Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTASKÝRING Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is Meðferðarstarf á Litla-Hrauni hefur átt stóran þátt í að draga úr fíkni- efnaneyslu innan veggja fangels- isins. Stöðugir biðlistar eru eftir að komast í meðferð og grundvöllur er fyrir fleiri plássum. Þetta segir Jón Þór Kvaran, með- ferðarfulltrúi á Litla-Hrauni. Hann segir að með tilkomu með- ferðargangsins árið 2007 hafi mikil viðhorfs- breyting innan fangahópsins átt sér stað. „Fyrst þegar gangurinn var opnaður var þeim sem fóru í meðferð svolítið strítt, reynt var að gera lítið úr þessari ákvörðun hjá mönnum. Í dag er meiri virðing bor- in fyrir starfinu og þeim ein- staklingum sem leggja sig fram við að ná tökum á fíkn sinni.“ Stöðugir biðlistar eftir meðferð Ellefu pláss eru á ganginum og lágmarksdvöl er þrír mánuðir, margir velja þó að vera allt upp að níu mánuðum. Stöðugir biðlistar eru eftir meðferðarplássi og segir Jón Þór að á hverjum tíma séu allt að tólf fangar á biðlista. „Við veitum þeim sem bíða regluleg viðtöl og stuðning. Það er ekki alltaf svo að sá sem næstur er á biðlista sé næsti maður inn. Við metum hversu vel hann er að nýta þá þjónustu sem honum býðst og hversu staðfastur hann er. Sýni menn engan lit geta þeir lent í því að bíða svolítið lengi,“ segir Jón Þór. Þeir sem koma á meðferð- arganginn eru oftast ekki djúpt sokknir í neyslu, þar sem ein- staklingur hefur oftast verið í fang- elsi á biðlista áður en hann kemst á annað borð í meðferð og almennt er erfiðara að nálgast fíkniefni innan fangelsisins. „Langflestir koma í fangelsi vegna þess að þeir eru að koma úr mikilli neyslu. Það fer alltaf í gang ferli þegar menn koma nýir inn, þ.e. afeitrunarferli í samstarfi við lækna og hjúkrunarfræðinga þar sem þeir eru trappaðir niður með lyfjum. Þó menn séu ennþá í ein- hverri neyslu er hún ekki jafn mikil og þegar þeir koma inn.“ Jón Þór telur að efla mætti starf- semina til muna og segir það galla að reka meðferðargang innan lítils fangelsis. „Þessir strákar þekkjast allir eða tengjast í gegnum neyslu. Það er erfitt að vera í meðferð en þurfa að fara í útivist, íþróttir og vinnu með öllum gömlu félögunum, sem eru ekkert á því að verða edrú. Þetta er erfitt umhverfi og hin full- komna meðferð ætti að vera, eða í það minnsta að halda áfram á öðrum stað en inni á Litla Hrauni. Þar væri hægt að undirbúa menn fyrir frekari meðferð eða veita þeim betri stuðn- ing út í lífið. Það er erfið staða að koma úr meðferð, en eiga svo tvö til þrjú ár eftir af afplánun.“ Úr meðferð í opið fangelsi Nokkur hvati er fyrir fanga að fara í meðferð og ná þannig tökum á neyslu sinni, þar sem hann getur átt möguleika á öðrum úrræðum, svo sem á að komast í opið fangelsi. Ferlið í gegnum afplánunarkerfið fyrir fanga er yfirleitt: Fangelsið á Litla-Hrauni, opið fangelsi að Sogni, þar sem að hámarki er hægt að vera í tvö ár, áfangaheimilið Vernd, þá rafrænt eftirlit og að lokum reynslu- lausn. Góður árangur á meðferð- arganginum getur flýtt fyrir ferð fangans í gegnum kerfið. „Það er alltaf horft til þess þegar menn sýna góða hegðun, eru edrú eða í skóla eða vinnu. Það er einnig forsenda fyrir því að fá að fara í meðferð að fangi sé annað hvort í skóla eða vinnu og þetta helst því í hendur. Þetta eru eintaklingarnir sem eru valdir fyrir opið fangelsi og þangað liggur leiðin fyrir marga þá sem standa sig vel í meðferðinni.