Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 E-60 Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð að eigin vali Verð frá kr. 24.300 Íslensk hönnun og framleiðsla Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is www.facebook.com/solohusgogn A81 Hönnuðir: Atli Jensen og Kristinn Guðmundsson Verð frá kr. 27.800 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Bílakirkjugarður á Garðsstöðum í Ísafjarðardjúpi er enn án starfs- leyfis þrátt fyrir samkomulag sem eigandi hans gerði við Súðavíkur- hrepp fyrir sjö árum. Eigandinn er með bílaparta- og brotajárnssölu á jörðinni en síðast þegar Heilbrigð- iseftirlit Vestfjarða taldi voru 430 bílar á henni. Nágrannar eigandans sem reka ferðaþjónustu eru ósáttir við starfsemina sem er starfs- leyfiskyld vegna mengunarhættu. Að sögn Þorbjarnar Steingríms- sonar á Garðsstöðum hóf hann starfsemina árið 1981. Hann kaupir bílana úr nágrannasveitum og rífur þá niður. Partana selur hann til hinna og þessa um allt land en brotajárnið selur hann til endur- vinnslufyrirtækisins Hringrásar. Það hafi tekið við á annað þúsund tonna af brotajárni frá honum frá árinu 2006. Þorbjörn sótti um starfsleyfi fyr- ir starfsemina árið 2006 en var synjað vegna þess að jörðin er skil- greind sem landbúnaðarjörð á skipulagi. Í kjölfarið gerði hann samkomulag við Súðavíkurhrepp um að fækka bílunum niður í 90 en í staðinn ætlaði hreppurinn að breyta skipulaginu. Síðan hefur lítið gerst og bílhræin á jörðinni litlu færri en fyrir sjö árum. Þorbjörn skýtur á að þau séu nú um 380 tals- ins. „Þetta stendur í því sama óbreytt. Ég hef ekkert gert neitt meira í því sjálfur og það hefur ekki gerst meira. Ég hef ekki ákveðið hvað ég geri,“ segir Þor- björn. Bagalegt fyrir alla viðkomandi Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að sveitar- félagið hafi skipt sér af starfsem- inni árið 2006 því þá hafi fjöldi bíl- hræja á jörðinni þótt of mikill. Þá hafi samkomulagið verið gert og það endurnýjað 2010. Bílunum hafi fækkað síðan en betur má ef duga skal. „Samkomulagið gengur einfald- lega út á að við aðstoðum hann við að koma sér upp starfsleyfi þegar bílafjöldinn er kominn niður í ásættanlega tölu. Ég á von á að það náist þó að það hafi tekið lengri tíma en heppilegt væri,“ segir Óm- ar Már. Sveitarstjórinn tekur þó fram að ágætis samstarf hafi verið um starf- semina við Þorbjörn. Það sé þó bagalegt fyrir alla aðila, að honum meðtöldum, að hann sé ekki með starfsleyfi fyrir starfseminni. „Þetta er klárlega starfsleyfis- skyld starfsemi þar sem öllum í sambærilegum iðnaði er gert að lúta reglum. Það er ótækt að sum- um sé gert að fara eftir þeim en aðrir komist upp með að gera það ekki. Það er vissulega kominn tími til að taka næsta skref í málinu því það er ekki verið að fylgja eftir því samkomulagi sem var gert,“ segir Ómar Már. Anton Helgason, framkvæmda- stjóri Heibrigðiseftirlits Vestfjarða, segir að ekki sé mengunarhætta af bílhræjunum. Þorbjörn fjarlægi olíu úr þeim og rafgeyma eins og eft- irlitið hafi farið fram á. Ekki bráð hætta „Það er alltaf reynt að fara samningaleiðir áður en farið er út í harðari aðgerðir. Við höfum ekki farið út í aðgerðir út af þessu. Það er ekki bráð hætta af starfseminni, hvað sem síðar verður,“ segir Ant- on. Leifur Halldórsson er einn af eig- endum Ögurferða, ferðaþjónstufyr- irtækis í Ögri við hlið Garðsstaða. Hann er afar ósáttur við ástandið enda sjónmengun að bílhræjunum. „Við erum að reyna að reka ferðaþjónustu og við höfum áhyggj- ur af því að þetta hafi áhrif á hana,“ segir Leifur. Þá veltir hann fyrir sér hvort sveitarfélagið væri skaða- bótaskylt ef fasteignaverð í ná- grenni Garðsstaða lækkaði, vildi hann selja jörðina sína einn daginn. Enn ekkert starfsleyfi sjö árum síðar  Á fjórða hundrað bílhræja í bílakirkjugarði á Garðsstöðum í Ísafjarðardjúpi  Nágrannar óttast áhrif á ferðamennsku  Sveitarstjóri segir ótækt að sumir komist undan því að vera með starfsleyfi Garðsstaðir Þorbjörn segir að hundruð ferðamanna leggi leið sína til sín á hverju ári til að skoða bílana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.