Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Side 16
*Kíktu á níu bestu leiðarvísana sem netið býður ferðaglöðum um heim allan upp á »18Ferðalög og flakk Sumarið er á enda og við tekur milt og fallegt haust. Þetta er að okkar mati skemmtilegasti tíminn en þá tekur við uppskeran; epla-, plómu-, berja- og sveppatínsla. Finnar eru duglegir við að nýta sér afurðir náttúrunnar og þurrka, safta, frysta og brugga í miklu magni. Þau þrjú ár sem við höfum búið hér hefur haustið stoppað stutt við en veturnir verið snjóþungir og langir. Það má segja að Finnland skiptist í tvo mjög svo ólíka heima eftir árstíðum. Á sumrin flykkjast heimamenn í sumarhúsin við vötnin og nota sánuna óspart. Þeir fáu sem ekki búa svo vel að eiga sumarhús njóta kyrrðarinnar í borgunum og nýta sér nálægar strendur, eyjar og vötn. Vötn og sjór leggur svo hægt er að skauta eða skíða yfir í nálægar eyjar og gönguskíðabrautir koma í ljós á ólíkleg- ustu stöðum. Finnar láta kuldann ekki aftra sér, enda ekkert notalegra en góð sána eftir langa útiveru. Kær kveðja, Elín Guðmannsdóttir og Pálmi Þór Atlason Elín, Embla Sif, 10 ára, og Þórdís Edda, 2 ára, í gönguferð á Eystrasaltinu. Kantarellu-uppskeran að hausti. Tveir heimar Finnlands Embla Sif og Pálmi við veiðar. PÓSTKORT F RÁ ESPOO V íða þar sem ferðast er um kunnar borgir er hægt að komast í stórsniðugar skemmri gönguferðir með leiðsögn, um áhugaverðar en lítt kunnar slóðir. Getur þetta bætt heilmiklu við upplifunina á viðkomandi stað, ekki síst ef tíminn er takmarkaður. Hvort sem maður hefur áhuga á bókmenntum, rokki eða klassík, sagnfræði, hönnun, vísindum eða öðru má víða vinna fjöldann allan af áhugaverðum gönguferðum í boði viðurkenndra aðila. Oftar en ekki eru þeir með ítarleg dagatöl á vefsíðum sínum, þar sem sjá má hvað er í boði á hverjum degi, nánast allan ársins hring. Sjaldnast þarf að bóka sig hjá þeim aðilum sem hér um ræðir og er verði stillt mjög í hóf. Besta dæmið um slíkt fyrirtæki er London Walks í Lundúnum, sem býr að langri sögu í þessum iðnaði og hefur orðið mörgum öðrum fordæmi. Nægir yfirleitt bara að mæta á auglýsta brottfararstaði, t.d. neðanjarðarlestarstöðvar eða önnur þekkt kennileiti, þar sem greitt er ígildi um tvö þúsund íslenskra króna áður en haldið er af stað. Leiðsögumennirnir koma úr ýmsum áttum, eru t.d. leikarar, rithöfundar, fræði- menn eða fyrrverandi lögreglustjórar sem eru sérfræðingar í raðmorðingjum fyrri alda, svo fátt eitt sé nefnt. Eiga þeir það oftar en ekki sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á þeim svæðum sem þeir leiða fólk um og þekkja þar hverja þúfu og stein, svæsnar gamansögur og sagnfræði. Er hægt að fræðast um allt milli himins og jarðar, þjóðsagnapersónur sem og minna þekktar, og verða margs fróðari. Hér eru nokkur fyrirtæki sem vert er að hafa í huga þegar eftirfarandi borgir eru sóttar heim: Lundúnir – Hvort sem þú vilt heyra um Harry Potter, Sherlock Holmes, Rolling Sto- nes eða Jane Austen, hjá fyrrnefndum London Walks finna allir ferð sem heillar. Óhætt er t.d. að mæla með Oscar Wilde-göngunni, sem fer frá Green Park-lestarstöð- inni vikulega. Þar er m.a. vindlagerðarmaður skáldsins og Winston Churchill heimsótt- ur. Sjá nánar: www.walks.com. París – Paris Walks byggist á sama módeli og systurfyrirtækið í Lundúnum. Auk þess að halda á skáldaslóðir eða kynna sér nánar sögu ýmissa hverfa borgarinnar við Signu er m.a. hægt að kynna sér sérstaklega franskt súkkulaði, sögufræg tískuhúsin eða slóðir Da Vinci-lykils Dans Browns o.fl. Sjá nánar: http://www.paris-walks.com. Berlín – Original Berlin Walks bjóða m.a. upp á sérhæfðar gönguferðir um slóðir fyrrverandi þriðjaríkisforingjans og eins úr kalda stríðinu. Líka er hægt að þræða jóla- markaði eða kynna sér Berlín samkynhneigðra, svo fátt eitt sé nefnt. Sjá nánar: www.berlinwalks.de/public. New York – Eitt vinsælasta göngufyrirtækið á Manhattan er The Big Onion Walk- ing Tours. Nafnið vísar í gamalt gælunafn stóra eplisins. Sjá nánar: www.big- onion.com. Róm – Í borginni eilífu er fjölmargt að sjá og því ekki síðra að vita af gönguferðum Rome Free Walking Tours. Eins og nafnið gefur til kynna býður fyrirtækið upp á ókeypis gönguferðir frá spænsku tröppunum í miðbænum um valin svæði. Einnig er hægt að bóka frekari ferðir hjá fyrirtækinu. Sjá nánar: www.romefreewalkingtour.com. GENGIÐ UM SLÓÐIR STÆRRI OG MINNI SPÁMANNA Fróðleikur á fæti ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ KOSTA MIKIÐ, EN GETUR BÆTT HEILMIKLU VIÐ STUTTAR BORGARFERÐIR, AÐ SJÁ OG HEYRA HVAR SKÁLD, FRÆÐI- MENN OG ALÞÝÐUHETJUR ÓLU MANNINN OG FENGU INNBLÁSTUR. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Hægt er að komast í fríar gönguferðir með fræðslu um miðbæ Rómarborgar frá spænsku tröppunum kunnu. Morgunblaðið/Ómar Í Mayfair þar sem fræðst um Lundúni Oscar Wilde. Á slóðum Rolling Stones og fleiri rokkara í London Brandenborgarhliðið í Berlín. Fræðast má um sögu og slóðir Coco Chanel. Tíska og skálda- slóðir í París

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.