Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013 Á borðum hefur að undanförnu verið nýdreg-inn þorskur úr sjó, kartöflur úr garðinum,salat, rauðrófur og baunir og sitthvað fleira þaðan líka. Allt ferskt. Ekki hægt að gera betur. Hrá- efnið eins gott og hugsast getur. Ferskur matur úr nærumhverfinu er að sjálfsögðu betri en matvara sem flutt hefur verið um langan veg, jafnvel heimshorna á milli. Gæðin stjórnast að hluta til af ferskleika, nálægð neytandans við framleiðand- ann og síðan að sjálfsögðu af framleiðsluaðferðum. Þar búa Íslendingar við mikinn munað samanborið við ýmsar þjóðir sem stunda grimma fjöldafram- leiðslu á mat með nánast öllum tiltækum ráðum. Ekki þykja öll þau ráð til eftirbreytni. Auðvitað er fram- leiðsla með verksmiðjubúum og eiturefnum ódýrari en frameiðsla í sátt við náttúruna. Það er og nokkuð sem margir einblína á: Að fá sem ódýrasta matvöru óháð gæðum. Matvælastefnan á Íslandi hefur verið heilbrigðismiðuð fremur en verðmiðuð. Við viljum að börnin drekki mjólk frekar en gos og niðurgreiðum því mjólkina. Það á við um ýmsa aðra landbún- aðarvöru einnig. Og við viljum neyta innlendrar mat- vöru af íslenska akrinum og úr íslenska gróðurhúsinu af heilbrigðisástæðum og vissulega einnig þjóðhags- legum ávinningi. En hversu langt erum við reiðubúin að teygja okkur eftir heilnæminu? Þau sem hafa efnin eru tilbúin að teygja sig býsna langt. Efnaminna fólki er þrengri stakkur sniðinn. Þetta verður síðan vandinn. Mataræðið verður tekjuskipt. Um heim all- an er fólk farið að sækjast eftir matvöru sem er heil- næm, jafnvel þótt hún kosti meira. Verksmiðjufóðrið verður þá fyrir hina sem ekki hafa kaupgetu. Ég hygg að fátt sé mikilvægara en að varðveita heilsu- samlegt fæði með þjóðum. Og þá ekki síður að fólki sé ekki mismunað eftir efnahag. Þess vegna hef ég gefið lítið fyrir allan andróð- urinn gegn niðurgreiðslu á heilnæmum mat og að sama skapi upphafningu markaðslögmála á þessu sviði. Ein er sú vídd í þessu máli sem ónefnd er og það er að sjálfsögðu fórnarkostnaðurinn við mikla flutninga á matvöru: Mengun. Það kostar sitt að flytja mikið magn matar landa á milli þótt það geti borgað sig peningalega. Mér býður í grun að þetta eitt muni valda því að í framtíðinni verði matvöru- flutningar tollaðir, jafnvel umfram það sem nú er, til þess að draga úr orkufrekum flutningum. Gæti verið ráð að láta andvirðið renna í alþjóðlegan umhverf- isverndarsjóð? Að sjálfsögðu mun alltaf tíðkast versl- un með mat, jafnvel heimshorna á milli. Og þannig verður því háttað með okkur Íslendinga að seint mun- um við verða sjálfum okkur nóg á þessu sviði. En við getum gert miklu betur, til dæmis með ylrækt sem að mínum dómi á að fá miklu meiri stuðning en nú er með lægra raforkuverði. Okkar land er ekki eins vel fallið til landbún- aðarframleiðslu og mörg önnur lönd en við sitjum á auðugum fiskimiðum og þegar allt kemur til alls liggja hagsmunir okkar í viðskiptum með matvöru: fiskinn. Við getum huggað okkur við að hagkvæmnisrökin eiga eftir að gilda um matvælaframleiðslu á heimsvísu að verulegu marki. Sá mun ætíð standa best að vígi sem besta hefur auðlindina, fiskimiðin eða moldina. Við komum því til með að flytja fiskinn út – og kornið inn. En ég spái því að mælistika hagkvæmninnar eigi eftir að breytast þegar fram líða stundir. Þá mun heil- næmi matarins og síðan þörfin á vernd umhverfisins verða fólki enn augljósari en nú. Hver veit nema hinir úthrópuðu niðurgreiðslu- og tollamenn komist aftur í tísku. Tollar og tíska ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Margir