Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013
HEIMURINN
BANDARÍKIN
WASHINGTON
Barack Obama Banda-
ríkjaforseti leitaðist í
vikunni við að knýja þingið
til að styðja árás til að
refsa Bashar al-Assad,
forseta Sýrlands, fyrir að
beita efnavopnum. Hann er
sakaður um að hafa myrt
rúmlega 1400 manns með
eiturgasi í úthverfi Damaskus 21. mars. Obama
leitaði einnig stuðnings á alþjóðavettvangi þegar
hann hitti leiðtoga Norðurlanda og 20 helstu
iðnríkja og nýmarkaðslanda heims í vikunni.
EGYPTALAND
KAÍRÓ Ríkissaksóknari Egypta-
lands sagði aðMohamed Morsi,
leiðtogi Bræðralags múslíma, sem
herinn steypti af stóli í júlí, yrði
sóttur til saka fyrir að kynda undir
morðum ámótmælendum gegn
stjórn hans í desember. Morsi hefur
verið í haldi stjórnvalda frá því
honum var steypt.
KÍNA
PEKING Kínversk
stjórnvöld ráku yfir-
umsjónarmann ríkis-
rekinna fyrirtækja úr
starfi. Sögðu að Jiang
Jiemin hefði gerst
sekur um „alvarleg
agabrot“. Það orðalag
er iðulega notað um
spillingu. Frétta-
skýrendur leiddu
getum að því að
brottreksturinn væri hluti af hreinsunum
í kjölfarið á málaferlunum á hendur Bo
Xilai, sem var dæmdur í ágúst.
ÞÝSKALAND
BERLÍN Hvorki Angelu Merkel,
kanslara Þýskalands, né Peer
Steinbruck, áskoranda hennar,
tókst að bera sigur úr býtum í einu
sjónvarpskappræðunum, sem
haldnar verða fyrir kosningarnar
22. september. Merkel fer fyrir kristi-
legum demókrötum, sem hafa drjúgt
forskot á sósíaldemókrataflokk
Steinbrucks samkvæmt skoðanakönnunum.
Marglyttur eru meðal elstu
dýrasteingervinga, sem fund-
ist hafa. Fyrir um 550 millj-
ónum ára tók fjölbreytni lífs í
hafinu að aukast verulega. Tal-
ið er að fyrir það hafi mar-
glyttur að miklu leyti haft höf-
in út af fyrir sig. Marglyttur
eru því mjög lífseig lífsform.
Margar tegundir eru af mar-
glyttum. Þær hættulegustu
finnast einkum við strendur
Ástralíu og heita á latínu
chironex fleckeri. Þær geta
verið um 30 cm á breidd og
dregið á eftir sér 150 metra
hala af þreifurum. Þær eru
baneitraðar. Komist maður í
snertingu við sex metra af
þreifurum á hann að með-
altali fjórar mínútur ólifaðar.
Frá 1884 hafa 76 manns látið
lífið vegna eitrunar frá
þessari tegund af mar-
glyttum í Ástralíu svo
vitað sé og er ekki úti-
lokað að fjöldi tilfella
hafi annaðhvort ver-
ið greindur vitlaust
eða ekki verið
skráður.
M
arglyttum skolaði í
þúsundavís á land
í Garðabæ í byrj-
un ágúst og þótti
óvenjuleg sjón.
Fyrr í sumar brá mörgum í brún
við að sjá marglyttuger í Reykjavík-
urhöfn. Hvorugt telst þó óvenjulegt.
Árið 2006 fylltist Mjóifjörður af
marglyttum. Þær komust í laxeld-
iskvíar Sæsilfurs og brenndu
fiskana með fálmurum sínum.
Slátra varð öllum fiski úr fjórtán
kvíum.
Fréttir á borð við þessar má
finna víða að úr heiminum. 2011
varð að slökkva á kjarnakljúfum í
kjarnorkuveri á Skotlandi vegna
þess að síur þess stífluðust af mar-
glyttum. Sama sumar var ströndum
Benidorm lokað vegna marglyttna.
Árið 2006 var flugmóðurskipið Ro-
nald Reagan, sem kostaði fimm
milljarða dollara og er táknrænt
fyrir hernaðarmátt Bandaríkja-
manna, ofurliði borið af marglytt-
um. Þúsundir marglyttna lögðust á
kælikerfi kjarnaofnsins, sem knýr
skipið og það varð að leita til hafnar
í Ástralíu.
Slík tíðindi fara yfirleitt í furðu-
fréttaflokkinn, en staðreyndin er sú
að marglyttum fer fjölgandi og það
gæti haft afdrifarík áhrif á lífríki
hafanna.
Í sumar sögðu franskir sérfræð-
ingar að þeir hefðu sannanir um að
ofveiði smáfiska leiddi til fjölgunar
á marglyttum. Þeir skoðuðu hafið
undan Namibíu þar sem veiðar eru
frjálsar og Suður-Afríku þar sem
veiðum á síld, sardínu og ansjósum
er stjórnað.
„Á sjöunda áratugnum veiddust
tíu milljón tonn af sardínum árlega
við Namibíu. Nú eru tólf milljón
tonn af marglyttum komnar í stað-
inn,“ sagði Philippe Cury, vís-
indamaður við Þróunarrannsókn-
arstofnunina í Frakklandi, um
niðurstöðu rannsóknarinnar. Undan
S-Afríku varð enginn marglyttu-
faraldur.
