Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 ✝ Eiríkur Guð-mundsson fæddist í Hull á Englandi 29. mars 1923. Hann and- aðist á Landspít- alanum við Hring- braut 12. ágúst 2013. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Ebenesers- son skipstjóri í Hull og Grimsby, f. 1886, d. 1940 og Jane Ellen Hall Godmund, f. 1893, d. 1923. Fósturforeldrar Eiríks voru Jón Finnbogi Kjart- ansson, f. 1893, d. 1972, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík og Salvör Ebenesersdóttir, f. 1898, d. 1983, húsmóðir. Alsystkini Eiríks voru Arthur Godmund, f. 1919 og Muriel Godmund Wood- house, f. 1921, þau eru bæði lát- in. Hálfsystkini, samfeðra, eru Agnes Godmund Blindell, f. 1927 og John Godmund, hann dó ungur. Uppeldissystkini Ei- ríks voru Kjartan Jónsson, f. 1925, d. 1990 og Guðfinna Jóns- dóttir, f. 1927, d. 2013. Þann 30. nóvember 1946 kvæntist Eiríkur Rakel Svein- björnsdóttur frá Stykkishólmi, f. 19. ágúst 1925. Foreldrar dóttir hans er Hekla. 2) Jón Ei- ríksson, f. 1948, maki Þórunn Þórisdóttir, f. 1951. Börn þeirra eru: a) Eiríkur Dór, f. 1975. Maki Elín Louise Knudsen, f. 1976. Dóttir þeirra er Elísabet Unnur. Sonur Elínar er Krist- ófer Thomasson. b) Unnur Erla, f. 1979. Maki Gunnar S. Jóns- son, f. 1972. Börn þeirra eru Thelma og Þórunn Erla. Sonur Gunnars er Hlynur Gunnarsson. c) Rakel Jónsdóttir nemi, f. 1987. 3) Sveinbjörn Breiðfjörð Eiríksson nemi, f. 1963, d. 14. maí 1986. Eiríkur ólst upp í Reykjavík, til heimilis að Grettisgötu 8. Að loknu grunnskólanámi við Aust- urbæjarskóla og síðar Héraðs- skólann á Laugarvatni lauk hann námi frá Samvinnuskól- anum á Bifröst árið 1943. Eirík- ur starfaði sem sölumaður og framkvæmdastjóri lengst af með fósturföður sínum í Sæl- gætisgerðinni Víkingi en síðar við eigin rekstur á Lakkrísgerð- inni Krumma. Síðustu ár starfs- ævi sinnar starfaði hann hjá Ís- landsbanka. Á yngri árum æfði Eiríkur knattspyrnu með Val, spilaði badminton og bridge með góðum félögum til margra ára. Hans aðaláhugamál var þó hestamennska og var hann lið- tækur félagi í Hestamanna- félaginu Fáki, þar sem hann sat í stjórn um tíma. Útför Eiríks fer fram frá Neskirkju í dag, 23. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 13. hennar voru Albína Guðmundsdóttir húsfreyja í Stykk- ishólmi, f. 1898, d. 1953 og Sveinbjörn Bjarnason formað- ur í Stykkishólmi, f. 1890, d. 1929. Ei- ríkur og Rakel eignuðust þrjá syni: 1) Guðmundur Eiríksson, f. 1946, maki Guðfinna Jó- hannsdóttir, f. 1948, þau skildu. Börn Guðmundar og Guðfinnu eru: a) Eiríkur, f. 1969, maki Inga Sigursveinsdóttir, f. 1969. Börn þeirra eru Birta, Guð- mundur og Anton Ernir. b) Björg Ýr, f. 1972, maki Óskar Jensson, f. 1974. Börn þeirra eru Bjarmi Fannar og Markús Orri. c) Rakel Ýr, f. 1972, maki Páll Líndal, f. 1967. Þeirra barn er Andrea Líf. Börn Páls eru Eydís Arna Líndal og Arnar Geir. Seinni maki Guðmundar er Jóna Sigríður Jónsdóttir, f. 1943. Börn Jónu Sigríðar eru Stefán Úlfarsson, f. 1965, maki Ping Wang, f. 1972, dóttir þeirra er Árný Wang. Þrándur Úlfarsson, f. 1967, maki Lotten Lidién, f. 1971, sonur þeirra er Emil. Gaukur Úlfarsson, f. 