Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013 Ferðalög og flakk HÚSGAGNAHÖLLIN • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • OP I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 O REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJ 109.990 FULLTVERÐ: 119.990 AROS La-z-boy stóll. Grátt, brúnt eða ljóst ákæði. B:85 D:90 H:107 cm. EMPIRE La-z-boy stóll. Áklæði fjóri litir. B:80 D:70 H:102 cm. 79.990 NÝR LA-Z-BOYSTÓLL UTAH La-z-boy stóll. Áklæði tveir litir. B:78 D:75 H:103 cm. 59.990 FULLTVERÐ: 89.990 SUMMIT La-z-boy stóll. Svart og hvítt leður. B:80 D:95 H:10 cm. 169.990 NÝR LA-Z-BOYSTÓLL NÝTT « « NÝTT « « NÝTT « « Bestu leiðarvísarnir ÞAÐ ER ÓÞARFI AÐ SPYRJA VINI OG KUNNINGJA HVERT OG HVERNIG Á AÐ FERÐAST SVO AÐ FERÐALAGIÐ VERÐI FULLKOMIÐ. Á NETINU ERU FRÁBÆRAR VEFSÍÐUR SEM SEGJA OKKUR ÞETTA ALLT. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Vefsíðan roughguides.com er ekki bara ljómandi góð vefsíða um áfanga- staði heimsins heldur er þar að finna skrif um hvernig efnahagsástand og stjórnmál standa í ýmsum löndum sem fjallað er um sem áfangastaði. Góða grein er að finna þar núna um ýmislegt sem víst er að margir vita ekki um Japan. Til dæmis er það kurteisi að slafra núðlunum þannig í sig að það heyrist um allan veitingastaðinn. Sérstaða Let’s Go Travel Guides er sú að hún er skrifuð af ungu fólki, fyrir ungt fólk. Vefslóðin er letsgo- .com og þar er að finna mikið af hagnýtum upplýsingum um hvernig ferðast má ódýrt, finna góð tilboð og „hipp og kúl“ áfangastaði. Á síð- unni er gott og stórt safn mynd- skeiða. Nýjasta greinin á síðunni er snýr að Evrópu er um ýmsar bragðtegundir á ítölskum ís sem finna má í Flórens. Margir Íslendingar kannast við tripadvisor.com enda yfir 33 milljónir manna sem lesa síðuna daglega. Síðan er margtilnefnd sem besti leiðarvísir ferðalanga á netinu. Gott aðgengi er að síðunni í gegnum snjallsíma. Auð- velt er að skoða hvernig umsagnir helstu veitingastaðir og hótel í heim- inum hafa fengið í gegnum tíðina hjá notendum. Besti veitingastaðurinn árið 2013 er að mati blaðamanna vefsíðunnar Le Bernardin í New York. Ein þekktasta vefsíða ferðalangsins er án efa lonelyplanet.com. Það ratar alla jafna í fréttirnar ef á vefsíðunni er minnst á Ísland sem ákjósanlegan áfangastað enda er síðan ein sú mest lesna í heiminum. Síðan er svolítið miðuð út frá breskum ferðalöngum enda í eigu Breta en er engu að síður mjög hentug fyrir flesta Evrópubúa. Nýleg er grein um hvernig sumir flug- vellir geta reynst hreinasta martröð að fara í gegnum. FERÐAST MEÐ HJÁLP NETSINS Arrivalguides.com er vefsíða sem hefur nú í ár verið tilnefnd til hinna bresku Travolution Awards sem besta upplýsingaveita fyrir ferðalög. Á síðunni er hægt að fletta upp tillögum að áfangastöðum eftir alls kyns leitartakmörkunum. Til dæmis hvort þú ert að leita að fáfarinni strönd, fjölskylduvænum stöðum, áfanga- stöðum þar sem mikið er af söfnum tengdum fornminjum og svo mætti lengi telja. Bæði er hægt að skoða síðuna á sænsku og ensku og hægt er að hlaða nið- ur stórum bæklingum um allar borgir heimsins. Einnig er hægt að hlaða niður smáforriti í iPhone-síma. Meðal nýlegra úttekta síðunnar má nefna úttekt á októ- berfestum – hvernig á að haga sér og klæðast á þeim bæversku hátíðum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.