Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013 Matur og drykkir Þ etta er enginn heilsuborgari. Við kjósum að vita ekkert hvað eru margar kalóríur í þessu. Það má nú leyfa sér endrum og eins,“ segir Ásta Sveins- dóttir einn af eigendum Roadhouse á Snorrabraut en þar má finna sannkallaðan nammidagsborgara, The Cro- nut hamborgara. Borgarinn er ekki á matseðlinum en engu að síður hefur hann slegið í gegn og má búast við að hann verði á kominn á matseðilinn næst þegar Roadhouse sest niður og gerir matseðil. Borgarinn á ættir sínar að rekja til Bandaríkjanna enda er staðurinn með amerískar rætur. Þar er bara spiluð am- erísk tónlist og allt sem skreytir veggina er ekta amerískar auglýsingar og veggmyndir. Engar eftirlíkingar. „Þessi borgari hefur verið seldur í smá tíma í Bandaríkjunum. Við erum búin að prófa að vera með kleinuhringja hamborg- arann og hann tókst ofsalega vel. Næsta skref var því að prófa þennan. Gunnar, meðeigandi minn, sá Cronut- borgarann í fjölmiðlum og fórum að þróa hann með Örvari í Nýja kökuhúsinu.“ Viðskiptavinir hafa margt að segja um matseðil Road- house. Ef hugdettur kokksins og eigendanna slá í gegn fer rétturinn inn á matseðilinn. „Við erum oft með hamborgara utan matseðils. Ef þetta verður vinsæll borgari kemur hann á næsta matseðil. The Cronut-borgaranum hefur verið tekið gríðarlega vel. Hann hefur alltaf selst upp,“ segir Ásta al- sæl með viðtökurnar. „Roadhouse er amerískur veitinga- staður og við erum alltaf að leita leiða til að skapa eitthvað og gera eitthvað skemmtilegt.“ Alúðin smakkast betur Roadhouse er fallegur staður á Snorrabraut þar sem hjarta og sál er lögð í matargerðina – jafnvel þótt þetta sé gælu- verkefni eigendanna. „Við eigum aðra veitingastaði en við elskum svona mat. Yfirkokkurinn er menntaður matreiðslu- maður ásamt eigendunum Sigurði og Gunnari. Þá á Ásta einnig sushi-stað í Reykjavík. „Svona matur er það sem ég elska að borða á nammidögum.“ Á Roadhouse er flestallt gert frá grunni. Frönsku kart- öflurnar eru handskornar, sósurnar heimagerðar og kjötið reykt á staðnum. Heimagert smakkast betur – alúðin renn- ur ljúflega niður. „Það er maður sem mætir hér klukkan sex á morgnana og sker frönsku kartöflurnar. Það tók 11 daga að búa þær til eins og við vildum og á tímabili vorum við alveg að bugast en það tókst að lokum og við erum stolt af þeim enda engin aukaefni í þeim.“ Ásta segir að þó að staðurinn sé gæluverkefni sé ást og alúð lögð í hvert at- riði – stórt sem smátt. „Við erum að reyna að endurskapa ameríska stemningu frá tímabilinu 1920-1980 sem er flott- asta tímabil Bandaríkjanna. Þegar við vorum að fara að opna fór ég á stúfana og fann ekta muni frá þessum tíma, Við létum Leif Welding gera fyrir okkur bekki og hillur en allt sem er á veggjunum, auglýsingar og myndir, er ekta. Svo má ekki gleyma tónlistinni sem er aðeins frá Banda- ríkjunum.“ Hver vill ekki borða undir ljúfum tónum Elvis eða Buddy Holly. Morgunblaðið/Kristinn BETRA AÐ PANTA THE CRONUT BURGER MEÐ DAGS FYRIRVARA Unaðsborgari á Snorrabraut THE CRONUT BURGER FÆST Á ROADHOUSE NÚ Í SEPTEMBER. ÁSTA SVEINSDÓTTIR, EIGANDI ROADHOUSE, SEGIR AÐ BORGARINN SÉ ENGINN KÓLESTERÓLKLUMPUR EN HANN SÉ EKKI FYRIR ÞÁ SEM VILJA BARA GRÆNT. ÞETTA ER HAMBORGARI FYRIR BRAGÐLAUKANA. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Baldur Hafsteinn Guðbjörnsson yfirkokkur og Ásta Sveinsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn Cronut-brauð (fæst í Nýja kökuhúsinu) skorið í tvennt 100% hreinn hágæða nautaborgari 1 sneið Óðalsostur súrsaður rauðlaukur eftir smekk heimagert beikon (þykkt beikon í sneiðum) Roadhouse-majó/hvítlauksconfit-majó 100% hreint hlynsíróp Aðferð: Beikonið steikt, hamborgarinn saltaður eftir smekk og steikt- ur. Ostur lagður á borgarann og látinn bráðna. Majónesi smurt á Cronut-botninn og súrsaður rauðlaukur settur ofan á. Síðan er hamborgarinn lagður á laukinn. Beikon lagt ofan á og majó smurt þar á og svo er toppurinn lagður ofan á og hlýnsírópi sprautað varlega yfir toppinn eftir smekk. Cronut-borgarinn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.