Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 Sumarið er komið í Álafoss ÁLAFOSS Álafossvegur 23, Mosfellsbær Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00 Laugard. 09:00 - 16:00 www.alafoss.is Bændasamtökin hafa tekið saman lista yfir helstu fjárréttir og stóð- réttir í haust. Mývetningar og Ey- firðingar ríða á vaðið, en réttað verður eftir rúma viku, sunnudag- inn 1. september, í Baldursheims- rétt og Hlíðarréttt í Mývatnssveit og í Þverárrétt ytri í Eyjafjarð- arsveit. Ólafur R. Dýrmundsson, ráðu- nautur hjá BÍ, hafði veg og vanda af samantekt listans. Hér til hliðar má sjá fjárréttir haustsins í stafrófsröð, en að því er fram kemur á bondi.is tókst ekki að afla upplýsinga um all- ar réttir á komandi hausti og koma þær því ekki fram á listanum. Réttir í Landnámi Ingólfs, sem stutt er að fara í fyrir íbúa höfuð- borgarsvæðisins, verða flestar helg- ina 21. og 22. september. Fyrstu stóðréttir verða í Miðfjarðarrétt laugardaginn 7. september. Listi yf- ir stóðréttir er að finna á bondi.is. Fyrstu vikurnar skipta miklu Eyjólfur Ingvi Bjarnason, sauð- fjárræktarráðunautur, segir að ágætlega líti út með vænleika dilka miðað við það sem búið sé að slátra og það sem hann hafi heyrt á mönn- um. Ekki hafi þó miklu verið slátrað og engin heiðalönd hafi verið smöl- uð enn. „Það verður að hafa þann vara á að síðasti vetur var mjög erfiður og vorið var einnig mjög erfitt víða. Fyrstu vikurnar í lífi lambsins hafa mikið að segja um framhaldið. Þótt sumarið sé hagfellt og gott er ekki víst að lömbin verði jafnvæn í haust og menn vona. Í fyrra var metár víða í vænleika dilka og ég er ekki viss um að það verði slegið í ár,“ segir Eyjólfur. Í fyrrahaust var rúmlega 537 þús- und lömbum slátrað og um 46 þús- und af fullorðnu. Í fyrravetur var heildarfjöldi ásettra kinda 476 þús- und. aij@mbl.is Fjárréttir haustið 2013 •Auðkúlurétt við Svínavatn,A.-Hún. laugardag 7. sept. •Árhólarétt í Unadal, Skag. laugardag 14. sept. •Baldursheimsrétt í Mývatnssv., S.-Þing. sunnudag 1. sept. •Brekkurétt í Norðurárdal,Mýr. sunnudag 15. sept. •Brekkurétt í Saurbæ,Dal. sunnudag 15. sept. •Broddanesrétt í Strandabyggð sunnudag 15. sept. •Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Árn. sunnudag 22. sept. •Dálkstaðarétt á Svalbarðsstr., S.-Þing laugardag 7. sept. •Deildardalsrétt í Skagafirði laugardag 14. sept. •Fellsendarétt í Miðdölum sunnudag 15. sept. •Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. laugardag 14. sept. •Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. mánudag 16. sept. og sunnudag 22. sept. •Fljótstungurétt í Hvítársíðu,Mýr. laugardag 14. sept. •Flókadalsrétt í Fljótum,Skag. sunnudag 15. sept. •Fossrétt á Síðu,V.-Skaft. föstudag 6. sept. •Fossárrétt í A-Hún. laugardag. 7. sept. •Fossvallarétt v/Lækjarb., (Rvík/Kóp) sunnudag 22. sept. •Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sunnudag 15. sept. •Gljúfurárrétt í Höfðahverfi, S.-Þing. laugardag 7. sept. •Grafarrétt í Skaftártungu,V.-Skaft. laugardag 14. sept. •Grímsstaðarétt á Mýrum,Mýr. þriðjudag 17. sept. •Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang. sunnudag 22. sept. •Hamarsrétt áVatnsnesi,V.-Hún. laugardag 14. sept. •Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. laugardag 21. sept. •Héðinsfjarðarrétt í Héðinsfirði laugardag 21. sept •Hítardalsrétt í Hítardal,Mýr. mánudag 16. sept. •Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð,A.