Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 F L Í S A V E R Z L U N Bæjarlind 4, 201 Kópavogur | S: 554 6800 - Fax: 554 6801 | Njarðarnesi 9, 603 Akureyri | S: 466 3600 - Fax 466 3601 | www.vidd.is Veldu rétt FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA HUMARSALAT “á la Café Paris” með klettasalati, papriku, fetaosti, sultuðum rauðlauk, cous-cous og hvítlaukssósu RISARÆKJUR MARINERAÐAR í chili, engifer og lime, bornar fram með spínati, klettasalati, rauðlauk, tómötum, mangó og snjóbaunum BARBERRY ANDAR ,,CONFIT” SALAT með geitaosti, brenndum fíkjum, fersku salati, rauðrófum, melónu, ristuðum graskersfræjum, rauðlauk og appelsínufíkjugljáa Í fréttum hefur komið fram, að Ragn- heiður Elín Árnadótt- ir, ráðherra, hafi ný- verið farið um svæðið, þar sem Norð- lingaölduveita kæmi til með að verða, ef af framkvæmdum verð- ur. Fram kom m.a. að augu ráðherrans fyrir þessari framkvæmd hefðu opnast og skiln- ingur aukist til muna við yfirferð hans um svæðið. Var ekki annað á ráðherranum að heyra en að hann teldi eftir þetta sjálfsagt að ráðast í framkvæmdina. Aðdáunarvert er, að það tók ráðherrann aðeins dags- stund að líta á svæðið og mynda sér skoðun. Venjulegur ferða- langur myndi eflaust þurfa nokkra daga til að átta sig vel á að- stæðum. Skoðunarferð þessi hefur væntanlega ver- ið farin í boði Lands- virkjunar undir hand- leiðslu sérfræðinga og yfirmanna félagsins. Engum sögum fer af því, að hinum að- ilanum, náttúruvernd- arsamtökum og fleirum, hafi verið gert kleift að koma að málinu og fá þannig notið þess jafnræðis, sem vera ber. Afstaða ráðherrans virðist því hafa mótast af snöggsoðnum heilaþvotti Landsvirkjunar. Ekki væri gott að eiga t.d. dómsmál und- ir dómara, sem dregist hefði inn í að skoða mál með sambærilegum einhliða hætti. Vonandi sýnir iðn- aðarráðherra af sér vandaða stjórn- sýslu í framtíðinni. Vitrun ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunar Eftir Björn Ólaf Hallgrímsson » Yfirlýsingar Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, ráðherra, um nýja sýn á Norð- lingaölduveitu vekja spurningar um einhliða málflutning Landsvirkjunar. Björn Ólafur Hallgrímsson Höfundur er lögfræðingur og starfar sem lögmaður. Forseti vor, æðsti maður þjóðarinnar, er mikilmenni, maður al- þýðunnar, hógvær og lítllátur. Allar tillögur um lög sem meirihluti Alþing- is hefur samþykkt verður hann að stað- festa með undirskrift sinni til þess að þau öðlist lagagildi fyrir þjóðina. Hann hefur opnað möguleika fyrir almenning í gegnum sig að hafa áhrif á lagasetningar Alþing- is, með því að virkja og beita 26. gr. núverandi stjórnarskrá lýðveld- isins. Það hefur hann gert nokkrum sinnum, þegar ákveðinn fjöldi kosningabærra aðila, 20 þúsund eða fleiri, hefur skorað á hann að stöðva tiltekið frumvarp. Forseti vor hefur því mikið vald sem er vandmeðfarið. Þegar 38.000 áskriftir almennra borgara óskuðu þess að hann beitti 26. gr. til að stöðva ákveðið mál frá drengjunum hans BB og SDG sem snertir undirstöðuatvinnufyr- irtæki okkar. LÍÚ, var hann neyddur til erfiðra ákvarðana. Þessir 38 þúsund óvitar, sem sennilega eru allir stuðningsfólk heilbrigðisráðherra, vildu hjálpa ráðherranum, Kristjáni Júlíussyni, að ná í þessa 8-9 milljarða frá LÍÚ, sem hefðu reddað honum og heilbrigðisgeiranum, en forseti vor hafnaði beiðninni og með því millj- örðunum frá LÍÚ. Þar sem forseti vor veit af víð- tækri visku sinni að almenningur hefur lítið vit á pólitík þá reynir hann af lítillæti sínu að útskýra mismuninn á þeirri ákvörðun sinni að hafna beiðni 38.000 áskorenda en samþykkja beiðni 20.000 áskor- enda, t.d. mismuninn