Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Side 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Side 45
fannst við húsleitina. Eftirfarandi birtist í Dag- blaðinu í maí 2010: „Almannatengillinn Gunnar Steinn Pálsson hefur borgað Ólafi Arnarsyni, hag- fræðingi og blaðamanni sem skrifar pistla á vefritið Pressuna, fjögur hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir ráðgjafastörf síðustu misserin, samkvæmt heimildum DV. Ekki liggur ljóst fyrir um hvers kon- ar ráðgjafastörf Ólafur hefur unnið fyrir Gunnar Stein. Ólafur hefur orðið nokkuð þekktur hér á landi frá bankahruninu fyrir pistla sína á Pressunni þar sem hann tekur oft upp hanskann fyrir ýmsa þekkta auð- menn, sérstaklega fyrrverandi stjórnendur Kaup- þings og eigendur Exista. Gunnar Steinn, eða félag í hans eigu sem heitir GSP samskipti, hefur unnið ná- ið með eigendum Exista og fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni, á liðnum árum. Heimildir DV herma að Gunnar Steinn og félag hans hafi í gegnum tíðina fengið háar greiðslur frá Exista fyrir ýmiss konar þjónustu. Sömu heimildir DV segja að hluti af þeim greiðslum sé til að standa straum af launagreiðslum Gunnars Steins til Ólafs Arnarsonar.“ Dagblaðið tók fram að Ólafur Arn- arson vildi hvorki játa þessu né neita. Ekki drógu þessar upplýsingar úr áhuga Egils H. á Ólafi. Tveimur árum síðar var Dagblaðið enn á sömu slóðum: „Brottför Hreiðars Más Sigurðssonar úr landsdómi vakti talsverða athygli á fimmtudaginn. Kaupþingsstjórinn hraðaði sér út úr Þjóðmenning- arhúsinu með fréttamenn á hælunum og smeygði sér upp í vígalegan svartan Land Rover. Undir stýri sat Gunnar Steinn Pálsson almannatengill sem í gegnum tíðina hefur unnið náið með stjórnendum og helstu hluthöfum Kaupþings, meðal annars Bakkabræðr- um. Tengsl Gunnars Steins við þessa klíku í íslensku viðskiptalífi eru meðal annars þau að hann miðlaði um 400 þúsund króna mánaðarlegum „ráðgjaf- argreiðslum“ frá Exista til leigubloggarans Ólafs Arnarsonar sem hefur verið tíður gestur við réttar- höldin.“ Ekki það gagn sem að var stefnt Það var virðingarverð viðleitni þegar stofnað var til Rannsóknarnefndar Alþingis. Umgjörð hennar var þó ekki gallalaus, eins og áður hefur verið bent á og skipan hennar var fjarri því að standast almenn van- hæfisskilyrði, að tveimur þriðju hlutum til, eins og einnig hefur verið sýnt fram á. Skipun embættis Sér- staks saksóknara var einnig óhjákvæmileg ráð- stöfun, enda hefði rannsóknarnefndarstarfið verið æði botnlaust ef slíkt framhald væri ekki til staðar. Aðrar ráðstafanir fóru hins vegar hörmulega eins og skipun í skilanefndir og síðar í slitastjórnir, því stór hluti þeirra gerða ber með sér að stórtækustu ger- endum á útrásarmarkaðnum eða umboðsmönnum þeirra hefur tekist að hafa ótrúlega víðtæk áhrif á skipun sumra þeirra. Afskriftir bankastofnana, bæði hinna gömlu sem hinna nýju á fyrstu vikum og miss- erum eftir „hrun“, eru sumar með miklum ólík- indum. Fljótræðisverk Steingríms J. Sigfússonar við að koma tveimur bönkum af þremur í fang vogunar- sjóða með sérkennilegum aðferðum og án undanfar- andi umræðu og skýrra heimilda hefur enn ekki ver- ið rannsökuð, þrátt fyrir loforð núverandi ríkisstjórnarflokka frá stjórnarandstöðutíma sínum, um að það yrði gert. Engin skynsamleg skýring hef- ur verið gefin á því hvers vegna lappirnar eru dregn- ar í þeim efnum. Óþægilega margt bendir til þess, að helstu spellvirkjarnir í íslensku efnahagslífi hafi komist burt frá skaðaverkum sínum með illa fengið fé sitt og bíði nú færis að leggja undir sig land og efnahagslíf þess á ný. Og geti þá jafnvel fengið að gera það að hluta með sérstökum verðlaunabónus í gengi frá Seðlabanka Íslands sem gefur takmark- aðar upplýsingar um hvernig hann gengur fram í slíkum efnum, sem hefur því miður allan brag geð- þóttaákvarðana. S.Í. hefur aldrei í sögu sinni ástund- að annað eins pukur og óljósa stjórnsýslu í þeim efn- um og í haftastýringu sinni, eins og hann gerir þessi misserin. Óþægilega margt bendir einnig til þess að árangur embættis Sérstaks saksóknara verði lakari en vænst var, ef undan er skilin aðförin að einum fyrrverandi embættismanni, en sá málatilbúnaður allur hefur sætt alvarlegum athugasemdum frá fræðimönnum á sviði lögvísindanna. Á fyrstu dögunum eftir banka- fallið varð því bjargað sem bjargað varð. En upp- lausn stjórnmálanna mánuðina þar á eftir og hin vanhæfa stjórn haturs og gamaldags miðstýring- aráráttu, sem tók við vorið 2009, eru helstu ástæður tapaðs tíma og tækifæra á Íslandi. Það tap var stórt og virðist seint verða bætt. Morgunblaðið/RAX Snæfellsjökull að komast í vetrarham. 8.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.