Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013
Líklega þurfti svolítinn kjark til að
reima á sig eitt stykki svartan
strigaskó og ganga til fundar við
forseta Bandaríkjanna og önnur
fyrirmenni. Forsætisráðherra Ís-
lands, Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, hefur orð á sér fyrir að
vera heldur sérvitur en jafnframt
hugmyndaríkur maður og líklega
var það að mæta í sitthvorum skón-
um í takt við hans persónuleika.
„Hann byrjaði að roðna og svo
fór hann að verða fjólublár og blása
út og mér var alveg hætt að lítast á
þetta,“ sagði forsætisráðherrann í
samtali við mbl.is í gær þegar hann
lýsti vandræðum sínum vegna
eymsla í fæti sem urðu til þess að
hann komst ekki í spariskó nema á
öðrum fæti.
Í umfjöllun blaðsins í dag um
ástandið á lyflækningasviði og víð-
tæka óánægju lækna og heilbrigð-
isstarfsfólks á Landspítalanum er
vitnað í nýlega könnun sem leiddi í
ljós að einungis 1% unglækna er
ánægt með starfsaðstöðu sína.
Bent er á það vantraust sem mynd-
ast hefur milli lækna og stjórnenda
á Landspítalanum. Óánægjan
verður til þess að ársverkum hér á
landi fækkar vegna starfa ís-
lenskra lækna erlendis. Á sama
tíma fær fólk ekki fastan heim-
ilislækni vegna þess að ekki tekst
að manna stöður í heilsugæslu.
Kannski væri hægt að nota lýs-
ingu forsætisráðherrans um
ástandið í heilbrigðiskerfinu. Mæl-
irinn er að verða fullur, heilbrigð-
isstarfsfólk er orðið rautt af of-
þreytu og blátt af reiði yfir
aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar.
Vandinn blæs út og notendum heil-
brigðisþjónustunnar – sem finna á
eigin skinni fyrir samdrætti í þjón-
ustu spítalans og heilsugæslunnar
– er alveg hætt að lítast á þetta.
Sigmundur Davíð og ríkisstjórn-
in ættu ef til vill að reima strigaskó
á báða fætur og hlaupa aðeins hrað-
ar í átt að lausn vandans.
RABBIÐ
Læknandi strigaskór
Eyrún Magnúsdóttir
„Og hamingjan hún var best af öllu sköpunarverkinu, blandað fegurð, ást og góðmennsku, varð af skærri, tærri hamingju,“ sagði skáldið.
Markmiðið með hamingjuhádegi Reykjavíkurborgar og Hamingjuhússins er að eiga skemmtilega stund saman og stuðla að meiri hamingju og vellíðan
borgarbúa. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá sem fær hamingjuhormónana í líkamanum til að flæða hraðar, s.s. tónlist, hlátur, söng og ýmsar
gleði-uppákomur. Kunnir tónlistarmenn munu hjálpa borgarbúum að hlaða gleði-batteríin. Má þar nefna Valgeir Guðjónsson, Svavar Knút og Kristjönu
Stefáns og Jakob Frímann Magnússon. Fastir liðir verða hamingju-nesti, vímugjafi dagsins og sérhverri dagskrá lýkur svo með dansgöngu eða „dance
walk“. Meðal gesta í fyrsta hamingjuhádeginu var sjálfur borgarstjórinn, Jón Gnarr.
AUGNABLIK
Morgunblaðið/Rósa Braga
TÆR HAMINGJA
REYKJAVÍKURBORG OG HAMINGJUHÚSIÐ BJÓÐA BORGARBÚUM Í HAMINGJUHÁDEGI ALLA FÖSTUDAGA Í SEPT-
EMBER Í TJARNARSAL RÁÐHÚSSINS. VEL LÁ VITASKULD Á MANNSKAPNUM Á FYRSTA FUNDINUM.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Hátíð bjórs-
ins.
Hvar? Duusgötu
Keflavík.
Hvenær? Laugardag
frá 17.00-21.00.
Nánar: Bruggmsiðjan, Steðji, Víking,
og Ölgerðin halda upp á bjórhátíð í
tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ.
Bjórhátíð
Hvað? Fótbolti.
Hvar? Um allt land.
Hvenær? Frá 14-18.
Nánar: Keppni í 1.
deild og niður í 3.
deild, karla og kvenna
úti um allt land.
Knattspyrnuveisla
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? Segðu mér satt.
Hvar? Rýmið, Akureyri.
Hvenær? Laugardagur 20.00.
Nánar: Nýtt íslenskt leikrit um leik og
veruleika, sannleika og lygar. Ekkert hlé
og ekki við hæfi barna.
Bannað börnum
Hvað? Söguhringur
kvenna gerir listaverk
fyrir Kaffitár.
Hvar? Aðalsafni
Borgarbókasafns
Tryggvagötu.
Hvenær? Kl.13.30
laugardag og sunnudag.
Nánar: Allar konur velkomnar.
Listaverk kvenna
Hvað? Ipad dagur Nova.
Hvar? Nova, Kringlunni.
Hvenær? Laugardag kl.14-16.
Nánar: Sunna Ben myndlistarkona
teiknar myndir á spjaldtölvu af gestum
og gangandi að kostnaðarlausu í Nova-
búðinni.
Tækniteiknun
Hvað? Indiana Jones
og leitin að týndu örk-
inni.
Hvar? Í sófanum
heima.
Hvenær? Laugardag kl. 21.05.
Nánar: RÚV sýnir Indiana Jones-
myndirnar og er byrjað á leit hans að
týndu örkinni. Frábær fjölskyldu-
skemmtun.
Fjölskyldufjör
*Myndvinnsla forsíðumyndar: RAX. Egg-vopnið á myndinni var haldlagt hér á landi.