Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Page 19
8.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
– fyrir lifandi heimili –
G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0
AVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJAVÍK
159.990
FULLTVERÐ: 179.990
179.990
FULLTVERÐ: 199.990
PINNACLE La-z-boy stóll. Svart, ljóst
eða brúnt leður. B:80 D:85 H:104cm.
CARDINAL La-z-boy stóll.
Svart leður. B:96 D:100 H:107 cm.
TILBOÐ Á
STÓLUM FRÁ
LA-Z-BOY
«
«
FULL BÚÐ AF
NÝJUM STÓLUM
FRÁ LA-Z-BOY
Vefsíðan fodors.com hefur það
fram yfir flestar ferðaupplýs-
ingasíður að skrif um borgir og bæi
víða um veröld eru eftir íbúana
sjálfa. Þannig fá ferðalangar góða
innsýn í hvernig lífið virkar á hverj-
um stað, hvaða veitingastaðir leyn-
ast í húsasundum sem annars væri
erfitt að taka eftir og ýmis góð ráð
sem innfæddir aðeins þekkja. Mikið
af upplýsingum er þar að finna um
ferðalög um Bandaríkin og á forsíð-
unni er núna grein um bestu helg-
arferðir haustsins og er Chicago
þar meðal annars á lista.
AFP
Ef þú vilt finna ferðalag út frá áhugamálum þínum er einfaldur leitargluggi ferðalaga á vefsíðunni concierge.com.
Úttekt er þar að finna á yfir 200 áfangastöðum og einnig efni úr hinu virta ferðatímariti Conde Nast Traveller.
Mjög forvitnilega grein er að finna á forsíðu síðunnar þessa dagana – um yfirgefna staði í heiminum til að heim-
sækja og verða fyrir sérstökum upplifunum. Meðal annars yfirgefinn strandbæ á Kýpur sem kallast Famagusta. Áð-
ur sólaði Brigitte Bardot sig þar en árið 1974 yfirgáfu íbúar bæinn þegar innrás Tyrkja stóð yfir. Íbúarnir sneru
aldrei aftur en ferðamenn koma stundum við og skoða yfirgefin hótel.
Einn fyrsti ítarlegi ferða-
leiðarvísir yfir áfanga-
staði um allan heim var
gefinn út hjá útgáfufyr-
irtækinu Frommers. Vef-
síðan frommers.com
er í dag í fararbroddi í
að leiðbeina ferðalöng-
um, bæði á netinu og í
bókarformi. Hrikalega
fyndnar greinar er að
finna á Frommers, ein
sú mest lesna er hvernig
þú átt að forðast uppá-
þrengjandi götusala í
borgum. Lykilorðið; þú
átt ekki að mynda augn-
samband við sölumann-
inn. Hér má sjá tösku-
sala á götu í
Montmartre í París.
Wikitravel er Wikipedia ferðalag-
anna og er líklega sú vefsíða sem
hefur yfirlit yfir hvað flesta áfanga-
staði, eða um 23.000 talsins. Á síð-
unni eru góðar upplýsingar um
staðreyndir og leiðarlýsingar. Og
ekki er úr vegi að tékka á tungu-
málaleiðarvísinum með helstu frös-
um sem ferðalangurinn þarf á ýms-
um tungumálum. Meðal annars á
rússnesku.