“ Erfitt að fara úr meðferð í fangelsi  Viðhorfsbreyting meðal fanga á Litla-Hrauni  Biðlistar eftir meðferð  Auðveldara að komast í opið fangelsi eftir meðferð  Þyrfti að aðskilja meðferðina frá fangelsinu segir meðferðarfulltrúi Morgunblaðið/Ómar Meðferðargangur Ellefu pláss eru á meðferðarganginum, en allt að tólf manns eru á biðlista á hverjum tíma. Jón Þór Kvaran Hlutfall fanga í neyslu innan fangelsis 2007 2009 2011 35% 25% 13% Heimild: Niðustöður rannsóknar Boga Ragnarssonar, doktorsnema í félagsfræði við HÍ FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 „Þetta er ákveðin gulrót fyrir fanga, ef þeir halda sér edrú komast þeir í betri aðstæður,“ segir Helgi Gunn- laugsson, sérfræðingur í afbrotafræðum. Hann telur að minnkandi neyslu megi rekja til jákvæðrar hvatn- ingar og þess að ekki sé einungis horft til agavið- urlaga sem lausnar. „Forsenda betrunar fyrir þessa menn er að ná þeim edrú. Það er mjög mikilvægt að vinna að því og þessi nýju úrræði eru að skila ein- hverju.“ Þá telur hann að í meðferðinni þurfi að vinna með föngunum á markvissari hátt að áætlun, um hvað taki við eftir afplánun, svo þeir festist ekki aftur í sama fari. Meðferð er forsenda betrunar FANGAR KOMAST Í BETRI AÐSTÆÐUR EF ÞEIR HALDAST EDRÚ Helgi Gunnlaugsson Þyrla Landhelgisgæslunnar TF- LIF sótti í gær sjómann um borð í fiskiskipið Grundfirðing sem statt var 40 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Maðurinn brenndist á sjóðandi heitu vatni en ekki liggur að öðru leyti fyrir hvernig slysið varð eða hversu alvarlega slas- aður maðurinn er, samkvæmt upp- lýsingum frá Gæslunni. Maðurinn var hífður um borð í þyrluna og fluttur á Landspít- alann í Fossvogi þar sem þyrlan lenti skömmu fyrir klukkan fimm síðdegis. Þyrlan hafði ekki fyrr lent með slasaða sjómanninn en annað útkall barst vegna ferða- manns með brjóstverk sem stadd- ur var á Fimmvörðuhálsi. Fór þyrlan samstundis á Reykjavík- urflugvöll til eldsneytistöku og var síðan haldið á Fimmvörðuháls og lent við skálann kl. 17:58 þar sem sjúklingurinn var færður um borð. Þyrlan lenti svo við flugskýli Gæslunnar kl. 18:53 þar sem sjúkrabíll beið og flutti manninn á sjúkrahús. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Grundfirðingur Þyrlan TF-LIF hífði upp slasaðan mann úr fiskiskipinu Þyrla sótti sjómann með brunasár  TF-LIF fór í tvö útköll í röð í gær Fundur í Þjóðarbókhlöðunni kl. 16–18 föstudaginn 23. ágúst 2013 Dr. Mart Nutt, þingmaður frá Eistlandi: „Eistland. Smáþjóð undir oki erlends valds“ Dr. Pawel Ukielski, forstöðumaður safnsins um uppreisnina í Varsjá 1944: „Undir oki nasista og kommúnista“ Jafnframt verður opnuð ljósmyndasýning í Þjóðarbókhlöðunni um „Heimskommúnismann og Ísland“ Evrópuþingið hefur gert 23. ágúst að minningardegi fórnarlamba alræðis í Evrópu, nasisma og kommúnisma 40 ár eru í ár liðin frá útkomu bókarinnar Eistland. Smáþjóð undir oki erlends valds eftir Andres Küng, sem Davíð Oddsson þýddi Að fundinum standa Þjóðarbókhlaðan, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Rann- sóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt, RNH, og Varðberg Þáttur í samstarfsverkefni AECR og RNH um „Evrópu fórnarlambanna“. Eftir fyrirlestrana og opnun sýningarinnar verður móttaka í Þjóðarbókhlöðunni í boði RNH Allir velkomnir ÖRLÖG PÓLLANDS OG EISTLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.