urðu til að taka upp hansk- ann fyrir menningu og listir eftir orð Gríms Gíslasonar, mið- stjórnarmanns í Sjálfstæðisflokki, um að lítið væri við listir að gera ef allir væru dauð- ir. Sindri Freys- son rithöfundur hafði þetta til mál- anna að leggja á fésbókinni: „Að gefnu tilefni kæru vinir: Framlög ríkisins til ALLRA menningarmála lækkuðu úr 11.158 milljörðum ár- ið 2009 niður í 10.195 milljarða árið 2012. Þetta er samtals 8,6% lækkun að nafngildi. En raunlækk- unin miðað við lánskjaravísitölu (1. júlí 2009-1. júlí 2012) nemur hvorki meira né minna en 22% Semsagt; meira en fimmtungs raunlækkun. Hefðu framlög ríkisins til menn- ingarmála fylgt lánskjaravísitölu hefðu framlögin í fyrra numið 13.072 milljörðum, eða næstum þremur milljörðum meira en fór í raun og veru í þennan málaflokk á seinasta ári. Þær krónur hefðu sannarlega komið sér vel fyrir ís- lenska menningu!“ Annað stórmál í netheimum var skóbúnaður forsætisráðherrans á fundi með fyrirmennum í Stokk- hólmi. Eins og fram hefur komið var Sigmundur Davíð í spariskóm á hægri fæti en svörtum íþrótta- skóm á þeim vinstri sökum bólgu. „Afhverju var hann ekki bara í báðum Nike? Hvað var hann að blanda þessum lakkskó í málið?“ spurði stjörnu- kokkurinn Hrefna Rósa Sætran á fésbók- arsíðu sinni. Fréttamaðurinn Karen Kjart- ansdóttir var á öllu kaldhæðnari nótum í sinni stöðuuppfærslu um málið: „djöfull er týpískt að loksins þegar karlkyns forsætisráðherra tekur við stjórnartaumunum tali fólk bara um skóna hans“. AF NETINU Lóa Pind fjallar um óhefð- bundnar starfsgreinar og frum- kvöðla á Íslandi í þáttunum Eitt- hvað annað. Rikka verður með spennandi þætti um heilsu og hreyfingu á Íslandi. Vala Matt, Solla í Gló og Þorbjörg Hafsteins sameina krafta sína í Heilsugeng- inu, þætti um heilsu og heilbrigðan lífsstíl. Finnur Thorlacius og Sig- ríður Elva Vilhjálmsdóttir stjórna bílaþætti og Kolbrún Björnsdóttir stjórnar vikulegum spjallþætti sem nefnist einfaldlega Kolla. Svo sem fram hefur komið fer systurstöð Stöðvar 2, Stöð 3, í loft- ið á næstunni. Meðal dagskrárliða þar verða Í makaleit, þáttur í umsjá Ragnheiðar Eiríksdóttur. Ólafur Þór og Sverrir Bergmann stýra Game tíví og Eva Laufey Stöð 2 hefur lagt mikla áherslu á innlenda dagskrárgerð undanfarin ár og engin breyting verður þar á í vetur. Af nýjum þáttum má nefna Óleyst lögreglumál í umsjón Helgu Arnardóttur, sjálfstætt framhald af Mannshvörfum. Siggi Hlö verður með spurninga- og gamanþáttinn Veistu hver ég var?, þar sem andi níunda áratugarins svífur yfir vötnum. Telma Tómasson og Teit- ur Guðmundsson fjalla um heil- brigðismál í þáttum sem nefnast Doktor. Bubbi Morthens stýrir Beint frá messa þar sem þekktir tónlistarmenn halda tónleika í messum skipa. Vala Matt fer í ferðalag um Ísland og heimsækir veitingamenn og aðra sælkera í Sælkeraferðinni. Kjaran Hermannsdóttir verður með vikulegan matreiðsluþátt. Gamlir vinir láta sig heldur ekki vanta. Logi Bergmann stýrir Loga í beinni fyrir áramót og Spurn- ingabombunni eftir áramót. Sindri Sindrason stýrir Heim- sókn, þar sem annálaðir fag- urkerar verða sóttir heim. Jón Ár- sæll heldur áfram með Sjálfstætt fólk, þrettánda árið í röð. Kristján Már Unnarsson heldur áfram með Um land allt. Lóa Pind stýrir póli- tískum umræðuþætti vikulega, en hann nefnist Stóru málin. Árni Ólafur snýr aftur með nýja þátta- röð af Hinu blómlega búi í nóv- ember. Sveppi heldur áfram að skemmta börnunum í íslensku barnaefni og Spaugstofan snýr aft- ur. Innlent á oddinn á Stöð 2 Vettvangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.