Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 Þjónusta og síur fyrir allar tegundir af loftpressum ÞRÝSTILOFT FYRIR ALLAN IÐNAÐ LOFTPRESSUR – SÍUR – LOFTÞURRKARAR idnvelar@idnvelar.is | www.idnvelar.is | Smiðjuvegur 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 Gott ú rval á lager ÞÝSKAR GÆÐA PRESSUR Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu óhræddur við að segja það sem þér býr í brjósti. Sérhver samkoma í dag verður skemmtileg þar sem allir þátttakendur fá notið sín. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú verður ekki lengur hjá því komist að leysa þau mál sem hvílt hafa á þér. Að segja það sem maður hugsar leiðir ekki alltaf til ánægjulegrar niðurstöðu, en gerir það í dag. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert að brjótast í þeim málum sem þér finnst þér ofvaxin. Nú er rétti tíminn til þess, því fólk er vingjarnlegra en ella í ann- arra garð. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú kemst hreinlega ekki yfir meira á sólarhring án þess að biðja vini þína að hjálpa til. Brettu upp ermarnar og taktu til starfa. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fæst orð hafa minnsta ábyrgð og þú myndir seint fyrirgefa sjálfum þér ef þú yrðir til þess að ljóstra upp viðkvæmu leyndarmáli. Mundu að allir hafa eitthvað til síns ágætis. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vinur eða kunningi lætur ekki vel að stjórn þessa dagana, sama hvað þú reynir. Einhver gæti tekið upp á því að segja þér til syndanna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur lúmskan grun að einhver sé vinur þinn til að fá eitthvað út úr þér. Ef þú hefur sterkar tilfinningar og skoðanir á ein- hverju geturðu ekki snúið þér undan. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú skalt varast óþarfa eyðslu í dag, að öðrum kosti áttu á hættu að lenda í skuld. Að hoppa um með frábæra framtíð- arsýn og miklar vonir er gott, en ekki núna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að huga vandlega að þeim skuldbindingum sem þú hefur und- irgengist. Notaðu ástríðu þína til að greiða fyrir persónulegri velgengni þinni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur mikinn sjálfsaga og gerir stundum of miklar kröfur til sjálfs þín. Ný manneskja fær þig til þess að ljóma af skap- andi orku. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sporðdrekinn er venju fremur að- laðandi og fær tækifæri til þess að hitta ein- hvern einstaklega heillandi í kvöld. Sinntu vinum þínum og hlustaðu á þá. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú getur nýtt sannfæringarkraft þinn til að bæta aðstæður þeirra sem minna mega sín. Hafðu samt andvara á þér því alltaf getur eitthvað komið upp á og þá er gott að vera við öllu búinn. Ólafur G. Einarsson, fyrrv. for-seti Alþingis, fór til laxveiða í Hítará á dögunum. Seinni nóttina fékk hann herbergi merkt „Elda- buska“, þar sem ráðskona var í fríi og hafði brugðið sér milli bæja. Þegar föggur Ólafs voru bornar inn í herbergið að kvöldi fyrri veiðidags orti Hjálmar Jóns- son: Veiðihollið í ströngu stríðir og strýkur af sér með tuskunni. En Ólafur kemur seint og um síðir og sefur hjá eldabuskunni. 