á leigu- tekjum og skattatekjum. Ef sveitarfélag á land og leigir landið fyrirtæki fyrir rekstur sinn þá er ekkert óeðlilegt að sveitarfé- lagið taki bæði leigu af landi sínu (það er jú föst auðlind) og fast- eignaskatta af fasteignum á land- inu og tekjuskatt af hagnaði fyr- irtækisins, En það er annað með útvegsfyr- irtæki, þau eiga oftast litla eða enga fasteign, bara skip og skip er engin fasteign (það er yfirleitt allt- af á hreyfingu) og sjór er ekki land, sjór er óstöðug, fljótandi auð- lind, sem erfitt er að henda reiður á, svo ekki er hægt að líkja þess- um tveim auðlindum saman með tilliti til leigutöku eða skattlagn- ingar. Hvort óvitar skilja þetta skal ósagt látið því forseti vor er engum öðrum líkur í framkomu og athöfnum. Ég vona að forseti vor, af víðsýni sinni og visku, haldi áfram þessu frábæra starfi sínu og fari að virkja og beita fleiri ákvæðum í núverandi stjórnarskrá, en 26. gr. sem hann nú þeg- ar hefur virkjað. Eftirfarandi grein- ar þarf hann að virkja og beita. 25. gr. en þar segir: „Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga og ann- arra samþykkta.“ 28. gr. En þar segir: „Þegar brýna nauðsyn ber til, getur for- seti gefið út bráðabirgðalög (þegar Alþingi er ekki að störfum.) Ekki mega þau þó ríða í bága við stjórn- arskrána. Ætíð skulu þau lögð fyr- ir Alþingi þegar það kemur saman á ný.“ Í 29. gr. segir: „Forseti getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli falla niður, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka.“ Í 30. gr. segir: „Forsetinn veitir sjálfur, eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum og reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.“ Þetta er orðrétt tekið upp úr nú- verandi stjórnarskrá lýðveldisins. Ég er hér um bil viss um að þegar forseti vor hætti við að hætta sem forseti vor, þá var hann að hugsa um að nota þessar grein- ar til að bjarga þjóð sinni Hugsið ykkur ef forseti vor legði fyrir Alþingi frumvörp samkvæmt 25. gr. um meiri jöfnuð í þjóðfélag- inu, sem honum er svo umhugað um eða bann við hroka og mikil- læti embættismanna, sem er svo algengt hjá mönnum í háum emb- ættum. Eða gefa út samkvæmt 28. gr. t.d. um að menn mættu ekki safna undirskriftum nema með samþykki hans. Fella niður saksókn fyrir afbrot og náða menn. Samkvæmt 29. gr. t.d. að náða nána vini og veita sjálfur undanþágur frá lögum, sem farið hefur verið eftir hingað til. samkvæmt 30. gr. Allt þetta gæti forseti vor gert, alveg eins og hann hefur beitt 26.gr. því ég veit ekki betur en að allar greinar í stjórnarskránni séu jafn réttháar. Hann gæti t.d. gefið út, eða lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um að ekki mætti skamma vini sína og LÍÚ. Hann gæti sagt nafna sínum, Óla sérstökum saksóknara, að hætta að pikka í útrásarvíkingana vini sína og fara bara heim, og fleira og fleira gæti hann gert. Forseti vor má ekki í hógværð sinni og lítillæti stoppa við 26. gr. Hann verður að nota allt sitt vald til að óróadeildin á Alþingi hætti þessu þvargi og geri eins og hann vill, því eins og allir vita er þar hver höndin upp á móti annarri og forseti vor verður að sýna hver valdið hefur. Á hátíðastundum er forseti vor, æðsti maður landsins, oft kallaður landsfaðir, mér finnst að við ætt- um, þegar hann fer að beita fram- angreindum stjórnarskrár ákvæð- um ekki að kalla hann lengur forseta vor, heldur „Faðir vor á Bessastöðum“. Forseti vor Eftir Hafstein Sigurbjörnsson » Forseti vor hefur því mikið vald sem er vandmeðfarið. Hafsteinn Sigurbjörnsson Höfundur er eldri borgari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.