Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTASKÝRING Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is Hvalaskoðun hefur verið í mikilli sókn síðustu ár hér á landi. Fjöldi far- þega í hvalaskoðun hefur farið úr 2.200 manns árið 1995 í 174.000 á síð- asta ári. Morgunblaðinu er kunnugt um níu fyrirtæki sem gera út á slíkar ferðir í dag. Ekki þarf sérstakt leyfi frá Samgöngustofu til að reka hvala- skoðunarfyrirtæki en nauðsynlegt er að fá farþegaleyfi fyrir bát til að sinna slíkri þjónustu. „Það hefur verið gríðarlega mikill vöxtur í þessari grein síðustu ár en menn verða samt að fara varlega og passa sig á að missa sig ekki í græðg- inni,“ segir Sigurður Ægisson hvala- áhugamaður og náttúruunnandi. Hann hefur farið í hvalaskoðun all- staðar á landinu þar sem það er í boði. Sigurður þekkir dæmi þess að hvalaskoðunarbátar séu að halda út á sjó í slæmum veðrum til að standa við sínar skuldbindingar. „Þegar fólk kemur fárveikt til baka úr slíkum ferðum og er að veltast um í veik- indum marga daga á eftir þá eru menn farnir að ganga of langt,“ segir Sigurður. „Þetta er oft fólk sem er ó- vant sjómennsku og jafnvel með lítil börn með í för.“ Hann segir mikla ábyrgð fylgja slíkum ferðum og þess vegna má ekki eingöngu horfa í aurinn í þessum málum. Hann kallar eftir hvalaskoð- un á Austurlandi og Vestfjörðum en honum er ekki kunnugt um slíka starfsemi þar. Hnúfubakur í hverri ferð Fjöldi hvalategunda heldur sig hér við land en stærsta dýr jarðar, steypi- reyður, hefur oftast sést í Skjálfanda- flóa við Húsavík síðustu ár. Hvalaskoðunarfyrirtæki annar- staðar á landinu eru samt alsæl þrátt fyrir að steypireyðar séu ekki algeng- ar í ferðum hjá þeim. „Þetta er búið að ganga mjög vel í sumar og í 70% tilvika sjáum við hvali áður en við leggjum af stað úr höfn,“ segir Árni Halldórsson en hann rek- ur hvalaskoðunarfyrirtæki í Hauga- nesi. Hann segir gríðarlega breytingu hafa orðið á hvalaskoðun síðustu ár þar sem hnúfubakur sést nánast í hverri einustu ferð. „Þetta er 20. árið okkar í hvala- skoðun og fyrstu 4-5 árin sáum við einfaldlega ekki hnúfubak. Hnúfu- bökum hefur fjölgað mikið á síðustu árum og núna eru þeir mjög algeng- ir.“ Fyrir utan hnúfubaka er algengast að sjá höfrunga og hnísur að sögn Árna. „Heilt yfir er þetta búð að ganga mjög vel en veðrið setti aðeins strik í reikninginn hjá okkur í sumar því við förum ekki út nema ferðin verði þægi- leg fyrir ferðamanninn.“ Skemmtilegasta dýrið Árni telur hnúfubakinn vera ein- staklega skemmtilega dýrategund. „Þótt það sé mjög gaman að sjá steypireyðar þá eru hnúfubakar lang- skemmtilegasta dýrið að mínu mati. Hnúfubakur er mjög forvitin skepna og kemur oft mjög nálægt bátum til að kíkja á fólkið. Það er verst að geta ekki rukkað hann fyrir það,“ segir Árni. Hnúfubakur var alfriðaður 1963 og stofninn hefur stækkað mikið síðustu ár. Talið er að stofn hnúfubaka á Ís- landsmiðum sé nú um 15 þúsund dýr. Þrátt fyrir að hnúfubak hafi fjölgað mikið í Norður-Atlantshafi og víðar um heim á síðustu áratugum má enn finna tegundina á válistum. Freyr Antonsson hjá hvalaskoðunarfyrir- tækinu Arctic Sea Tours á Dalvík tek- ur í svipaðan streng og kollegi hans í Hauganesi. „Þetta hefur gengið frábærlega í sumar. Við byrjuðum 2009 og það hef- ur verið 100% aukning á milli ára allar götur síðan,“ segir Freyr. Hann segir fjölda hnúfubaka hafa margfaldast með hverju árinu. „Núna erum við að sjá hnúfubak í yfir 90% ferða þriðja árið í röð og þetta eru langskemmti- legustu dýrin, gæfir, forvitnir og hoppa mikið.“ Ágætis byrjun í Ólafsvík Hvalaskoðun hefur gengið vel í Ólafsvík þrátt fyrir að veðrið hafi sett þar strik í reikninginn í sumar að sögn forsvarsmanna LákaTours í Ólafsvík. „Það hefur ekki verið mikið um steypireyðar eða hnúfubaka hjá okk- ur en búrhvalir hafa hins vegar sést hér frá miðjum júlí og fram til 10. ágúst,“ segir Gísli Ólafsson, skipstjóri hjá LákaTours. Hvalaskoðunarferðir lágu niðri í Ólafsvík í fimm ár en hófust nú aftur í sumar. Gísli telur komu makrílsins hafa haft mikil áhrif á hvalaskoðun frá Ólafsvík í gegnum tíðina. Hnúfubökum fjölgar gríðarlega  Farþegum í hvalaskoðun fjölgar stöðugt  Siglt út með ferðamenn í vondum veðrum  Fjöldi hnúfu- baka margfaldast  Hvalaskoðun vantar á Austurlandi og Vestfjörðum  Búrhvalir finnast í Ólafsvík Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Davíð og Golíat Krían reynir að næla sér í matarbita sem hefur fallið úr gini hnúfubaks við Hauganes í Eyjafirði. Fjöldi farþega í hvalaskoðun 180.000 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 2. 20 0 9. 70 0 20 .5 40 30 .3 30 35 .4 00 44 .0 00 60 .5 50 60 .0 50 72 .2 20 81 .6 00 81 .6 00 89 .0 00 10 4. 30 0 11 5. 00 0 12 5. 00 0 11 5. 00 0 13 0. 00 0 17 4. 00 0 Heimild: Samtök ferðaþjónustunnar FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 Opið alla daga til kl. 22.00 facebook.com/malogmenning Þessi volduga veltiorðabók er á miklum aflsætti hjá okkur út ágústmánuð fullt verð er 7.690.- tilboðsverð 5.990.- 4 VERÐ Í GANGI ÚTSÖLULOK Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is 2000 - 3000 - 3900 - 4500 Fullt af nýjum haustvörum komnar :-)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.