Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 VIÐTAL Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ríkharð Ríkharðsson, formaður Af- stöðu, félags íslenskra fanga, segir að bæði starfsfólk og fangar séu meðvitaðir um þá fíkniefnaneyslu sem fram fer á Litla-Hrauni þar sem hann er vistaður. Hins vegar hafi neyslan verið í lágmarki að undan- förnu. „Þetta er fangelsi og það verður alltaf einhver neysla. En þetta hefur verið í algjöru lágmarki í sumar,“ segir Ríkharð. Þetta er sjúkdómur Ríkharð hefur að eigin sögn alls setið í fangelsi í fjögur til fimm ár. Aðspurður hvers vegna minni neysla hafi verið innan veggja fangelsisins að undanförnu segir hann að þakka megi það auknu eftirliti auk þess sem samsetning fanga sé önnur en hún hefur verið. „Hópurinn hefur verið góður í sumar. Ég hef verið hér fjögur eða fimm sumur og aldrei orðið var við eins litla fíkniefna- neyslu og núna í sumar,“ segir Rík- harð. Aðspurður segir hann meðferðar- úrræði sem föngum er boðið upp á mjög góð. Hins vegar séu yfirvöld of fljót að grípa til refsinga þegar menn „detta í það“. „Þetta er náttúrlega sjúkdómur og þú refsar ekki veikum mönnum,“ segir Ríkharð. Hjálpa mönnum að verða edrú Eins og fram kemur í máli Jóns Þórs Kvaran, meðferðarfulltrúa á Litla-Hrauni, eiga fangar gjarnan til að falla í freistni þegar þeir eiga samneyti við aðra fanga á opnum svæðum. Segir hann þá sem eru í neyslu eiga það til að reyna að draga hina fangana með sér. Ríkharð segir þetta ekki vera tilfellið um þessar mundir. „Ef einn af félögum okkar segist ætla að vera edrú þá hjálpum við honum. Þá eru strákarnir ekki að ota neinu að honum. Meðferðar- gangurinn er virtur. Menn vita að það á ekki að bjóða mönnum neitt sem eru í meðferð,“ segir Ríkharð. Hann segir viðhorf hafa breyst mik- ið síðan hann hóf afplánun. „Með- ferðargangurinn er orðinn miklu sterkari í dag en hann var. Þá var hann nýr en hann verður betri með hverju árinu,“ segir Ríkharð. Aðspurður um smyglleiðir inn í fangelsið og hvort fangar þekki leið- ir til þess að koma fíkniefnum þang- að segir Ríkharð svo vera. „Almenn- ir fangar og almennir starfsmenn eru meðvitaðir um þetta. Með nýrri tækni komar nýjar leiðir. Þetta verður alltaf til staðar en það er kannski hægt að stjórna því að ein- hverju leyti hversu mikið magn fer inn í fangelsin,“ segir Ríkharð. Fíkniefnaneysla í lágmarki  Formaður Afstöðu segir góð meðferðarúrræði á Litla-Hrauni  Segir alltaf hægt að finna leiðir til að smygla fíkniefnum  Refsingar eru ekki rétta leiðin Morgunblaðið/Júlíus Fangaklefi Formaður Afstöðu segir fíkniefnaneyslu í lágmarki á Litla- Hrauni. Þakka megi auknu eftirliti og betri samsetningu fanga. Margrét Frímannsdóttir, for- stöðumaður fangelsisins að Litla-Hrauni segir að tölur um minni fíkniefnaneyslu í fang- elsum séu í takt við hennar upp- lifun. Meðferðarúrræði fangels- isins og bættu eftirliti sé að þakka. „Ég tel að meðferð- argangurinn hafi gjörbreytt hugarfari margra stráka sem eru vistaðir á Litla -Hrauni. En það er alltaf ákveðinn hópur sem er vistaður í fangelsi sem er alls ekki tilbúinn til þess að taka á sínum málum,“ segir Margrét. Hún segir hlutfall fanga sem eigi við fíkniefna- vandamál að stríða haldast lítið breytt. „Dómar hafa verið að þyngjast og því breytist sam- setning fangahópsins minna á milli ára en áður,“ segir Mar- grét. Hún segir að þeir fangar sem koma nýir inn eigi ekki síð- ur við fíkniefnavanda að stríða en áður. „Langflestir fangar eru hér tengdir brotum sem rekja má til fíkniefnaneyslu,“ segir Margrét. Oftast tengd fíkniefnum SVIPUÐ NEYSLA ALLT ÁRIÐ Nánar á heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Oft er talað um Magnesíum sem„anti –stress“ steinefni því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um 300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur. Magnesium vökvi Virkar strax • Til að auka gæði svefns • Til slökunar og afstressunar • Hröð upptaka í líkamanum • Gott til að halda vöðvunum mjúkum Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Morgunblaðið greindi í gær frá óánægju móður vegna fjölda daga yf- ir skólaárið þar sem ekki er gert ráð fyrir að börnin mæti í skólann. Slíkt sagði hún erfitt fyrir vinn- andi fólk sem þyrfti að taka meira frí úr vinnu en sem nemur sumarfríi til að mæta þessu. Þannig reiknaðist henni til að for- eldrar þyrftu að mæta 55 fleiri frí- dögum en þeir hefðu yfir að ráða. Bundið í kjarasamninga Auður Árný Stefánsdóttir, skrif- stofustjóri grunnskólaskrifstofu Reykjavíkurborgar, sagði fjölda starfsdaga kjarasamningsatriði. „Þessi fjöldi starfsdaga er bundinn í kjarasamninga, lög og reglugerðir,“ sagði Auður. Hún sagði einnig að skólaárið á Íslandi væri nokkru styttra en þekktist hjá einhverjum hinna Norðurlandaþjóðanna, þó svo að skólaárið hér hefði lengst nokkuð á undanförnum árum. „Það er ekki langt síðan þeir urðu 180. Hins vegar er rétt að vekja athygli á því í þessari umræðu að Reykjavíkurborg býður upp á frístund alla daga fyrir nem- endur í 1. til 4. bekk grunnskóla, líka þá daga sem ekki er kennt.“ Börn í yngstu bekkjum grunnskóla eru því ekki send heim á dögum þar sem ekki er kennt allan daginn og geta komið í skólann þá daga sem ekki er skipuleg kennsla. Kjarasamningar ráða starfinu Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í skóla- og frístunda- ráði, sagði skólastarf í grunnskóla að of miklu leyti stjórnast af kjarasamn- ingum. „Leiðin til úrbóta er að draga úr miðstýringu í kerfinu, auka sveigj- anleika og gera aðstæður líkari því sem gerist á almennum vinnumark- aði.“ Hann bendir á kerfi sem hefur verið kennt við bókun fimm, en það gengur út á öðruvísi og sveigjanlegri stjórnun grunnskóla. „Þessi stjórnun hefur verið tekin upp í nokkrum skól- um borgarinnar með samningum við kennara, sem felur í sér sveigjanlegri kennsluhætti, og ég hef orðið var við mikla ánægju með hana.“ Vandi grunnskól- ans kerfislægur  Kjarasamningar ráða starfsdögum Kjartan Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.