Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013
E
ftirfarandi frétt birtist í Morgun-
blaðinu hinn 17. ágúst 2013: „Í bók-
inni „Ísland ehf. Auðmenn og áhrif
eftir hrun“ eftir Magnús Halldórsson
og Þórð Snæ Júlíusson sem mun
koma út á fimmtudag er meðal ann-
ars sagt frá skjali sem fannst við húsleit árið 2009.
Skjalið hafi verið merkt Gunnari Steini Pálssyni al-
mannatengli og segir í bókinni að í því hafi verið sett
fram víðtæk áætlun um hvernig hægt væri að hafa
áhrif á umræðu um skjólstæðinga hans, og þá meðal
annars að hægt væri að ræsa út „bloggher“ þeim til
varnar.
Í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Gunnar
ekki hafa ræst út bloggher, en einhverjir sem fyrir
hann hefðu starfað hefðu verið með bloggsíður. „Ég
hef ráðið menn mér til ráðgjafar og aðstoðar fyrir
þau fjölmörgu verkefni sem ég sinni á sviði almanna-
tengsla, og sumir þeirra hafa vissulega verið þátttak-
endur í bloggheimum,“ segir Gunnar.
Í bókinni kemur fram að Gunnar hafi meðal annars
unnið mikið fyrir fyrrverandi stjórnendur Kaup-
þings, þá Sigurð Einarsson og Hreiðar Má Sigurðs-
son, og Bakkavararbræðurna Ágúst og Lýð Guð-
mundssyni.
Gunnar segist aldrei hafa ræst út neinn bloggher,
hvorki fyrir þessa skjólstæðinga né aðra, en segist
hins vegar nota sjálfstætt starfandi aðila til aðstoðar
í vissum verkefnum sem krefjist sérfræðiþekkingar.
Hann segir Ólaf Arnarson, hagfræðing og bloggara,
vera einn þeirra sérfræðinga sem hann hafi ráðið sér
til aðstoðar í gegnum tíðina. „Ólafur er einn fjöl-
margra sem ég hef fengið til ráðgjafar. Ég hef aldrei
hikað við að leita mér aðstoðar hjá þeim sem þekkja
betur til.“ Þá sagði hann nýtingu bloggheima í
tengslum við þjónustu á sviði almannatengsla teljast
til neyðarlausnar, þegar umræður væru komnar í
ógöngur. „Það getur þó vel verið ef fer fram sem
horfir að bloggheimar verði hluti af þeirri tilveru
sem horfa þarf til þegar reynt er að hafa áhrif á um-
ræðu í íslensku samfélagi.““
Ekki alveg nýr sannleikur
Lengi hafa verið grunsemdir uppi um að þeir sem
mestu réðu um framgöngu íslensku bankanna og út-
rásarhersins, sem svo lengi var lofsunginn af með-
reiðarsveinum í kór með ótrúlegustu forsöngvurum,
hafi leitast við af miklu afli að snúa atburðarás á
haus. Dagskipunin hafi verið að hefja brennuvargana
á stall en hengja slökkviliðið á hæstu gálga. Slökkvi-
lið hafði raunar verið fámennt og fékk litla áheyrn
fyrr en það var um seinan. Lengi vel „eftir hrun“
létu allir fjölmiðlarnir, Ríkisútvarpið, 365-miðar og
Morgunblaðið teymast af þeim sem gengu í þeim
takti sem hinir launuðu áróðursmeistarar slógu í
stríði sínu gegn staðreyndunum. Morgunblaðið tók
að gæta sín á hinum miðstýrða aðkeypta áróðri frá
og með haustinu 2009 en aðrir fjölmiðlar héngu
áfram í spottanum. Það þurfti ekki að koma neinum
á óvart að 365-miðlarnir gerðu það. En undarlegt er
að Ríkisútvarpið hefur í þann spottann togað til
þessa dags. Fréttamaður beintengdur hagsmunum
Exista og Kaupþings var látinn útskýra og túlka
skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og allir sem
þekktu pínulítið til máttu sjá hversu lituð af þeim
tengslum öll sú framganga var. Umræðustjóri RÚV
raðaði spekingum inn hjá sér, einnig þeim sem stað-
fest er nú að voru launaðir erindrekar og báru raun-
ar með sér frá fyrsta degi að þeir væru það. Erlendir
„fræðimenn“ létu gamminn geysa í slíkum þáttum,
sumir eftir fárra daga dvöl í landinu og fóru með
slúður og uppspuna og virtust stundum gefa til
kynna að sjálfur umræðustjórinn væri einn af „heim-
ildarmönnum“ þeirra ásamt þekktum sjálfskipuðum
talsmanni þjóðarinnar og launuðum slúðurmönnum
hins kunna sérfræðings í ímyndar- og atburðarásar-
hönnun. Dagblaðið sagði raunar frá þessum þáttum
mun fyrr en þeir Þórður og Magnús, þótt blaðið hafi
sennilega ekki haft aðgang að leyniskjalinu sem
Bloggheimar. Hinir nýju
undirheimar, þar sem
„almannatenglar“ óprúttinna
hafa fundið sinn akur
* Fljótræðisverk Steingríms J.Sigfússonar við að koma tveimur bönkum af þremur í fang
vogunarsjóða með sérkennilegum
aðferðum og án undanfarandi
umræðu og skýrra heimilda hefur
enn ekki verið rannsökuð, þrátt
fyrir loforð núverandi ríkis-
stjórnarflokka frá stjórnarandstöðu-
tíma sínum, um að það yrði gert.
Reykjavíkurbréf 06.09.13