1973, „Einir fara og aðrir koma í dag“ skrifaði skáldið. Við tökum á móti með gleði og kveðjum með trega og sorg. Tengdafaðir minn hefur kvatt sitt jarðneska líf eftir stutt en snörp veikindi. Hans er nú sárt saknað af ástvinum og samferðafólki sem áttu því láni að fagna að kynnast honum og njóta samfylgdar við hann. Við þátta- skil þjóta í gegnum hugann hug- ljúfar minningar um einstaklega góðan tengdaföður. Hann lifði langa og farsæla ævi, sáttur við Guð og menn. Eftir rúm fjörutíu ára kynni er margs að minnast og margt að þakka fyrir. Það var alltaf jafn- notalegt að koma á heimili tengdaforeldra minna Eiríks og Rakelar. Eiríkur bjó yfir þeirri náðargáfu að geta látið öllum líða vel í kringum sig. Hvar sem hann kom var hann hrókur alls fagn- aðar, mikill húmoristi og hafði glöggt auga fyrir því spaugilega í tilverunni. Ungir sem aldnir löðuðust að honum og barnabörnin nutu þess að vera í kringum hann, þar var ávallt hlátur og gleði. Óhætt er að fullyrða að hagur þeirra sem næst honum stóðu var ætíð efst í huga hans. Barnabörnin fengu ómælda aðdáun og athygli. Eiríkur fæddist í Hull á Eng- landi, yngstur þriggja alsystkina. Móðir hans, Jane Ellen Hall, lést þegar hann fæddist. Faðir hans, Guðmundur Ebenesersson skip- stjóri, sem þá hafði fyrir tveimur eldri systkinum hans að sjá, sendi hann sjóleiðis til Íslands aðeins þriggja mánaða gamlan. Hér heima tóku föðursystir hans, Sal- vör Ebenesersdóttir, og hennar maður, Jón Kjartansson, hann í fóstur. Hann ólst upp hjá þeim sem sonur þeirra ásamt tveimur uppeldissystkinum, þeim Guð- finnu Jónsdóttur og Kjartani Jónssyni. Eiríkur hélt ávallt góðu sambandi við fjölskyldu sína í Englandi, sem hann heimsótti með reglulegu millibili. Eiríkur starfaði lengst af með fósturföður sínum í Sælgætis- gerðinni Víkingi, en þeirra sam- band var frá fyrstu tíð einstak- lega náið og kærleiksríkt. Nú þegar lífsgöngu Eiríks er lokið finnst mér ljúft að hugsa til þess hversu mikill gæfumaður hann var í einkalífi. Hann giftist æskuástinni sinni, Rakel, sem er fædd og uppalin í Stykkishólmi. Mér var sagt af innfæddum Hólmara að Eiríkur hefði náð í fallegustu stúlkuna í Stykkis- hólmi. Þau voru einstaklega sam- hent og glæsileg hjón. Hann elsk- aði hana og dáði og mátti vart af henni sjá. Hjónaband þeirra var alla tíð mjög kærleiksríkt, sem sýndi sig svo vel í þeirri um- hyggju sem hann naut frá eigin- konu sinni síðustu ár ævi sinnar. Einn skugga bar þó á þeirra líf, en fyrir 27 árum misstu þau yngsta son sinn, Sveinbjörn Breiðfjörð, þá aðeins 22 ára gamlan, eftir erfið veikindi. Hann var þeim og allri fjölskyldunni mikill harmdauði. Að leiðarlokum kveð ég minn kæra tengdaföður með virðingu, þakklæti og hlýhug og bið Rakel tengdamóður minni Guðs bless- unar. Þórunn P. Þórisdóttir. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast með fáeinum orðum tengdaföður míns Eiríks Guð- mundssonar sem lést 12. ágúst síðastliðinn eftir stutta sjúkra- húslegu. Við sem næst honum stöndum sjáum nú á eftir sérstaklega góð- um og ljúfum manni sem alltaf var gott að hitta. Það sem var eft- irtektarvert í fari Eiríks var kurteisin og háttvísin. Hann var glaðsinna og spaugsamur og svo- lítið stríðinn á góðsaman hátt. Útlitið var ekki íslenskt, dökkur á húð og hár, enda af erlendu bergi brotinn í aðra ættina og þaðan kom líklega hinn sanni „séntilmaður“ sem Eiríkur var. Hann lét sér annt um fjölskyldu sína og vini og sýndi það hin síð- ari ár með því að vilja fylgjast vel með hverjum og einum. Sérstakan áhuga hafði Eiríkur á að fylgjast með ferðalögum fólksins síns. Hann vildi fá að vita ferðaáætlunina á sem gleggstan hátt og síðan þegar heim var komið hvað hlutirnir hefðu kost- að, hvernig hótelin hefðu reynst og bera það síðan saman við fyrri tíma þegar þau Rakel höfðu verið þar á ferðalagi. Þau hjónin Rakel og Eiríkur höfðu greinilega átt góða daga saman, það var auð- heyrt og oft lifnaði verulega yfir samræðunum á Reynimelnum þegar talið barst að ferðalögum þeirra til Englands en þá voru systkini og ættingjar Eiríks heimsótt. Þau hjónin Eiríkur og Rakel voru falleg hjón, svo að eft- ir var tekið og svo náin voru þau að þau fóru helst aldrei neitt hvort án annars. Við Guðmundur erum þakklát fyrir yndislegan dag sem við áttum með Eiríki og Rakel aðeins hálfum mánuði áð- ur en Eiríkur lést. Við fórum í bíltúr austur á Þingvöll. Dægur- minnið hjá Eiríki hafði dvínað síðustu árin en á leiðinni austur þekkti hann hvern bæ og auðvit- að hafði hann nöfn fjallanna á takteinum. Hann og við öll nut- um ferðarinnar frá upphafi til enda og ekki spillti fyrir að fá sér kaffisopa og pönnukökur á græn- um bala í fögrum faðmi Þing- valla. Ef lundin er létt í spori og lífið syngur við raust, verður þér allt að vori: Vetur, sumar og haust. (St.H.) Eiríkur varð 90 ára í mars síð- astliðnum og við það tækifæri skrifuðum við fjölskylda hans þessa litlu stöku, sem á svo vel við hann, á afmæliskort til hans. Ég bið Guð að blessa Eirík Guðmundsson. Jóna Sigríður Jónsdóttir. Afi Eiríkur var einstaklega hlýr og góður maður. Bjart og fallegt bros hans tók ævinlega á móti okkur þegar við heimsótt- um hann og ömmu á þeirra fal- lega heimili í Hegranesinu og síð- ar á Reynimelnum. Amma og afi hafa alltaf verið höfðingjar heim að sækja og kræsingarnar eftir því. Það var alltaf gaman að spjalla við afa um allt á milli himins og jarðar. Hann var svo vel inni í öll- um málum, hvort sem það voru þjóðmálin, veðrið eða enski bolt- inn. Hann var líka alltaf svo áhugasamur um allt sem við vor- um að fást við og stoltið af barna- börnunum leyndi sér ekki. Við systur vorum ekki gamlar þegar við vorum farnar að fara með leið 10 niður á Grensás til þess að heimsækja afa í Lakkr- ísgerðina Krumma sem afi átti og rak til margra ára. Við fórum aldrei tómhentar þaðan og vor- um oftast leystar út með lakkrís og smávasapening. Það var síðan toppurinn á tilverunni að fá að hjálpa til við að pakka lakkrísn- um í poka. Afi var líka duglegur að fara með okkur barnabörnin í bíltúr á bláa Volvobílnum sem hann átti svo lengi. Þá var gjarnan komið við í sjoppu og keyptur Tópas handa okkur. Með þessu fáu orðum viljum við systur minnast yndislega afa okkar sem við erum þakklátar fyrir að hafa átt. Elsku amma, megi Guð vera með þér og styrkja