20. ágúst skrifaði Davíð Hjálmar Jónsson í Leirinn: „Í dag hefst gæsaveiðitímabilið. Skyttur eru helst á ferð í miðri sveit, þar sem ekki er hætt við villum og hrakn- ingum eins og á rjúpnaveiðum: Skjóta þeir gæsir í blómlegri byggð á bylgjandi ökrum og túnum. Reiðhross og alisvín ærast af styggð, eins hrapar nytin í kúnum. Ármann Þorgrímsson orti af því tilefni, að nú er 10 þúsund króna seðill í prentun: Bætur hækka, bráðum finn blása vinda hlýtt á kinn; einhver bið þó enn um sinn, er í prentun seðillinn. Vésteinn Valgarðsson segir frá því, að hann hafi keypt tvær bæk- ur, sígild rit og verðmæt, og þar af leiðandi dýr, „eiginlega ætti ég frekar að kalla það fjárfestingu en bara kaup. Við – bækurnar og ég – eigum eftir að eiga góðar stund- ir saman í dyngjunni þar sem ég iðka yndislestur. Þar sem bæk- urnar snúast að miklu leyti um bragfræði þótti mér við hæfi að fleygja einni vísu með í kaupunum: Augun fyllast unaði er ég sest í dyngju. Oft um minna munaði mína hillu og pyngju. Philip Vogler, Egilsstöðum, sendi mér línu 20. ágúst með þeim orðum að „mér fannst upplagt að gera eitthvað úr stuðluðu orð- unum sem lýstu fjárhundum á síðu Moggans í dag, að hundurinn yrði að vera „snöggur og snarpur“. Í snúninga vil snarpan hund sem snöggur rekur fé. Hirðir það af grænni grund í góða rétt úr tré. Við útrás grípur garpsins hönd, gjarnan tekur fé. Græðgi engin girða bönd ef gróði fæst í té. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af búpeningi og löxum, seðla- prentun og dýrum bókum Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞAÐ ER MEÐ GOTT ÚTSÝNI AÐ STRÖNDINNI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að þú getur ekki tapað. BARA REYKUR OG S PEGLAR. GJAFIR FYRIR ÞÁ S EM TRUFLAST AUÐVELD LEGA. OPIÐ KREMJ! HEIMURINN VÆRI BETRI STAÐUR EF KÖNGULÆR FENGJU AÐ RÁÐA. TIL AÐ BYRJA MEÐ, ÞÁ VÆRI MINNA AF ÞESSU! KEMUR HELGA EKKI HEIM Í DAG FRÁ MÖMMU SINNI? JÚ … ÆTTIR ÞÚ EKKI AÐ TAKA TIL AÐEINS? HÚN KEMUR EKKI FYRR EN EFTIR HÁLFTÍMA EÐA SVO … Víkverji hefur talsverða reynslu afþví að nota strætókerfi borg- arinnar á síðustu árum. Um það má auðvitað ýmislegt jákvætt segja en einnig er eitt og annað sem hægt er að tína til sem betur má fara. Sjálf- sagt er það ekki hrist fram úr erminni að finna út og skipuleggja heppileg- ustu leiðirnar fyrir vagnana. x x x Þrátt fyrir að það sé haft í huga erengu að síður erfitt að horfa upp strætó eiga í basli með að fara hring á tilætluðum tíma. Víkverji notar gjarnan leið 15 sem fer fremur langa leið. Staðan er einfaldlega sú að þó um kjöraðstæður sé að ræða þá eiga vagnstjórarnir fullt í fangi með að halda áætlun sína þegar þeir aka 15. x x x Víkverji hefur tekið eftir því að þeg-ar umferð er með minnsta móti þá rétt nær leið 15 að halda áætlun. Tímaáætlunin er einfaldlega ekki raunhæf fyrir þessa leið. Um leið og umferð þyngist þá er það nánast bor- in von að leið 15 skili sér á réttum tíma. Nú má auðvitað líta svo á að far- þegar geti beðið eftir vagninum í örfáar mínútur eða jafnvel verið örfá- um mínútum á eftir áætlun. Málið er bara ekki svo einfalt, sérstaklega ef viðskiptavinirnir ætla sér að skipta um vagn. x x x Í tilfelli leiðar 15 er ágætt dæmi aðtaka þegar vagninn stoppar í Ár- túnsbrekkunni á sama tíma og þrír aðrir vagnar. Eða á að vera á sama tíma öllu heldur. Farþegar eiga þar að fá tækifæri til að vippa sér yfir í leið 5, 6, 15 eða 18. Hvimleitt er hversu oft leið 15 nær ekki skipting- unni og hinir vagnarnir eru einfald- lega farnir til að reyna að halda áætl- un. Þegar slíkt gerist er um fátt annað að ræða en bíða í hálftíma í Ár- túnsbrekkunni. x x x Stjórnmálamenn okkar leyfa sér oftað gagnrýna samlanda sína fyrir að nota ekki almenningssamgöngur. Jafnvel hafa verið búin til orð í því sambandi, eins og „einkabílismi“. Væri þeim raunveruleg alvara með þeirri gagnrýni þá myndu þeir vænt- anlega bjóða upp á betri þjónustu en raun ber vitni. víkverji@mbl.is Víkverji Eins og hindin þráir vatnslindir þráir sál mín þig, ó Guð. (Sálmarnir 42:2)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.