-Hún. sunnudag 8. sept. •Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing sunnudag 1. sept. •Hlíðarrétt í Skagafirði sunnudag 15. sept. •Hofsrétt í Skagafirði laugardag 14. sept. •Holtsrétt í Fljótum,Skag. laugardag 14. sept. •Hornsrétt í Skorradal, Borg. sunnudag 15. sept. •Hólmarétt í Hörðudal sunnudag 15. sept. •Hraðastaðarétt í Mosfellsdal sunnudag 22. sept. •Hraunarétt í Fljótum,Skag. fimmtudag 12. sept. •Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 7. sept. •Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. sunnudag 8. sept. •Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. föstudag 13. sept. •Hrútatungurétt í Hrútafirði,V.-Hún. laugardag 7. sept. •Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. laugardag 21. sept. •Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand. laugardag 14. sept. •Illugastaðarétt í Fnjóskadal S.-Þing. sunnudag 8. sept.. •Innri-Múlarétt á Barðaströnd,V.-Barð. sunnudag 29. sept. •Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnappadalss. sunnudag 8. sept. •Kálfsárrétt í Ólafsfirði sunnudag 22. sept. •Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. laugardag 14. sept. •Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand. laugardag 21. sept. •Kjósarrétt í Kjós. sunnudag 22. sept. •Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. miðvikudag 18. sept •Kollafjarðarrétt í Reykhólahr.,A-Barð. laugardag 14. sept. •Krísuvíkurrétt, Gullbringusýslu laugardag 28. sept. •Króksfjarðarnesr. í Reykhólasv.,A-Barð. laugardag 21. sept. •Landréttir við Áfangagil, Rang. fimmtudag 26. sept. •Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði sunnudag 15. sept. •Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S.-Þing. sunnudag 15. sept. •Melarétt í Árneshreppi, Strand. laugardag 14. sept. •Miðfjarðarrétt í Miðfirði,V.-Hún. laugardag 7. sept. •Mýrarrétt í Bárðardal laugardag 7. sept. •Mýrdalsrétt í Hnappadal þriðjudag 24. sept. •Mælifellsrétt í Skagafirði sunnudag 8. sept. •Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit sunnudag 15. sept. •Nesmelsrétt í Hvítársíðu,Mýr. laugardag 7. sept. •Núparétt á Melasveit, Borg. sunnudag 15. sept. •Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. miðvikudag 18. sept. •Ósbrekkurétt í Ólafsfirði laugardag 14. sept. •Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. sunnudag 22. sept. •Reistarárrétt í Hörgársveit, Eyf. laugardag 14. sept. •Rugludalsrétt í Blöndudal,A-Hún. laugardag 31. ágúst •Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum laugardag 21. sept. •Reykjarétt í Ólafsfirði fimmtudag 12. sept. •Reykjaréttir á Skeiðum,Árn. laugardag 14. sept. •Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. laugardag 21. sept. •Sauðárkróksrétt, Skagafirði laugardag 7. sept. •Selflatarrétt í Grafningi, Árn. mánudag 23. sept. •Selárrétt á Skaga, Skag. laugardag 7. sept. •Selvogsrétt í Selvogi sunnudag 22. sept. •Siglufjarðarrétt í Siglufirði föstudag 20. sept. •Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. mánudag 16. sept. •Skaftárrétt í Skaftárhr.,V.-Skaft. laugardag 7. sept. •Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. föstudag 13. sept. •Skarðarétt í Gönguskörðum,Skag. laugardag 7. sept. •Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. laugardag 14. sept. •Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. laugardag 21. sept. •Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði, Strand. laugardag 14. sept. •Skógarétt í Reykjahverfi, S-Þing. laugardag 7. sept. •Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. sunnudag 15. sept. •Staðarbakkarétt í Hörgárdal, Eyf. föstudag 13. sept. •Staðarrétt í Skagafirði sunnudag 8. sept. •Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand. sunnudag 15. sept. •Stafnsrétt í Svartárdal,A.