Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Greiningardeildir Arion banka og
Íslandsbanka undrast tón peninga-
stefnunefndar Seðlabanka Íslands
og furða sig á því að þrátt fyrir
versnandi verðbólguhorfur og yfir-
vofandi kjarasamninga hafi bankinn
ekki talað með skýrum hætti um
mögulegar vaxta-
hækkanir á
næstu misserum.
Þorsteinn Víg-
lundsson, fram-
kvæmdastjóri
Samtaka atvinnu-
lífsins, segir
verðbólguspár
greiningaraðila
gera ráð fyrir
launahækkunum
á næsta ári sem
samrýmist ekki verðbólgumarkmiði
Seðlabankans. Þær spár séu hins
vegar langt umfram það sem svig-
rúm er fyrir í atvinnulífinu og nið-
urstaða kjarasamninga liggi ekki
fyrir. Því sé „út í hött“ að ræða um
vaxtahækkanir.
Seðlabankinn ákvað í fyrradag að
halda stýrivöxtum óbreyttum en
fram kemur í yfirlýsingu peninga-
stefnunefndar að verðbólguhorfur
hafi versnað og að hagvöxtur verði
minni á næstu árum en áður hafði
verið spáð.
Greiningardeild Arion banka seg-
ir í markaðspunktum sínum að tónn
nefndarinnar hafi verið mildari en
búist hafði verið við. „Framundan
eru kjarasamningar og skýrt kemur
fram í yfirlýsingu peningastefnu-
nefndar að talsverð óvissa ríki um
niðurstöður þeirra og hver áhrifin
verða á verðbólguhorfur,“ segir
greiningardeildin og bætir því við
að sú hætta sé fyrir hendi að samið
verði um óhóflegar launahækkanir
sem séu ekki í samræmi við fram-
leiðnivöxtinn í hagkerfinu. „Vegna
þessa þá kemur okkur á óvart að
tónninn í yfirlýsingunni hafi ekki
verið harðari.“
Greiningardeildin segir Seðla-
bankann spá því að launakostnaður
á framleidda einingu hækki um
4,6% á þessu ári og um 4% á ár-
unum 2014 til 2015. „Slíkar hækk-
anir eru alls ekki í samræmi við
verðbólgumarkmiðið enda gildir al-
mennt sú regla að til að viðhalda
verðbólgu í 2,5% þá má launakostn-
aður á framleidda einingu ekki
hækka umfram 2,5% á hverju ári.“
Bendir hún á að peningastefnu-
nefndin hafi haft tækifæri til að
koma fram með skýrari hætti þann-
ig að öllum væri fyllilega ljóst að
óhóflegum launahækkunum verði
mætt með hækkun vaxta og auknu
peningalegu aðhaldi.
Greining Íslandsbanka furðar sig
að sama skapi á mildi yfirlýsing-
arinnar en Ingólfur Bender, for-
stöðumaður greiningarinnar, sagði
Seðlabankann hafa tekið á versn-
andi verðbólguhorfum með linkind.
Skilaboð Seðlabankans skýr
Í samtali við Morgunblaðið segir
Þorsteinn vaxtaákvörðunina ekki
hafa komið á óvart, enda í samræmi
við fyrri yfirlýsingar bankans. „Það
breytir því hins vegar ekki að við
teljum núverandi vaxtastig vera
alltof hátt til þess að örva fjárfest-
ingu.“
Segir hann Samtök atvinnulífsins
vera efins um að hagvaxtarspá
Seðlabankans gangi eftir, en eins og
fram kemur í Peningamálum reikn-
ar bankinn með 1,9% hagvexti á
þessu ári og yfir 3% hagvexti á
næstu tveimur árum.
