Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013
Handverksbakarí
fyrir sælkera
MOSFELLSBAKARÍ
Daglega er bakað bakkelsi
sem fá bragðlaukana til að
kætast.
Hjá okkur er hægt að fá þetta
gamla og góða og einnig
eitthvað nýtt og spennandi.
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Lítil fjárfesting í stóriðju og at-
vinnuvegunum skýrir að hluta hvers
vegna gera verður hóflegar vænt-
ingar um hagvöxt
á næsta ári.
Skortur á fjár-
festingu seinkar
viðsnúningi í hag-
kerfinu og gæti
merkjanlegur
bati tafist vel
fram á næsta ár.
Þetta er mat
Valdimars Ár-
mann, hagfræð-
ings og fjár-
málaverkfræðings hjá GAMMA,
sem telur nýjar hagtölur undirstrika
að fyrri hagvaxtarspár rætist ekki
og að tímabil lítils hagvaxtar verði
lengra en spáð var. Afleiðingar lít-
illar fjárfestingar séu að koma fram.
„Það er áhyggjuefni hversu hægt
gengur að koma fjárfestingu af stað
en hún er nauðsynleg til að draga
vagninn í hagvexti. Gjaldeyrishöftin
kunna að hafa áhrif þar sem þau
fæla mögulega frá erlenda fjárfesta,
en að einhverju leyti skýrist lítill
hagvöxtur af veikari fjárfestingu en
spáð var,“ segir Valdimar en eins og
sýnt er á öðru grafinu hér fyrir ofan
hefur landsframleiðsla hér dregist
meira saman en í helstu samanburð-
arlöndum.
Stóriðjuhlutinn e.t.v. ofmetinn
„Seðlabankinn telur nú jafnvel að
spá bankans um fjárfestingu í stór-
iðju á næsta ári kunni að hafa verið
ofmetin. Nú lítur út fyrir að bygg-
ingariðnaður muni draga vagninn.
Það virðist ekkert nýtt vera að koma
fram í nýsköpun sem mun hafa telj-
andi áhrif á hagvöxt næstu misseri,“
segir Valdimar sem lýsti í vor yfir
áhyggjum af því að hagkerfið væri á
leið inn í skeið kreppuverðbólgu með
litlum hagvexti og mikilli verðbólgu.
Að vöxtur verði lítill sem enginn en
verðbólgan um og yfir 5%.
Valdimar segir aðspurður að líkur
á slíkri sviðsmynd hafi síður en svo
minnkað í sumar. Atvinnuvega-
fjárfesting haldi áfram að vera minni
en spáð var. Vísar Valdimar í því
efni í nýjustu Peningamál Seðla-
bankans, en graf úr þeim sem er
endurgert hér að ofan sýnir hvernig
atvinnuvegafjárfesting sem hlutfall
af landsframleiðslu verður aðeins
um 5-6% fram á mitt ár 2015. Segir
Valdimar það hlutfall rétt svo duga
til að mæta afskriftaþörf. Fjárfest-
ingin dugi með öðrum orðum ekki til
að auka verðmætasköpun á næstu
misserum, líkt og brýn þörf sé á.
Varhugavert að hækka vexti
„Við eigum enn á hættu að vera á
leiðinni inn í kreppu- eða stöðn-
unarverðbólgu, þ.e. háa verðbólgu
með litlum eða engum hagvexti.
Þegar hagvöxturinn er ekki meiri en
þetta þarf Seðlabankinn að ígrunda
vel hvort rétt sé að hækka vexti í
vetur,“ segir Valdimar.
Spurður hvaða afleiðingar
kreppuverðbólga myndi hafa segir
hann að þá myndu óverðtryggðar
eignir brenna upp. Vegna lítils hag-
vaxtar muni hagkerfið ekki þola
launahækkanir til að halda í við háa
verðbólgu. Má í þessu efni rifja upp
að greiðslubyrði óverðtryggðra lána
er þyngri en af verðtryggðum.
Vaxtahækkanir myndu því auka
greiðslubyrði lántaka sem hafa
óbundin óverðtryggð lán, sem aftur
myndi vega á móti launahækkunum
og gegn vexti í einkaneyslu.
Líkur á kreppuverðbólgu
Hagfræðingur óttast að í hönd sé að fara verðbólguskeið með litlum hagvexti
Óverðtryggt sparifé myndi brenna upp og verðmætasköpunin verða of lítil
Morgunblaðið/Ómar
Slippurinn í Reykjavík Lítill hagvöxtur hefur margvíslegar afleiðingar.
Hagvöxtur meðal viðskiptalanda Íslands
og nokkurra iðnríkja
110
105
100
95
90
85
80
20
07
Á1
20
07
Á2
20
07
Á3
20
07
Á4
20
08
Á1
20
08
Á2
20
08
Á3
20
08
Á4
20
09
Á1
20
09
Á2
20
09
Á3
20
09
Á4
20
10
Á1
20
10
Á2
20
10
Á3
20
10
Á4
20
11
Á1
20
11
Á2
20
11
Á3
20
11
Á4
20
12
Á1
20
12
Á2
20
12
Á3
20
12
Á4
20
13
Á1
Ísland
Evrusvæðið
Bretland
Helstu viðskiptalönd
Bandaríkin
Magnbreyting vergrar landsframleiðslu 2007-2013 eftir ársfjórðungum
Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands.