þig í sorginni. Björg Ýr og Rakel Ýr. Elsku afi minn. Óskaplega þótti mér alltaf vænt um þig og mikið þykir mér erfitt að kveðja þig. Þú varst alveg einstakur maður og alltaf svo glæsilegur. Þegar ég sagði vinum mínum frá þér átti ég það til að kalla þig ítalska afann minn því þú minntir mig alltaf á Ítala, með þessi brúnu augu og dökka hörund. Það sem er mér hvað minnistæðast er hvað þú varst ávallt jákvæður. Ég man ekki til þess að hafa nokkurn tíma séð þig annað en glaðan og bros- andi. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa alist upp við fyrirmyndir í líf- inu eins og þig og ömmu. Þið tvö eruð mér svo einstaklega kær. Mikið fannst mér alltaf gaman að koma í heimsókn til ykkar á Reynimelinn og spjalla yfir rjúk- andi kaffibolla og bakkelsi. Þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á því sem ég var að gera, hvort sem það var ný vinna eða skólinn. Sama hvað við spjölluðum um þá var alltaf stutt í grínið hjá þér. Alla tíð voruð þið amma eins og unglingar, ástfangin upp fyrir haus alveg til síðasta dags. Mér þykir það svo aðdáunarvert. Þó svo að mér þyki erfitt að kveðja þig, elsku afi, þá er ég þakklát fyrir að þú varst svo lengi hjá okkur við góða heilsu. Á þessu ári fögnuðum við fjölskyldan níræð- isafmælinu þínu á Hótel Holti. Það var heljarinnar veisla með til- heyrandi kræsingum og lekker- heitum. Ég gleymi því ekki þegar ég spurði þig hvernig þér hefði þótt maturinn, þá hvíslaðir þú að mér: Hún amma gæti nú eldað töluvert betri mat. Ég gat ekki annað en skellt upp úr við þessa skemmtilegu athugasemd þína. Elsku afi, ég er þakklát fyrir að þú hefur verið hluti af mínu lífi. Mér þykir einstaklega vænt um þig og ég sakna þín mikið. En ég veit að þú ert kominn á góðan stað í félagsskap Bubba. Hvíldu í friði, afi minn. Rakel Jónsdóttir. Afi minn, Eiríkur Guðmunds- son, er látinn. Fráfall hans bar að með skjótum hætti en að baki átti hann langa og gifturíka ævi. Hann fæddist í Englandi í mars- mánuði 1923 en flutti ungur út til Íslands. Hann varð því níræður fyrr á þessu ári. Af því tilefni bauð hann sinni nánustu fjölskyldu til kvöldverðar til að fagna stóraf- mælinu. Á þessari kvöldstund var hann í essinu sínu og greinilegt hversu mikið hann naut þess að vera innan um fjölskyldu sína. Við sem stöndum honum næst erum þakklát fyrir að hafa átt ánægju- legt kvöld með honum og ömmu. Frá því að vera ungur drengur, sem fyrst man eftir afa sínum, og tæplega þrjátíu árum síðar hefur minningin um afa lítið breyst. Hann var alltaf glaður, léttur í lundu og tók öllum fagnandi. Honum var mjög umhugað um sína nánustu og velferð þeirra. Hann hafði líka einstakt lag á að ræða við okkur börnin á jafnræð- isgrunni þó að áratugir skildu að í aldri. Þegar ég var ungur dreng- ur var afi minn jafnframt sveip- aður nokkrum ævintýraljóma. Ástæða þess var þó af veraldleg- um toga en um árabil rak hann lakkrísverksmiðju hér í bæ. Ekki þarf að fjölyrða um þann ævin- týraheim sem opnaðist ungum stráki við að stíga inn í lakkrís- verksmiðjuna hans afa. Samband afa og ömmu var alla tíð sterkt, þau voru náin en samt sjálfstæð á sinn hátt. Saman bjuggu