að skríkj- um smástelpnanna, ástin sem ég fann fyrir frá honum þegar hann spurði mig um líðan mína eftir erfiða tíma. Listamaðurinn sem gerði lífið að listinni sinni og vildi öllum vel. Dularfulli listamaðurinn sem ekkert átti nema svört föt og svínslegan húmor, karakter sem enginn hefði getað skáldað. Alltaf var talað um þá þrjá bræðurna eins og hið ódauðlega þríeyki, á mannamótum þar sem þeir komu saman var aldrei neitt annað en hlátur, gleðitár og hamingja. Listamaðurinn dularfulli sem ég dáðist svo að og elskaði sem minn eigin föður situr nú í fjarlægum heimi með pensilinn í annarri, pa- lettuna í hinni og gullfallegt, suð- rænt módel á rauðum legubekk fyrir framan sig. Þótt einhverjir hafi séð lista- manninn aðeins sem dularfullan, svartklæddan, rauðvínsdrekk- andi sérvitring þekkti ég góða sál, mann með stórt hjarta, þó hann, eins og margir aðrir þjáðir lista- menn, kynni ekki að nota það. Stórbrotinn persónuleika, hlátur- mildi og góðlæti þekkti ég í þess- um svartklædda, stórgerða manni sem vildi allt fyrir alla gera. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér og okkur, óviljandi eða beint, í gegnum slæma hluti og góða. Það verður erfitt að kveðja þig svo stuttu eftir að allt leit út fyrir að vera batnandi, svo löngu fyrir þinn tíma, elsku frændi. Málaðu inn í nóttina, kæri vin. Silja Björk Björnsdóttir. Elsku hjartans mágur minn og vinur Jónas Viðar, nú er komið að mér að tárast. Það er þyngra en tárum taki að kveðja þig svona skyndilega langt fyrir aldur fram. Það sem ég á eft- ir að sakna þín elsku vinur. Í fal- legri minningunni lifa ófá samtöl- in þar sem málin voru krufin. Lögin sem þú settir á Facebook- vegginn minn, sum hallærisleg en önnur hugljúf og falleg. Góðlátleg óþrjótandi stríðnin. Húmorinn. Einlægt samband og samstaða ykkar bæðra. Ást þín og stolt til elsku sólargeislans Karlottu dótt- ur þinnar. Hlýja þín og kærleikur. Vinátta okkar telur rúm 27 ár og á þá vináttu brá ekki skugga. Aldrei rifumst við þó að við vær- um ekki alltaf sammála. Við náð- um vel saman og þú sagðir gjarn- an: „Við vatnsberarnir skiljum hvor annan.“ Alla tíð áttum við einlæga og fallega vináttu sem var mér ómetanleg. Virðing ykk- ar bræðranna,væntumþykja og ást hvers í annars garðs var ein- stök. Það var yndislegt að upplifa svona einlægt og fallegt bræðra- lag í gegnum súrt og sætt. Björn bróðir og Birgir bróðir eiga eftir að sakna þín sárt. Ég er svo þakklát fyrir þær stundir sem við áttum öll saman nú í sumar. Grill hjá Bigga og Svölu þar sem bræðurnir þrír, mágkonurnar tvær og börnin öll nutu kvöldsins saman. Eftir þessa skemmtilegu kvöldstund skrifaðir þú fallega stöðufærslu á Facebo- ok: „Var í frábæru matarboði/ grilli með bræðrum mínum, mág- konum og öllum krakkaskaran- um. Hreint frábært kvöld með fólki sem maður elskar. Takk fyr- ir mig.“ Ég veit svo vel hvað þér, bræðrum þínum og okkur öllum þóttu slíkar samverustundir dýr- mætar. Við hittumst svo í síðasta sinn í lok júlí á niðjamóti í sveit- inni þinni, Snæhvammi. Þar átt- um við ógleymanlega helgi með móðurfólki ykkar og fjölskyld- unni. Aldrei hvarflaði að mér, elsku vinur, að það væri í síðasta skipti sem við hittumst í jarð- nesku lífi. Það dylst engum að þú varst hæfileikaríkur listamaður. Á heimili okkar Bjössa eru falleg listaverk þín uppi um alla veggi. Þegar ég varð fertug, eða eins og þú sagðir „gömul kelling“, komst þú með stóra mynd handa mér; „Portrait of Iceland Hraun og mosi“. Ég varð svo hrærð að ég mátti vart mæla en þú tókst þétt utan um mig með stóra faðminum þínum og hvíslaðir að mér: „Það er ekkert of gott fyrir góðu mág- konu mína.