Fjárfesting 2008-2015
Heimild: Seðlabanki Íslands
25
20
15
10
5
0
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
% af VLF Heildarfjárfesting 2013/3. ársfj.Heildarfjárfesting 2013/2. ársfj.
Atvinnuvegafjárfesting 2013/3. ársfj.
Atvinnuvegafjárfesting 2013/2. ársfj.
Áætlun í peningamálum SÍ
Valdimar
Ármann
Hátíðarmessa verður í Stöðv-
arfjarðarkirkju á sunnudag í til-
efni af því, að nýlega var lokið við
að reisa klukknaturn við Stöðv-
arfjarðarkirkju, tuttugu og tveim-
ur árum eftir vígslu hennar, en
kirkjan var vígð árið 1991. Er um
merkan áfanga að ræða í kirkju-
lífinu á Stöðvarfirði að sögn
Gunnlaugs Stefánssonar sókn-
arprests.
Bræðurnir Sigurður og Þórir
Bjarnasynir frá Óseyri gáfu fjár-
muni til byggingar turnsins. Að
sögn Gunnlaugs er klukknaturn-
inn enn hljómlaus en ekkert fé er
til kaupa á kirkjuklukkum. Vonast
er til að úr rætist fyrr eða síðar.
Messan hefst kl. 14 og verða
kaffiveitingar í safnaðarheimilinu
eftir messu. Agnes M. Sigurð-
ardóttir, biskup Íslands, predikar.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Nýr turn Stöðvarfjarðarkirkja.
Nýr klukknaturn
reistur við Stöðv-
arfjarðarkirkju
Árleg flug-
eldasýning á Jök-
ulsárlóni verður
haldin laug-
ardagskvöldið
24. ágúst. Sýn-
ingin hefst kl 23
og stendur í um
það bil hálftíma.
Fram kemur í
tilkynningu, að
aðgangseyrir sé
1000 krónur og renni hann óskiptur
til Björgunarfélags Hornafjarðar
sem standi fyrir viðburðinum í sam-
starfi við ferðaþjónustuna á Jökuls-
árlóni og Ríki Vatnajökuls.
Sætaferðir verða frá Höfn og er
brottför frá Humarhöfninni kl.
21:15 og frá tjaldstæðinu kl. 21:30.
Fargjald er 1500 hvora leið.
Flugeldar lýsa
upp Jökulsárlón
Flugeldar yfir
Jökulsárlóni.
Kjaranefnd Landssambands eldri
borgara krefst þess að eldri borg-
arar njóti sömu kjara og samið
verður um á almennum vinnumark-
aði í komandi kjaraviðræðum.
Þetta kemur fram í ályktun sem
samþykkt var í gær. Þá hvetur
kjaranefndin ríkisstjórnina til að
standa við gefin loforð um lagfær-
ingu á kjörum eldri borgara og að
skerðingar sem settar voru á árið
2009 verði allar dregnar til baka.
Sömu hækkanir
fyrir eldri borgara
STUTT
Hæstiréttur hefur staðfest gæslu-
varðhald yfir karlmanni sem grun-
aður er um fjölmörg innbrot og
þjófnaði á tímabilinu frá júní til 19.
ágúst, þegar hann var handtekinn.
Maðurinn verður í haldi til 30. ágúst
næstkomandi.
Í greinargerð
lögreglustjórans
á höfuðborg-
arsvæðinu segir
að lögregla hafi
náð að tengja
hann við fjölda
afbrota en hann
sé grunaður um
enn fleiri og þurfi
hún því ráðrúm til rannsóknar. Þá
eigi eftir að greina muni sem lagt
hafi verið hald á við rannsókn máls-
ins.
„Verknaðaraðferð sé í fjölda til-
vika sú sama auk þess sem innbrotin
hafi átt sér stað á svipuðum stöðum.
Þá þekki kærði eða hafi tengsl við
fjölda tjónþola í framangreindum
málum. Enn fremur sé lögregla enn
að vinna úr símagögnum sem aflað
hafi verið við rannsókn málsins. Þá
hafi lögregla ekki enn náð að hand-
taka mögulegan samverkamann
kærða, A, en lögreglu gruni að hún
hafi verið með kærða að verki í ein-
hverjum af þeim innbrotum sem til
rannsóknar séu. Ljóst sé því að rann-
sókn málanna sé ekki lokið og hafi
enn ekki tekist að endurheimta mikið
magn þýfis,“ segir í greinargerðinni.
Flest innbrotin voru framin í Garða-
bæ. Þar braust maðurinn meðal ann-
ars inn í íbúðarhús og stal m.a. reið-
hjóli, riffli, haglabyssu, sveðju og
silfurborðbúnaði. Þá fór hann inn í
annað íbúðarhús í Garðabæ og stal
þar 300.000 kr. í reiðufé auk vega-
bréfa og erlends gjaldeyris, banda-
rískum dollurum, tyrkneskum lírum
og pakistönskum rúblum. Þá fór
hann inn í íbúðarhús í Reykjavík og
stal þar sjónvarpi, myndavél, far-
tölvu o.fl. Maðurinn neitar sök í flest-
um málum en viðurkenndi þó að hafa
farið inn til ömmu sinnar og afa og
stolið 500.000 í reiðufé. Þaðan var þó
einnig saknað 6.000 evra.
Grunaður
um fjölda
innbrota og
þjófnaði