Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is „Ég hef stundum sagt að það er mik- ill munur á að semja hefðbundið dansverk og steppdansverk, þar sem þar eru svo margir smellir eða „spor“ á sekúndu. Það má segja að flug- eldasýningin á laugardaginn verði líkari því síðarnefnda,“ segir Sigríður Soffía Níelsdóttir, danshöfundur og listrænn stjórn- andi flugeldasýn- ingarinnar á Menningarnótt í ár. Sýningin nefn- ist Eldar – dansverk fyrir þrjú tonn af flugeldum en eins og nafnið ber með sér er gengið út frá hugmynd- inni um að sýningin í ár sé dansverk, þar sem flugeldarnir eru dans- ararnir, sprengingarnar tónlistin og höfuðborgin sviðið. „Við vildum gera eitthvað annað en fólk á að venjast. Ég vildi í raun að fólk upplifði flugeldasýninguna á allt annan hátt en hingað til,“ bætir Sig- ríður við. Skotið upp frá fjórum stöðum Í fyrsta skipti á Menningarnótt verður skotið upp frá fleiri en einum stað á jörðu niðri, sem engu að síður mun mynda taktfasta heild fyrir áhorfendur í himinhvolfinu. Skotið verður upp frá Þjóðleikhúsinu, Toll- húsinu, Faxagarði og Austurbakka. Mælt er með að fólk standi á Arn- arhóli eða á bílastæðinu við Kola- portið, þar sem áhorfendur hafa sjónlínu á skotstaðina. Eitthvað verður um frekari lokanir en vana- lega, þ.e. í kringum skotstaðina, svo hægt sé að gæta fyllsta öryggis. Ríflega sjö mínútna sýning á við korter fyrir áhorfendur Sigríður hefur undanfarið ár kynnt sér flugeldafræðin í þaula og lagst í mikla rannsóknarvinnu um flugeldasýningar, bæði erlendis og hér á landi. „Þetta hefur verið mjög skemmtileg og áhugaverð vinna, til dæmis bara það að uppgötva hversu mismunandi flugeldamenningin er um heiminn,“ segir hún. Þrjú tonn af flugeldum munu leggja af stað í loftið þegar klukkan slær ellefu að kvöldi Menning- arnætur og skreyta himininn í alls sjö mínútur og 45 sekúndur. Að sögn Sigríðar virkar slík sýning sam- kvæmt flugeldafræðunum eins og fimmtán mínútur á mannshugann. Mjög mikið gerist því á sýningartím- anum og eru fjölmargar myndir byggðar upp, bæði hvað varðar lita- val, flugeldana sjálfa, munstur, ryþmabreytingar og í raun mikið til allir þeir sömu hlutir og hugsa þarf út í við uppsetningu danssýningar. Sigríður hefur unnið ákveðið ryþma- lag í sprengingunum þannig að þegar verkið krefst aukins krafts springa einnig ljóslausar bombur til að búa til enn meiri ryþma. „Þannig má því tala um að stigin séu bæði hljóð- og ljósspor í sýningunni,“ bætir hún við. Öll ljós í miðborginni slökkt Eðli málsins samkvæmt hefur undirbúningsvinna verkefnisins ver- ið afar viðamikil þar sem fjölmargir aðilar hafa komið að málum. Lög- regla, eldvarnareftirlit og hjálp- arsveit skáta, auk Reykjavík- urborgar, styrktaraðilans Vodafone og fleiri aðila, hafa allir unnið sem einn að undirbúningi að sögn Sigríð- ar. Þess ber einnig að geta að öll ljós í miðbæ Reykjavíkur verða slökkt meðan á sýningunni stendur. Gaman að vinna með tæki Auk þess að slá botninn í Menn- ingarnótt er flugeldasýningin í ár einnig liður í Reykjavík Dance Festi- val. Sýningin er ekki eina verk Sigríð- ar á danshátíðinni en alls tekur hún þátt í gerð fjögurra verka í tengslum við hana. Á þriðjudag frumsýnir hún stutt- myndina Requiem klukkan 16, þang- að eru allir velkomnir. Á dögunum sýndi hún einnig dansverk í Hall- grímskirkju á Kirkjulistahátíð, þar sem hún dansaði með og sleppti laus- um 15 dúfum. Þá dansar hún einnig í verki Ernu Ómarsdóttur og Valdi- mars Jóhannssonar, Into The Bone, sem frumsýnt verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld, föstudags- kvöld. Að endingu liggur beint við að spyrja hvort hún hafi einhvern tím- ann tekið þátt í nokkru verkefni af viðlíka stærðargráðu og nú? „Nei, en ég hef mjög gaman af því að vinna með tæki. Ég hef til dæmis gert verk með vindvélum og spegl- um, í Belgíu dansaði ég líka með ró- bótum sem færðust um sviðið, auk dúfnanna í Hallgrímskirkju. Ég hef í raun mjög gaman af því að dansa með elementum sem eru ekki vön því að dansa,“ segir hún létt í bragði. Vonar hún bara að veðurguðirnir verði með í liði á laugardaginn enda engin lokaæfing í boði þegar þrjú tonn af flugeldum eiga í hlut. Steppað á himnum um helgina  Flugeldasýningin á Menningarnótt