Fyrr á þessu ári kom út bókin
Stung! On Jellyfish Blooms and the
Future of the Ocean eftir Lisu-ann
Gershwin. Þar rekur hún tjónið,
sem marglyttur geta valdið og spyr
hver myndi trúa því að „skvap-
kenndur, lítill hlaupfiskur, sem vart
er stærri en hænuegg og hefur
hvorki heila, hryggjarstykki,
né augu gæti lamað hag-
kerfi þriggja þjóða og
þurrkað út heilt vistkerfi“.
Það gerðist í Svarta haf-
inu þegar marglyttuteg-
undin mnemiopsis barst
þangað í sjó, sem
skip hafði tekið til
þess að halda jafnvægi vegna þess
að það var ekki með farm. Áður en
tegundin barst í Svarta hafið hafði
sjávarútvegur í Búlgaríu, Georgíu
og Rúmeníu, sem byggðist á veiðum
á ansjósum og styrju, dafnað vel. Á
níunda áratug liðinnar aldar fór
marglyttan að ryðja sér til rúms.
Ansjósan hvarf ásamt fleiri fiskteg-
undum og síðan fylgdi styrjan með
sín verðmætu hrogn.
Árið 2002 var heildarþyngd
mnemiopsis-marglyttunnar orðin
slík að hún var talin tífalt meiri en
næmi öllum fiski, sem veiddist í öll-
um heiminum á einu ári.
Fjórar kenningar hafa verið settar
fram um hvað gerðist. Ein er að an-
sjósustofninn hafi hrunið vegna þess
að marglytturnar átu hrogn þeirra
og seiði. Önnur að marglytturnar
hafi étið sama fæði og ansjósurnar,
sem fyrir vikið hafi drepist úr
hungri. Sú þriðja er að ofveiði hafi
leitt til þess að marglyttan hafði
meira æti en ella. Fjórða tilgátan er
að loftslagsbreytingar hafi valdið
samdrætti á svifi eða ýtt undir fjölg-
un marglyttnanna. Allir þessir þættir
gætu líka hafa verið að verki.
Mnemiopsis-marglyttan varð ekki
hamin fyrr en önnur marglyttuteg-
und, beroe, barst fyrir slysni í
Svarta hafið. Hún er með vísi að
tönnum og gat étið mnemiopsis-
marglyttuna. Það þurfti marglyttu
til að stöðva marglyttuna.
Gershwin nefnir fleiri dæmi um
hættuna af marglyttum og segir
fulla ástæðu til að vera vakandi fyr-
ir hættunni. Marglyttur éta mikið
og fjölga sér hratt. Mnemiopsis get-
ur étið tífalda þyngd sína á dag og
stækkað um helming. Þær eru ótrú-
lega lífseigar, þurfa lítið súrefni,
geta fjölgað sér á marga vísu og
eru nánast ódrepandi. Ef marglytta
er bútuð í fjóra hluta verða úr fjór-
ar marglyttur. Sumar marglyttur
verða aðeins millimetri að stærð, en
einnig eru dæmi um að marglyttur
hafi orðið metri á breidd og tæp-
lega hálft tonn. Gershwin bendir á
að undan suðurhluta Afríku hafi nú
myndast fermílna ábreiða úr mar-
glyttum, sem kæfi allt líf þar sem
áður voru gjöful fiskimið.
Árið 2006 var heildarlífmassi
fisks í heiminum talinn vera 3,9
milljónir tonna. Lífmassi marglyttna
var metinn 13 milljónir tonna. Gers-
hwin telur að þróuninni verði ekki
snúið við úr þessu: „Ég tel í hrein-
skilni sagt að það sé aðeins tíma-
spursmál hvenær úthöfin eins og
við þekkjum þau og þurfum á þeim
að halda verði gerbreytt. Engin
kóralrif iðandi af lífi. Engir voldugir
hvalir eða valtar mörgæsir. Hvorki
humrar né ostrur.“
Marglyttur
leggja undir
sig höfin
MARGLYTTUR ERU GRÁÐUG OG LÍFSEIG KVIKINDI, ÉTA
MIKIÐ OG FJÖLGA SÉR HRATT. VÍSINDAMAÐURINN LISA-
ANN GERSHWIN TELUR AÐ MARGLYTTUR SÉU AÐ TAKA
YFIR ÚTHÖFIN OG ÞEIRRI ÞRÓUN VERÐI EKKI SNÚIÐ VIÐ.
Lisa-Ann
Gershwin
BRÁÐEITRAÐ BIT
Gestir í sædýrasafninu í Stralsund í Þýskalandi skoða búr með marglyttum. Marglyttur eru orðnar aðsópsmiklar í úthöf-
unum og höfundur nýrrar bókar heldur því fram að þróuninni verði ekki snúið við úr þessu.
AFP
* Það eina sem mun fljóta um verða risastórar marglyttur.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði að yrði ekkert gert til að snúa við hruninu í evrópskum fiskstofnum yrðu heimshöfin gjörsneydd öllu lífi líkt og eyðimörk á efnahagsráðstefnunni í Davos í janúar.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL
kbl@mbl.is