-Hún. laugardag 7. sept. •Stíflurétt í Fljótum,Skag. föstudag 13. sept. •Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. sunnudag 15. sept. •Svignaskarðsrétt, Svignaskarði,Mýr. mánudag 16. sept. •Tungnaréttir í Biskupstungum laugardag 14. sept. •Tungurétt á Fellsströnd, Dal. laugardag 7. sept. •Tungurétt í Svarfaðardal sunnudag 8. sept. •Undirfellsrétt í Vatnsdal,A.-Hún. föstudag 6. sept. og laugardag 7. sept. •Valdarásrétt í Fitjárdal,V.-Hún. föstudag 6. sept. •Víðidalstungurétt í Víðidal,V.-Hún. laugardag 7. sept. •Þorvaldsdalsrétt í Hörgársveit, Eyf. laugardag 14. sept. •Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardag 21. sept. •Þórustaðarétt í Hörgárdal, Eyf. laugardag 14. sept. •Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit, Eyf. sunnudag 1. sept. •Þverárrétt Eyja- ogMiklaholtshr, Snæf. sunnudag 15. sept. •Þverárrétt í Vesturhópi,V.-Hún. laugardag 14. sept. •Þverárrétt í Þverárhlíð,Mýr. mánudag 16. sept. •Þverárrétt í Öxnadal, Eyf. mánudag 16. sept. •Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. mánudag 23. sept. Heimild: bondi.isFyrstu réttir eftir rúma viku  Lítur ágætlega út með vænleika Morgunblaðið/Styrmir Kári Úr Heiðarbæjarrétt Haustið nálgast og leitir og réttir eru framundan. Ókeypis verður í strætó á Menn- ingarnótt en stórum hluta miðbæjarins verður lokað og því aka vagn- arnir að og frá Hlemmi og gömlu Hringbraut, gegnt BSÍ. Eftir kl. 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi á höfuðborgarsvæðinu gert óvirkt og allur stræt- isvagnaflotinn verður nýttur til að flytja fólk úr miðbænum og heim. Ekið verður frá Hlemmi og BSÍ og verða síðustu ferðir klukkan 00:30, eftir flugeldasýningu. Ókeypis í strætó á morgun Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykja- víkur, Sjór, efnir til hins árlega Við- eyjarsunds í dag, föstudaginn 23. ágúst. Lagt verður af stað kl. 17:30 frá Skarfakletti við Sundahöfn. Hægt er að skrá sig tímanlega og er þá enn mikilvægara en ella að mæta tímanlega. Einnig er hægt að skrá sig á sjor.is. Sundið kostar 1.000 krónur en er frítt fyrir fé- lagsmenn. Til Viðeyjar frá Skarfakletti eru 900 metrar. Hægt er að velja milli þess að synda aðra leiðina eða báð- ar. Öryggi keppenda verður í fyr- irrúmi og gæslubátar og kajakar fylgja sundfólkinu, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Þátttak- endur eru þó á eigin ábyrgð. Áhugasömum er bent á að hafa eitthvað heitt að drekka meðferðis og hlý föt til að klæðast þegar sund- inu lýkur. Ekki er verra ef einhver tekur á móti þeim á bakkanum. Í fyrra voru þátttakendur 160 og var það metfjöldi. Synda milli Skarfakletts og Viðeyjar Morgunblaðið/Ómar Það verða ekki aðeins hlauparar sem munu etja kappi í hálfu mara- þoni í Reykjavík á laugardag því Kayakklúbburinn efnir einnig til hálfmaraþons. Róið verður með- fram strandlengju borgarinnar, frá Nauthólsvík að Geldinganesi, um 22 km leið. Þessi keppni kemur í stað Hvammsvíkurmaraþonsins en í því var róið frá Geldinganesi að Hvammsvík í Hvalfirði, um tvöfalt lengri leið. Ræst verður klukkan 11 árdegis frá Nauthólsvík. Við Gróttu er skyldustopp þar sem ræðurum verður boðið upp á hressingu. Þátttökugjald er 1.000 krónur. Nánari upplýsingar má nálgast á vef klúbbsins, kayakklubburinn.is. Morgunblaðið/Kristinn Hálfmaraþon við strand- lengjuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.