Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Page 42
*Fjármál heimilannaBest er að skilja gullúrið og sparifötin eftir heima ef ætlunin er að prútta um verð
Nýtt starfsár er að hefjast hjá Sinfón-
íuhljómsveit Íslands og í mörg horn að
líta hjá Margréti Reynisdóttur, mark-
aðs- og kynningarstjóra. Spennandi
dagskrá er framundan þar sem koma
m.a. fram Víkingur heiðar, Midori,
Ashkenazy, Dmitri Kitajenko og Skálm-
öld.
Hvað eruð þið mörg í heimili?
Við erum fimm á heimilinu. Ég og
Sverrir og þrjú börn: Ragnar Steinn,
Erla og Dagur.
Hvað áttu alltaf
til í ísskápnum?
Það verður að verða til ostur og smjör
– má ekki klikka. Og mjólk fyrir Dag og
djús fyrir Ragnar.
Hvað fer fjölskyldan með í
mat og hreinlætisvörur á viku?
Ég er ein þeirra sem hafa eiginlega ekki
hugmynd um hvað fer í hvað í heim-
ilisbókhaldinu – það fer allavega!
Hvar kaupirðu helst inn?
Við erum með reikning í Melabúðinni
sem er á næsta horni og svo förum við
stundum í stærri innkaup í Krónuna
eða Víði í Vesturbænum. En það er allt-
af skemmtilegast að fara í Melabúðina
vegna þess að þar fæst allt og maður
hittir alla.
Hvað freistar helst
í matvörubúðinni?
Ferskar kryddjurtir freista! – og fallegt
grænmeti og ávextir.
Hvernig sparar þú í
heimilishaldinu?
Það er helst með því að fara ekki út í
búð og elda úr því sem til er í ísskápn-
um. Það geta orðið úr því hinar bestu
smáréttaveislur.
Hvað vantar helst á heimilið?
Það vantar alltaf teskeiðar.
Eyðir þú í sparnað?
Nei – ekki beint.
Skothelt sparnaðarráð?
Við nærumst ekki bara á mat – þannig
að ég mæli með áskriftarkorti á Sinfón-
íuna og í leikhúsið. Maður missir ekki
af því sem maður ætlar sér að sjá og
svo er það líka góður sparnaður.
MARGRÉT REYNISDÓTTIR ÞARF ALLTAF AÐ EIGA TIL DJÚS
Sparar með smáréttaveislum Margrét reynir að spara með því
að elda úr því sem
til er og galdrar
þá oft fram
smáréttaveislur.
Skólaárið er að hefjast og margir
í þeim sporum að vega og meta
hvort taka eigi námslán hjá LÍN.
Aurapúkinn veit að það er fátt
betra en að vera skuldlaus, en
um leið skilur Púkinn að það er
nánast óhjákvæmilegt að stofna
til skulda þegar lagt er af stað út
í lífið, með öllum sínum skyldum.
Púkinn veit líka að leitun er að
hagstæðari lánum en þeim sem
Lánasjóðurinn veitir. Vextir eru
mun lægri en bjóðast annars
staðar og afborgunarkjörin þægi-
leg og tekjutengd.
Þeir sem sjá fram á að þurfa
að taka fasteignakaupalán, bílalán
eða hreinlega fjármagna kaupin á
fyrsta hjónarúminu eftir útskrift,
en þurfa ekki endilega námslán
til að lifa af, ættu að skoða vand-
lega þann möguleika að taka lán
samt sem áður og leggja fyrir
sem sparnað. Þar
gæti t.d. verið
komin innborg-
unin inn á
fyrstu
íbúðina.
púkinn
Aura-
Fullnýttu
lánaréttindinF
yrr í sumar komst sú frétt í hámæli að
fjölmiðladrottningin og milljarðamæring-
urinn Oprah Winfrey hefði verið snuðuð
í fínni töskubúð í Zürich. Lesendur
muna að Winfrey vildi skoða dýra tösku en
starfsmaður búðarinar þvertók fyrir það, og
sagði töskuna of dýra, ekki vitandi að við-
skiptavinurinn er sjónvarpsstjarna sem veit
ekki aura sinna tal.
