Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Qupperneq 37
Fáðu fréttirnar með Feedly
Þegar Google ákvað að loka hinni
vinsælu RSS-þjónustu sinni
Goggle Reader hófst kapphlaup
um hylli RSS-notenda. Flestir
virðast hafa snúið sér að Feedly,
sem sameinar flesta kosti Google
Reader, auk er auk þess prýð-
isvel hannað. Hægt að fá sem
smáforrit í flestar gerðir síma.
Náðu tökum á
pósthólfinu þínu
Á netinu er netfangið þitt nánast
eins og kennitalan þín. Það fylgir
þér í gegnum allt, og er yfirleitt
það fyrsta sem þú þarft
að gefa upp þegar þú
skráir þig fyrir
hverskonar þjón-
ustu á netinu.
Afleiðingin er sú
að pósthólfið þitt er
iðulega uppfullt af
fréttabréfum sem þú
hefur engan áhuga á að lesa,
en það getur verið tímafrekt að
afskrá sig fyrir öllum þessum
pósti. The Swizzle er þjónusta
sem hjálpar þér að ná tökum á
pósthólfinu. Þú getur safnað
fréttabréfum í eina vikulega póst-
sendingu, eða afskráð þig af póst-
listanum beint af síðunni. Hand-
hægt og þægilegt.
Gerðu símann þinn
að þínum eigin
Tasker er lítið forrit fyrir Andro-
id sem notendur geta notað til að
sérsníða hegðun símans að eigin
þörfum á vegu sem iPhone-
notendur getur einungis dreymt
um. þú getur slökkt á gagnaflutn-
ingum á ákveðnum tíma, slökkt
hljóðinu á meðan síminn er á
hvolfi, eða látið hann byrja að
spila tónlist um leið og heyrn-
artólum er stungið í samband,
svo eitthvað sé nefnt.
Notaðu símann sem
hallamál
Nú hefurðu enga af-
sökun lengur fyr-
ir að láta
mynd-
ir hallast eða hengja upp skakkar
hillur. Hægt er að fá hallamáls-
forrit í allar gerðir snjallsíma,
sem sjá til þess að þú þarft aldr-
ei að láta reyna á smiðsaugað
aftur.
Safnaðu spjallinu
á einn stað
Ef þú notar Skype, Gmail eða
Facebook, eða jafnvel allt þrennt,
þekkirðu væntanlega að vera með
vefspjall í gangi á fleiri en einum
stað í einu. Það má leysa með
einföldum hætti með Imo.im sem
safnar öllum tenglunum þínum á
einn stað. Kosturinn við Imo er
að það er hægt að fá það sem
smáforrit í flesta snjallsíma líka.
Lærðu meira með iTunes U
Þú þarft ekkert stúdentspróf til
að sækja háskólafyrirlestra hjá
iTunes U, þar sem má nálgast
meira en 500.000 háskólafyr-
irlestra um allt frá stjarneðl-
isfræði til kynjafræði frá virtustu
háskólum heims, ásamt bókum og
myndböndum og ýmsu kennslu-
efni. Hægt að nálgast í gegnum
iTunes á öllum tölvum, og fáan-
legt sem sér forrit fyrir iOs tæki.
*SMS lifir góðu lífi þrátt fyr-ir að það sé ekki jafn áber-andi samskiptamáti og það var
fyrir nokkrum árum síðan.
8.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Smáralind | Sími 512 1330
Laugavegi 182 | Sími 512 1300
Lækkuð verð
iPhone
iPhone 5
Verð frá: 109.990.-
iPhone 4/4S
Verð frá: 64.990.-
1.000 kr.
símnotkun á
mán. í 6 mán.
fylgir iPhone 4
hjá NOVA
1.000 kr.
símnotkun á
mán. í 12 mán.
fylgir iPhone 4S
hjá NOVA
Tveimur árum eftir andlát frum-
kvöðulsins Steves Jobs, sem lést
úr krabbameini 2011, er orðin til
kvikmynd sem byggð er á ævi
hans. Myndin heitir einfaldlega
Jobs og þar er fjallað um upphaf
stórveldis hans, tæknirisans Apple.
Jobs fór ekki hefðbundna leið
háskólamenntunar heldur stofnaði
fyrirtæki sitt ásamt tölvuséníinu
Steve Wozniak eftir að hafa flosn-
að upp úr skóla. Eins og frægt er
orðið varð fyrsta Machintosh-
tölvan úr smiðju þeirra félaga til í
bílskúr.
Jobs var aðeins 56 ára þegar
hann lést en áhrif hans á tækni-
heiminn munu eflaust lifa margar
mannsævir. Sýn Steves Jobs á tölv-
ur, tækni og hönnun umbylti í
raun því hvernig fólk umgengst al-
geng tæki í daglegu lífi. Jobs hafði
trú á einfaldleikanum og vildi gera
tæknina aðgengilega en lagði jafn-
framt ríka áherslu á vandaða
hönnun.
Stórleikarinn Ashton Kutcher
fer með hlutverk sjálfs Steves Jobs
í myndinni en Josh Gad leikur
Wozniak. Myndin var frumsýnd á
föstudag og er sýnd í Smárabíói
en meðal annarra leikara má
nefna Dermot Mulroney, James
Woods, Lesley Ann Warren og
Matthew Modine.
LEIKIN MYND UM ÆVI STEVES JOBS
Ævi frum-
kvöðuls á
hvíta tjaldið
Steves Jobs er minnst sem eins áhrifamesta frumkvöðuls tækniheimsins. Mynd
um ævi hans er nú komin út og er sýnd í bíóhúsum landsins.
AFP