“ Minningin um fallega einlæga sál og góðan hugljúfan mann mun verða ljós í lífi okkar allra. Ég set allar mínar hugsanir og ást til þín í þennan fallega texta sem minnir á málverk eftir þig og kveð þig með einlægum söknuði, elsku vinur. Heim á leið held ég nú, hugurinn þar er. Ljós um nótt lætur þú loga handa mér, loga handa. Það er þyngsta raun þetta úfna hraun. Glitrar dögg, gárast lón, gnæfa fjöllin blá, gnæfa fjöllin. Einn ég geng, einni bón aldrei gleyma má, aldrei gleyma. Löng er för, lýist ég lít samt fram á veg Heim á leið held ég nú, hugurinn þar er, hugurinn þar. Ljós um nótt lætur þú loga handa mér, loga handa. Það er þyngsta raun þetta úfna hraun. (Einar Georg Einarsson) Hvíldu í ást og friði, elsku mág- ur minn og vinur. Þín mágkona, Kristín Hrönn Hafþórsdóttir. Aldrei hefði mig órað fyrir því að síðla sumars 2013 sæti ég með angur í hjarta að skrifa minning- arorð um vin minn Jónas Viðar Sveinsson. Brotthvarf hans er óraunverulegt, kannski á ein- hvern hátt fáránlegt, í það minnsta hörmulegt. Jónas Viðar var hæglátur mað- ur sem reyndist vinum sínum vel en hafði ekki á stefnuskrá sinni að eignast þá of marga. Hann hélt sjaldnast langar einræður en tal- aði í meitluðum setningum, gjarn- an hlöðnum hárfínu skensi. Ef maður svaraði í sömu mynt þá glotti hann með augunum. Þótt við værum báðir Akureyr- ingar og jafnaldra þá kynntist ég Jónasi Viðari ekki fyrr en ég flutti aftur heim vorið 2002. Hann sat við „Ásinn“ á Café Karólínu, mældi mann út sposkur, lét ein- hver meinhæðin gullkorn falla og dreypti íbygginn á espressóinu sínu. Öðrum stundum gjóaði hann til manns auga úr sama sæti, laut höfði og sagði harla fátt en hélt síðan hægum skrefum sinn veg. Jónas Viðar var hugsjónamað- ur í myndlist sinni. Hann lét eng- an afvegaleiða sig heldur sat fast- ur við sinn keip og málaði linnulítið stór lagskipt málverk af landslagi, stundum ljósblá og björt, stundum svo dimm að vart mátti greina formin. Einu sinni sem oftar þegar hann var blankur lagði ég til að hann fengi sér vatnsliti. Hann skyldi mála litlar sætar akvarell- ur og selja ódýrt. Þó ekki væri nema til að eiga fyrir salti í graut- inn þegar enginn virtist hafa ráð á stóru myndunum. Hann jánkaði því, glotti og sagðist vera farinn að vatnslita. Fékkst síðan áfram við stóru flekana sína, lagskiptu verkin. Mér er til efs að í fórum hans hafi fundist vatnslitir. Minningarnar hrannast upp þegar ég hugsa um Jónas Viðar: Síðdegin og kvöldin á Karólínu. Kaffibollar í Eymundsson. Ham- borgarar á Bautanum. Þegar hann sótti mig vegvilltan á BMW- inum í Öxnadalinn. Þegar við svif- um yfir Moldhaugnahálsinn og ég hélt mér fast en hann hló lág- stemmt. Þegar við fluttum inn- réttingarnar hans úr Gilinu suður Jónas Viðar Sveinsson Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku afi. Er svo glöð að hafa eytt síðustu verslunarmannahelgi með þér og fjölskyldunni uppi í sumarbústað á Blönduósi. Þar áttum við góðar og skemmtilegar stundir. Leó Örn er mikið búinn að hugsa um hvernig hann geti nú heimsótt þig. Takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem við höfum átt í gegnum lífið. Marý og Leó Örn. Ég man þegar ég var lítil og kom til þín þegar ég fékk lummur hjá ömmu og bað þig um að setja Kolbeinn Ólafsson ✝ Kolbeinn Ólafs-son fæddist í Syðri-Götu í Fær- eyjum 21. október 1938. Hann lést 11. ágúst 2013. Útför Kolbeins fór fram frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 17. ágúst 2013. sírópið á þær, ég vissi að ég fengi sko góðan skammt hjá þér. Við áttum það sameiginlegt að finn- ast gott að fá okkur eitthvað sætt og gott. Það var alltaf gott að koma til ykk- ar á yngri árum. Ég vissi að ég væri velkomin og þér þætti vænt um mig og það var allaf gott að kyssa þig bless, það var líka svo góð lykt af þér, elsku afi. Mér fannst rosa gaman að koma í heimsókn til þín með Tuma, Tumi fann sko alveg að þér þætti vænt um hann, enda varst þú sko í uppáhaldi og gaman var að fylgjast með hvað ykkur þótti vænt hvorum um annan. Elsku afi minn, vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Ég er svo þakklát fyrir að hafa þekkt þig og þakklát fyrir hvað þú varst allt- af góður við mig . Við Tumi munum sakna þín mikið, elsku afi . Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Signý Njálsdóttir. Kveðja frá knattspyrnu- deild Breiðabliks Við fráfall Konráðs sér knatt- spyrnudeild Breiðabliks á bak traustum félaga. Konni, eins og flestir Blikar þekktu hann hversdags, var félagsmaður af lífi og sál og það er gæfa hvers félags að á fjörur þess reki fólk af hans tagi. Leiðir Konna og Breiðabliks lágu fyrst saman á árunum fyrir 1970 þegar nafni hans og yngsti sonur, hóf að sparka leðurtuðru á Vallargerðisvelli. Á þessum ár- um var knattspyrnudeild Breiðabliks að slíta barnsskón- um, en framundan ár mikillar uppbyggingar og breytinga. Konni lét strax til sín taka og var æ síðan virkur félagi í knatt- spyrnudeildinni. Til að byrja með starfaði Konni mest með styrktarmannafélagi knatt- spyrnudeildarinnar sem hann og nokkrir valinkunnir Blikar stofnuðu og hann varð burðar- ásinn í getraunastarfinu sem óx mjög á þessum árum og var mikilvæg fjáröflun. Árið 1981 fór Konni svo að hafa hönd í bagga með búningamálum og fleiru varðandi meistaraflokk karla uns hann tók alfarið að sér liðsstjórn þess flokks. Því starfi sinnti hann svo næstu 23 árin, ásamt setu í meistaraflokksráði, til loka árs 2003 er hann lét af störfum. Konni lét til sín taka á flest- um sviðum. Hann sá um bún- ingana, undirbjó liðsfundi, skrif- aði leikskýrslur, ristaði brauðið (sem hann borgaði oft úr eigin vasa), hellti upp á könnuna, sá um vatnið, og svona má lengi telja. Hann safnaði úrklippum um Breiðablik úr blöðum og hélt Konráð Ó. Kristinsson ✝ Konráð Ólafs-son Krist- insson fæddist í Reykjavík 1. júlí 1920. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 11. ágúst 2013. Útför Konráðs fór fram frá Digraneskirkju 15. ágúst 2013. til haga ýmiss kon- ar tölfræði sem hef- ur komið sér vel við skráningu á sögu deildarinnar. Hann var í essinu sínu þegar Blikar voru í sjálfboðavinnu við gerð gras- og gervi- grasvalla í Smáran- um. Konni var allt- af mættur og alltaf pollrólegur. En undir rólegu yfirbragðinu leið honum svo nokkurn veginn í samræmi við gengi liðsins eins og hann greindi frá í viðtali við Guðmund Hilmarsson, íþrótta- fréttaritara Morgunblaðsins, í tilefni áttræðisafmælis Konna. Konni lagði sitt af mörkum til Breiðabliks og samfélagsins af hógværð og lítillæti og honum fannst varla orð á gerandi þó að hann legði til líf sitt og sál. Fannst það sjálfsagt og það gaf honum mikið. Það var hinsvegar vel metið af samferða- og sam- starfsmönnum og Konni hlaut í fyllingu tímans verðskuldaða viðurkenningu fyrir störf sín. Hann var m.a. útnefndur Heið- ursbliki árið 1995, á 45 ára af- mæli Breiðabliks og hann hlaut sérstaka Heiðursviðurkenningu UEFA, vegna starfa sinna í þágu knattspyrnunnar, við há- tíðlega og eftirminnilega athöfn á undan landsleik Íslands og Ítalíu sem fram fór á Laug- ardalsvelli 18. ágúst 2004, að viðstöddum metfjölda áhorf- enda. Þó að Konni legði skóna á hilluna sem liðsstjóri hélt hann áfram að koma í Smárann og fylgjast með gengi sinna manna á meðan heilsan leyfði og það var honum sérstakt ánægjuefni þegar meistaraflokkur karla náði að landa Íslands- og bik- armeistaratitlunum og koma verðlaunagripunum í Smárann. Þá var okkar maður ánægður. Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Konna langa og ánægju- lega samfylgd og sendir fjöl- skyldu hans og vinum samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Konráðs Ó. Kristinssonar. Ólafur Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.