Var málið allt hið undarlegasta og ekki ljóst
af frásögn Winfrey annars vegar og sölukon-
unnar hins vegar hvort um misskilning eða
mismunun var að ræða. Þó tók Winfrey fram
að hún var ekki neitt sérstaklega vel til höfð í
búðarferðinni og kannski af þeim sökum að
búðarkonan hélt að þar væri á ferð lág-
tekjukona.
Sölufólk með augun hjá sér
Sagan af Winfrey í Sviss ætti að minna á þann
veruleika að hvernig fólk klæðir sig og ber sig
getur haft mikil áhrif á þá þjónustu og kjör
sem þeim standa til boða.
Blaðamaður Wall Street Journal skrifaði
grein í tilefni af uppákomunni í töskubúðinni
og benti þar á að það er ekki bara í atvinnu-
viðtölunum sem huga þarf að hverju smáatriði
í klæðaburði. Stundum geta réttu fötin sparað
töluverðar fjárhæðir, en í öðrum tilvikum er
rétti klæðnaðurinn einfaldlega til þess fallinn
að laða fram betri þjónustulund hjá sölufólki.
Klæðnaðurinn getur t.d. haft áhrif á verðið í
þeim tilvikum þar sem mögulegt er að prútta.
Bendir blaðamaður WSJ á að þetta eigi m.a.
við þegar kemur að kaupum á notuðum bíl eða
ferð á flóamarkaðinn.
Ef á að reyna að knýja verðið á bílnum nið-
ur sé vissara að skilja glerfínu jakkafötin og
gullúrið eftir heima því sölumaðurinn mælir
viðskiptavininn út eftir klæðaburðinum. Dýr
merkjavara og taska frá frönsku tískuhúsi er
heldur ekki rétti búningurinn þegar haldið er í
Kolaportið. „Sölumenn á flóamarkaði koma
auga á Christian Louboutin-stígvél úr órafjar-
lægð,“ segir einn viðmælandi WSJ og bætir við
að seljandinn sé vís til að hækka verðið ef
hann heldur að viðskiptavinurinn vaði í seðlum.
Demantar og glóandi gull
Ferð í skartgripavöruverslunina kallar hins
vegar á að vera ögn fínni til fara, en tjalda
samt ekki öllu til ef verslað er í búð þar sem
mögulegt er að fá í gegn smáafslátt. Ef leiðin
liggur aftur á móti í fínustu og glæsilegustu
búðirnar þar sem verð á hverjum hring
og steini er vandlega niðurnjörvað er
best að klæða sig í samræmi við gæði
verslunarinnar og tryggja þannig
óskipta athygli sölumannanna.“
Annar viðmælandi blaðamanns WSJ
bendir á að skórnir séu með því fyrsta
sem sölufólk notar til að meta kaup-
getu viðskiptavinarins. Fallegir, vand-
aðir og rækilega pússaðir skór er það
sem segir seljandanum að þar sé á ferð
viðskiptavinur með getuna og viljann til
að kaupa dýra gæðavöru.
HVERNIG FÓLK KLÆÐIR SIG GETUR BREYTT SAMNINGSSTÖÐUNNI
Betri kjör í réttu fötunum
SAGT ER AÐ FÖTIN SKAPI MANNINN, EN MEÐ ÞVÍ AÐ VELJA RÉTTA KLÆÐNAÐINN ER
LÍKA HÆGT AÐ SKAPA RÉTTU ÍMYNDINA TIL AÐ FÁ GÓÐA ÚTKOMU ÚT ÚR VIÐSKIPTUM.
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Hvort sem fólki líkar betur eða verr þá hættir afgreiðslu- og sölufólki til að meta viðskiptavinnn
eftir útlitinu. Fatavalið getur haft mikið að segja með þjónustustigið og getuna til að prútta.
Morgunblaðið/Frikki