Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Síða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Síða 9
8.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Þ að verður að krydda lífið aðeins,“ segir Ragna Lóa en fatnaður hennar á hliðarlínunni í úrslita- viðureign Fylkis og Grindavíkur um hvort liðið færi upp í efstu deild, vakti verðskuldaða athygli. Ragna mætti til Grindavíkur með stóra og mikla húfu og gerði svo betur í síðari leiknum, sem fram fór í Árbænum. Þar dró hún fram sel- skinnsjakka og bætti honum við húfuna góðu. Fylkiskonur töpuðu ekki leik í A-riðli 1. deildar og unnu svo Grindavík samanlagt 6:3 í leik um sæti í úrvalsdeildinni. Þær mæta svo ÍA á laugardag í úrslitaleik um titilinn í fyrstu deild en bæði lið hafa tryggt sér sæti á meðal þeirra bestu. Ragna Lóa tók við þjálfun Fylkis fyrir tímabilið og hefur því náð frábærum árangri á sinni fyrstu leiktíð í því starfi. Ragna Lóa flutti heim til Íslands í fyrra ásamt eiginmanni sínum Hermanni Hreið- arssyni, þjálfara karlaliðs ÍBV, eftir nokk- urra ára dvöl í Englandi. Það var þó ekkert í spilunum að flytja aftur. „Þetta ævintýri byrjar í raun þannig að við komum til landsins í smá frí, vorum ekkert að fara flytja til Íslands, en við fórum bara aldrei til baka. Skildum bara eftir hús, bíla, báta, föt og vini. Fótboltinn skyndilega heill- aði og Ísland sömuleiðis. Það skall á okkur smáheimþrá og við bara ákváðum að skella okkur. Hemmi var einmitt úti að pakka bú- slóðinni í vikunni. Ég bað hann samt að bíða smá því ef ég hefði ekki farið upp með Fylki hefði ég flutt aftur til Englands,“ segir Ragna Lóa og hlær. Hún segir að margar stelpur í Fylki eigi ekkert heima í fyrstu deild og efniviðurinn í félaginu sé góður. Því hafi stefnan verið sett strax á að fara upp um deild. „Við höfðum ekkert að gera í þessari deild. Stefnan var að fara upp og að við yrðum að halda haus allan tímann sem við gerðum og fórum upp með glæsibrag.“ Ragna Lóa og hennar lið eiga einn leik eft- ir gegn ÍA sem fer fram í dag (laugardag). „Ég leyfi stelpunum að velja eitthvert dress á mig. Þær völdu húfuna og selskinnsjakk- ann sem ég var í. Jakkinn er af miklum knattspyrnuættum, hann er nefnilega af Færseth-ættinni. Pabbi hennar Olgu Fær- seth (markadrottningar með KR og ÍBV) átti þennan glæsilega jakka. Það var ákveðinn kraftur í þessum jakka. Mér er alltaf skítsama í hverju ég er en þetta skemmti stelpunum í liðinu og ef mað- ur getur gert þessar stelpur glaðar þá gerir maður það.“ Ragna Lóa verður áfram með Fylki hvern- ig sem leikurinn fer á laugardag og hún seg- ist kunna vel við sig í Árbænum – þrátt fyrir búslóðarleysi. „Við erum ekkert búin að koma okkur fyrir en þetta fer allt vonandi að smella saman.“ Ragna Lóa með aðstoðarmönnum sínum á hliðarlínunni. Þeir skörtuðu einnig höfuðfötum. Ljósmynd/Einar Ásgeirsson RAGNA LÓA STEFÁNSDÓTTIR ÞJÁLFARI FYLKIS Í selskinni á hliðarlínunni FYLKIR ER AFTUR KOMINN Í DEILD ÞEIRRA BESTU Í KVENNABOLTANUM EFTIR EINS ÁRS DVÖL Í 1. DEILD. RAGNA LÓA STEFÁNSDÓTTIR, ÞJÁLFARI LIÐSINS, MÆTTI Í ÚRSLITA- LEIKINA GEGN GRINDAVÍK HELDUR SKRAUTLEG TIL FARA. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is * Við fórum bara aldrei til baka.Skildum bara eftir hús, bíla, báta, föt og vini. Fótboltinn heillaði og Ísland sömuleiðis. Hermann Hreiðarsson eiginmaður Rögnu Lóu. Fylkisliðið er aftur komið í deild þeirra bestu undir stjórn Rögnu Lóu. Faðir Olgu Færseth, Hallgrímur, átti selskinns- jakkann sem Ragna Lóa klæddist á hliðarlínunni. Fæst einnig í veFverslun stoðar 31ár 1982-2013 Trönuhrauni 8 | 220Hafnarfirði | Sími 565 2885 Opið kl. 8 - 17 virka daga | stod@stod.is | www.stod.is Þar sem sérFræðingar aðstoðaÞig viðvalá hlíFum Við styðjum þig STOÐ P O R T hö nn un

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.