Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Qupperneq 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Qupperneq 39
8.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 H elstu tískufréttir vikunnar eru án efa, að Kim Kardashian hafi klippt á sig topp og litað hárið á sér ljóst og að Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi mætt í einum Nike-strigaskó og einum spariskó þegar hann hitti Barack Obama í Stokkhólmi í vikunni. Ungfrú Kardashian átti ekki annarra kosta völ en að klippa á sig topp því hún eignaðist frumburð sinn 15. júní síðastliðinn og síðan þá hefur hárið líklega hrunið af henni, eins og gerist hjá kvenfólki við þessar að- stæður. Það kallar einhvern veginn ekki á neitt annað en toppklippingu því þegar hárið fer að vaxa aftur myndast svo mikið af litlum hárum í kringum hársvörðinn að við verðum eins og Monsur. Þótt Monsurnar séu krúttlegar þekki ég enga konu sem langar til að líkjast þeim. Ég þekki heldur enga sem lítur á Monsu sem sína helstu tískufyrir- mynd … en það sem konur átta sig samt ekki á hvað toppur getur gert mikið fyrir okkur. Hann yngir okkur upp og gerir okkur stelpulegri og þegar við erum komnar vel á fertugsaldur gerir hann annað kraftaverk … Hann felur hrukkurnar á enninu. Nú fara einhverjir upp á afturlappirnar því orðið hrukkur er pínulítið á bannlista. Samfélagið, eða allavega ákveðnir hópar innan þess, segir okkur að við konurnar eigum að vera ánægðar með hrukkurnar því þær sýni að við séum vel sigldar og höfum lifað … Sjálf skildi ég ekkert í konum sem voru að pæla í hrukkum fyrr en ég fór sjálf að eldast. Merkilegt nokk þá gerðist það bara allt í einu eða eftir að ég varð móðir og fékk aldrei samfelldan nætursvefn … og fór að vinna allt of mikið. Við verðum nefnilega hrukkóttar af stressi og svefnleysi. En sem betur fer er hægt að gera ýmislegt til þess að yngja sig upp. Heimsins besta ráðið er að útrýma öllum aukefnum úr mataræðinu, sofa alltaf átta tíma og hreyfa sig eitthvað á hverjum degi. Stundum dugar það ekki til og þá getur verið gott að fara í ávaxta- sýrumeðferðir, nudda kókósolíu ofan í hrukkurnar eða strauja á sér ennið með hrukkustraujárninu. Það er þó bara eitt sem eyðir algerlega hrukkum og sléttir úr enni og það er bótox. Ef þú sérð konu, sem komin er yfir 35 ára aldur, og er með alveg rennislétt enni og það hrukkast ekki neitt þegar hún talar, þá er hún að öllum líkindum með bótox … Jafnvel þótt hún viðurkenni það ekki. Það er nefnilega svo margt sem mannfólkið gerir en það myndi aldei viðurkenna fyrir öðrum. Það er þó verra þegar við erum „nöppuð“ eins og Sigmundur Davíð upplifði í Stokkhólmi í vikunni – í sitthvorum skónum. Mér finnst þetta dálítið fyndið en við viljum þó ekki að þessi staða komi upp aftur. Hlustaðu nú, Sigmundur Davíð, næst þegar fót- urinn bólgnar, sendu þá Jóhannes út í næstu verslun og láttu hann kaupa tvö pör af sömu sortinni. Annað parið sem passar á hægri fót og hitt parið sem passar á vinstri fót. Láttu veika fótinn í stærri skóinn og venju- lega fótinn í minni skó- inn … (því maður er ekki í strigaskóm þegar maður hittir Obama) … martamaria@mbl.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í sitthvorum skónum á fundi með Bar- ack Obama í Stokkhólmi í vikunni. Að vera napp- aður í beinni Kim Kardashian klippti á sig topp og litaði hárið ljósara. Monsur eru krútt- legar - ekki tískufyrirmyndir. Hvern ætlar þú að gleðja í dag? Smiðjuvegi 4 (Græn gata), 200 Kópavogi, sími 578 3030, gsm 824 0240, laugin.is Erum með allt fyrir Góður endir á góðum degi Nuddpottar Hreinsiefni Síur Viðgerðarþjónusta Varahlutir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.