„Það er hins vegar ljóst að í öllum
verðbólguspám, þar með talið spá
Seðlabankans, er gert ráð fyrir
launahækkunum sem eru langt yfir
verðbólgumarkmiði bankans. Það er
í raun meginskýringin á áframhald-
andi verðbólgu.“ Þorsteinn segir
Seðlabankann hafa sent frá sér fjöl-
mörg skilaboð undanfarna mánuði
um að ef menn missi tökin í kjara-
samningunum, þá verði vaxtastigið
hærra en ella. „Ég held að það verði
ekki gert skýrara en bankinn hefur
gert.“
Aðspurður um hvort Seðlabank-
inn ætti að grípa til stýrivaxtahækk-
ana – eða gefa merki um mögulegar
vaxtahækkanir – á næstu misserum
segir Þorsteinn það vera út í hött að
ræða um slíkar hækkanir. „Við
vinnum okkur ekki út úr þessum
vanda nema fjárfestingarstigið
hækki verulega frá því sem nú er.
Og ég sé það ekki gerast við núver-
andi vaxtastig, hvað þá hærra.“
Segir vaxtahækkanir „út í hött“
Greinendur segja skilaboð Seðlabankans óljós Framkvæmdastjóri SA segir vaxtastigið alltof hátt
Samkvæmt spá Seðlabankans mun launakostnaður hækka umfram verðbólgumarkmið 2014 og 2015
Samningar Gerð kjarasamninga er framundan en samningar frá 21. janúar eru lausir 30. nóvember næstkomandi.
Morgunblaðið/ÞÖK
Vaxtahækkanir
» Seðlabankinn ákvað að
halda stýrivöxtum óbreyttum í
fyrradag.
» Greinendur á markaði furða
sig á mildi yfirlýsingar pen-
ingastefnunefndarinnar.
» Segja þeir að Seðlabankinn
hefði átt að tala með skýrari
hætti um mögulegar vaxta-
hækkanir.
» Framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins segir það „út í
hött“ að ræða um vaxta-
hækkanir.
» Telur hann að núverandi
vaxtastig sé alltof hátt til að
örva fjárfestingu.
Launakostnaður á framleidda einingu
Heimild: Greiningardeild Arion banka, Peningamál 2013/3
Breyting frá fyrra ári
8
7
6
5
4
3
2
1
0
-1
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
Gert er ráð fyrir að launakostn-
aður á framleidda einingu
sé að vaxa umfram það sem
samræmist verðbólgumarkmið
Þorsteinn
Víglundsson
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
www.skadi.is
Þ. Skorri
Steingrímsson,
Héraðsdóms-
lögmaður
Steingrímur
Þormóðsson,
Hæstaréttar-
lögmaður
Nokkrir breskir bankar, auk fyrir-
tækisins Card Protection Plan Limi-
ted, hafa verið sektaðir um 1,3 millj-
arða sterlingspunda, jafnvirði um
245 milljarða króna, fyrir að hafa
gefið viðskiptavinum misvísandi
upplýsingar.
Fjármálaeftirlit Bretlands komst
að því að bankarnir, þar á meðal
HSBC, Royal Bank of Scotland og
Barclays, hefðu afvegaleitt við-
skiptavini þannig að þeir keyptu
tryggingar langt umfram það sem
þeir þurftu.
Í frétt AFP segir að fyrirtækið
Card Protection Plan Limited hafi
sett upp tryggingarnar og selt þær í
gegnum kreditkortaþjónustu
stærstu banka Bretlands. Þess
vegna séu bankarnir taldir meðsekir
í málinu og þurfa að greiða hluta af
sektinni.
Talið er að um sjö milljónir við-
skiptavina hafi á árunum 2005 til
2011 verið blekktar til að kaupa
tryggingarnar, en heildarupphæð
þeirra nam 4,4 milljörðum króna.
kij@mbl.is
AFP
Hneyksli Enn eitt hneykslismálið skekur breska bankageirann en LIBOR
vaxtahneykslið er mörgum enn í fersku minni.
Bankar sektaðir
um 245 milljarða
Breskir bankar blekktu viðskiptavini