þau sér fallegt heimili sem stóð fjölskyldu og vinum alltaf op- ið. Ástríkt hjónaband afa og ömmu til 67 ára er okkur barna- börnunum mikilvæg fyrirmynd. Við fráfall afa míns fylgir djúp sorg. Það er þó huggun harmi gegn að afi á sinni löngu ævi skil- aði góðu dagsverki. Minning um góðan afa lifir. Eiríkur Dór Jónsson. Mig langar með örfáum orðum að minnast elskulegs afa míns, afa Eiríks, sem nú er fallinn frá. Við þessi kaflaskil í lífinu streyma fram ótal góðar minningar sem veita mér huggun í sorginni. Það var ævintýri líkast fyrir litla stelpu að eiga afa sem rak lakkrísverksmiðju, Lakkrísgerð- ina Krumma. Líklega er það ein af mínum skemmtilegustu æsku- minningum þegar ég fór með afa í Krumma og fékk að hjálpa til við að setja lakkrís í poka. Mínir pok- ar voru vel bólgnir og hugsaði ég með mér að einhver yrði heppinn að hreppa þessa poka. Lakkrís- lyktin fylgdi afa hvert sem hann fór og blái Volvoinn sömuleiðis. Þegar ég var að alast upp bjuggu amma og afi í Hegranesi í Garðabæ, stóru húsi með stórum garði við sjóinn. Það var mikið ævintýri að koma og fá að gista hjá ömmu og afa og var þetta hálfgerð sveit fyrir mér. Afi eyddi flestum helgum í að hugsa um garðinn og var ég spennt að kom- ast í verkin með honum og upp- skar að launum einn rauðan bréf- pening. Síðar fluttu amma og afi á Reynimel 64 og bjó afi þar með ömmu allt þar til veikindin bar að nú í ágúst. Það voru því aðeins nokkur hús á milli okkar og mun ég sakna þess að sjá ekki afa á svölunum á sólardögum eða geta rölt yfir í kaffi og spjallað við afa í eldhúsinu á Reynimel. Afi Eiríkur var sérlega glað- lyndur maður og smituðust þeir sem í návist hans voru af gleði hans og kátínu. Þá var alltaf stutt í grínið hjá afa og átti hann auð- velt með að sjá spaugilegu hlið- arnar á lífinu. Afi var einstaklega vel giftur og hefur samband ömmu og afa alltaf einkennst af ást, virðingu og vináttu. Þau voru mjög samrýmd hjón og er missir ömmu mikill. Þín verður sárt saknað, elsku afi minn. Unnur Erla. Sæll nafni var ávallt það fyrsta sem ég heyrði frá honum afa Ei- ríki þegar við hittumst eða heyrð- umst í síma. Mig langar í nokkr- um orðum að minnast afa sem nú er fallinn frá. Afi Eiríkur var ein- staklega ljúfur maður, sennilega sá ljúfasti sem ég hef hitt um æv- ina. Hann var ætíð glaður þegar maður kom til hans og vildi spjalla mikið um daginn og veg- inn. Hann var ávallt áhugasamur um enska boltann og þar áttum við svo aldeilis samleið. Mikið var það nú líka gaman þegar maður tók með sér vini og heimsótti þig í Skeifuna þar sem þú rakst Lakkrísgerðina Krumma lengi vel. Hvað þú tókst okkur alltaf vel og gafst þér tíma til að spjalla við okkur, svo kvaddir þú okkur með kílói af indælum Krummalakkrís. Mínar bestu minningar um afa eru þegar hann og amma Rakel bjuggu í Arnarnesinu. Þar á mað- ur frábærar minningar sem eru mjög dýrmætar, sérstaklega því þá var frændi minn hann Bubbi svo oft með okkur. Þar héldum við oft jólin öll saman með tilheyr- andi veislum. Og talandi um veislur þá er svo stutt síðan við héldum upp á ní- ræðisafmælið þitt þar sem þú bauðst fjölskyldu þinni til þvílíkr- ar veislu