verður um margt lík steppdansverki  Taktfastir „dansarar“ halda á loft frá fjórum stöðum í miðborginni kl. 23  Útreiknaðir ryþmar og ljósadýrð skipulögð Morgunblaðið/Eyþór Eldar Botninn verður sleginn í Menningarnótt með aðeins breyttu sniði í ár. Flugeldasýningunni mun að þessu sinni svipa til dansverks á himni, þar sem flugeldar stíga dans, sprengingar gefa tóninn og borgin er baksviðið. Sigríður Soffía Níelsdóttir Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fagnar 20 ára afmæli sínu á komandi tónleikaári. „Hljómsveitin hefur vaxið og dafnað á þessum tveimur áratugum og það hefur mikill metn- aður verið lagður í að hafa dagskrá hljómsveitarinnar fjölbreytta,“ segir Dagbjört Brynja Harðardóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands. Metnaðarfullt starf hljómsveit- arinnar hefur skilað sér til bæjar- og menningarlífsins á Norðurlandi en hljómsveitin hefur lagt áhersu á að skapa tækifæri til listsköpunar á svæðinu og gefa fólki kost á að njóta klassískrar tónlistar í ýmsum mynd- um að sögn Dagbjartar. Hefja árið á Mozartveislu Tónleikaárið hefst á Mozartveislu á fjölþjóðlegri Akureyrarvöku 30. ágúst. Sinfóníuhljómsveitin leikur þá undir stjórn þýska hljómsveit- arstjórans Wolfgangs Trommers og ungverski fiðluleikarinn Zsuzsa Debre stígur á svið. Þau eiga bæði farsælan og glæsilegan feril að baki um allan heim og koma nú í fyrsta sinn fram á Íslandi. „Um miðjan október ætlum við að bjóða gestum okkar upp á suðræna en jafnframt norræna kammertónleika. Matti Saarinen frumflytur m.a. verk eftir sig fyrir rafmagnsgítar og strengja- kvartett,“ segir Dagbjört. Síðar í október bjóða Norðlend- ingar Sinfóníuhljómsveit Færeyja innilega velkomna með ham- ingjuóskum á 30 ára afmæli hennar. „Þá verður á efnisskránni m.a. frum- flutningur á færeyska verkinu „Veitsla“ eftir Sunleif Rasmussen og Pavel Rajkerus flytur píanókonsert nr. 1 eftir Tsjaíkovskí.“ Árið ein stór afmælisveisla Alls kemur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fram á níu tónleikum í menningarhúsinu Hofi á komandi tónleikaári, sem verður ein stór af- mælisveisla. „Við lítum á árið í heild sem eina stóra afmælisveislu þar sem áherslan er lögð á að höfða til fólks á öllum aldri. T.d. erum við með tvenna mjög fjölskylduvæna tónleika, bæði þegar Hnotubrjót- urinn verður settur upp í samvinnu við Point-dansstúdíó á aðventu ásamt 400 börnum og unglingum sem öll taka þátt og svo Pollapönk- stónleika um vorið í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri. Við er- um einnig með tvenna poppaða tón- leika, annars vegar tónleika þar sem íslensk poppsaga er rakin tímabilið 1960-1980 með Gunnar Þórðarson í fararbroddi og svo kemur hin fær- eyska Eivør og spilar með okkur. Að sjálfsögðu sinnum við klassíkinni af metnaði og í tilefni afmælisársins verður 6. sinfónía Mahlers, sem er afar glæsilegt og kröftugt verk, flutt á skírdag með um 100 manna hljóm- sveit en aldrei áður hefur hljóm- sveitin verið svo fjölmenn,“ segir Dagbjört. Sinfóníuhljómsveit Norður- lands fagnar 20 ára afmæli  Hljómsveitin hefur skapað tækifæri til listsköpunnar fyrir norðan Tónlist Sinfóníuhljómsveit Norðurlands kemur fram á níu tónleikum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í vetur og heldur m.a. suðræna tónleika. Myndlistarkonurnar Ragna Ró- bertsdóttir og Harpa Árnadóttir opna á sunnudag klukkan 16 sýn- ingu á nýjum verkum í lista- miðstöðinni Bæ á Höfðaströnd. Er hún önnur í röð sýninga sem þær kalla „Firð- ir“ en sú fyrsta var sett upp í Arnarfirði í fyrra. Verkin eru öll unnin úr náttúrulegum hráefnum á ólík- um stöðum. Undanfarið hafa þær Ragna og Harpa dvalið í Skagafirði við listsköpun og hafa meðal ann- ars gert til- raunir með sér- staka með- höndlun á náttúruefnum, svo sem fjöru- sandi, skeljum, steinum og gróðri, að ógleymdu hrosshári. Listsköpun Rögnu og Hörpu á rætur í textíl og málverki og er úrvinnsla þeirra um margt skyld. Þær eru kunnar fyrir skýra og sérstæða sýn þegar kemur að úr- vinnslu og framsetningu nátt- úrulegs hráefnis í myndlist. Opnunartímar eru lau.-sun. 25. ágúst-8. sept., kl. 13.00-17.00. Ragna og Harpa sýna á Bæ Ragna Róbertsdóttir Harpa Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.