á Hótel Holt sem verður lengi í minnum höfð. Hvað það var líka alltaf gaman að koma með krakkana í heimsókn til ykk- ar ömmu þar sem þau fengu að leika með allt gamla dótið og allt- af varstu svo áhugasamur um allt sem þau voru að gera. Afi gekk þó í gegnum erfitt tímabil með ömmu árið 1986 þeg- ar Bubbi frændi sonur þeirra féll frá. Þetta hafði mikil áhrif á okk- ur öll. Alveg er ég þó sannfærður um að Bubbi hafi tekið vel á móti þér þegar þú kvaddir okkar heim. Elsku amma, guð gefi þér styrk í sorginni. Elsku afi, ég kveð þig með söknuði í hjarta. Þinn nafni, Eiríkur Guðmundsson. Eiríkur Guðmundsson Elsku Júlla. Mig langar til að minnast þín með fáeinum orðum. Síðan ég kynntist þér 2009 þá hefur þú kennt mér alveg ótrúlega margt og mikið eins og t.d. að búa til mósaík og allt á milli himins og jarðar. Þú dáðist líka að perlu- saumnum mínum og öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Mér fannst líka gaman að koma heim til þín á Esjubrautina á afmæl- inu mínu fyrir tveimur árum. Það verður skrýtið að sjá þig ekki koma í heimsókn í föndrið. Hvíldu í friði. Ég votta fjöl- skyldu þinni innilega samúð. Kveðja, Áslaug Þorsteinsdóttir. Júlía Baldursdóttur eða Júlla eins og hún var alltaf kölluð vann hjá Akraneskaupstað til margra ára og alveg þar til hún varð að láta af störfum vegna erfiðra veikinda. Júlla stýrði félagsstarfi ör- yrkja og eldri borgara hjá Akra- neskaupstað af mikilli röggsemi en á sama tíma af einstakri alúð við alla sem þangað sóttu. Auk þess að standa fyrir hefðbund- inni handavinnu, eins og leir- og glervinnu ásamt almennri handavinnu og föndri, þá brydd- Júlía Baldursdóttir ✝ Júlía Bald-ursdóttir fædd- ist á Akranesi 2. mars 1946. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Akraness 9. ágúst 2013. Útför Júlíu fór fram frá Akra- neskirkju 16. ágúst 2013. aði hún upp á ýms- um nýjungum og var dugleg að halda námskeið. Það virt- ist allt leika i hönd- unum á henni. Það var líka oft líf og fjör í kringum Júllu og til að brjóta upp hvers- dagsleikann skipu- lagði hún með fólk- inu sínu ýmsar ferðir innan sem utan Akraness. Farið var til Reykjavíkur í hannyrðabúðir og á kaffihús, í sumarbústaðaferðir og í Garða- lund, skógræktarsvæðið á Akra- nesi með nesti svo eitthvað sé nefnt. Hana munaði nú heldur ekki um að bjóða heim til sín fjölda manns í kaffi og með því og þar var mikið spaugað og hlegið. Samstarfið við Júllu er ein- staklega eftirminnilegt m.a. vegna hennar samskiptahæfi- leika og ekki síst þess hvað hún hafði notalega nærveru. Hún var alltaf til í að leggja fólki lið og var góður hlustandi. Júlla náði einstaklega vel til fólksins síns og veitti mörgum þeirra fé- lagsskap, huggun og nærveru sem seint verður skilgreind inni í hefðbundinni starfslýsingu eða metin til launa. Fyrir hönd Akraneskaupstað- ar vil ég þakka Júllu fyrir óeig- ingjarnt starf í þágu sveitarfé- lagsins og fólksins í bænum okkar. Starfsmenn Akranes- kaupstaðar senda aðstandend- um sínar innilegustu samúðar- kveðjur. Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri Akraneskaupstaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.