Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013
S
kipulagðri glæpastarf-
semi á Íslandi má
skipta í þrennt. Í fyrsta
lagi eru það íslenskir
hópar brotamanna; í
annan stað svokölluð vélhjólagengi
og í þriðja lagi brotahópar sem
samanstanda af útlendingum bú-
settum hérlendis. Starfsemi þess-
ara hópa hverfist að langmestu
leyti um innflutning, ræktun og
viðskipti með fíkniefni.
Íslensku hóparnir eru breyti-
legir. Stundum vinna þeir saman
að ákveðnum markmiðum, stund-
um ekki. Verkaskipting er ekki
alltaf skýr innan þessara hópa,
þannig kemur meira að segja fyrir
að höfuðpaurarnir komi nálægt
meðhöndlun efna fyrir sölu. Það
þekkist yfirleitt ekki erlendis. Lík-
lega gamla íslenska lagið, að menn
gangi jöfnun höndum í öll verk.
Eins og erlendis gangast félagar
í vélhjólagengjum hér á landi ekki
við glæpastarfsemi, segjast þvert á
móti vera löghlýðnir borgarar með
mikinn áhuga á mótorhjólum. Lög-
regla lítur þó á það sem yfirvarp
enda sanni dæmin að Hells Angels
og Outlaws séu fyrst og síðast
skipulögð glæpasamtök. Hjólin séu
aukaatriði. Nær fullvíst er talið að
aðildarfélögunum hér á landi sé
stýrt erlendis frá.
Eftirlit hefur verið með vél-
hjólagengjum í nokkur ár og ýms-
ar aðgerðir því tengt innan lög-
reglu. Ríkislögreglustjóri setti á
stofn stýrihóp sem hefur það hlut-
verk að samræma aðgerðir lög-
reglu og þar inni eru tollyfirvöld
líka. Þetta starf er ennþá með
þessum hætti en árið 2011, þegar
bæði Hells Angels og Outlaws á Ís-
landi fengu aðild að alþjóða-
samtökum þessara gengja, var sér-
stökum fjármunum veitt til þess að
berjast gegn þessum hópum og
brotastarfsemi þeirra. Það gerðist
eftir að lögregluyfirvöld kynntu
ráðamönnum þá þróun sem var að
eiga sér stað. Grunnþáttur í að-
gerðum lögreglu hefur einmitt ver-
ið breið samvinna lögregluembætta
og tollyfirvalda.
Löskuð eftir húsleitir
Lögregla hefur gengið mjög hart
fram gegn mótorhjólagengjunum,
svo eftir hefur verið tekið. Þau eru
enn sögð löskuð eftir húsleitir á
síðasta ári, þar sem lagt var hald á
mikið magn vopna. Hratt og vel
gekk að finna þau vopn. Þá þykir
öflugt eftirlit við landamæri Ís-
lands til fyrirmyndar en fjölmörg-
um erlendum félögum í téðum mót-
orhjólagengjum hefur verið vísað
frá landinu í Leifsstöð. Svo vel-
heppnaðar hafa þessar aðgerðir
verið að aðrar þjóðir hafa tekið
þennan hátt upp, að sögn Karls
Steinars Valssonar, yfirmanns
fíkniefnadeildar lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu.
„Það sem við heyrum að utan er
að lögreglan sé að reynast þessum
gengjum óþægari ljár í þúfu hér á
landi en búist hafði verið við.
Vegna aðgerða lögreglu hafa þessi
gengi ekki náð neinu flugi og
standa fyrir vikið illa gagnvart að-
ildarfélögum erlendis,“ segir Karl
Steinar.
Erlendu brotahóparnir sem hasl-
að hafa sér völl hér á landi á und-
anförnum árum eru einkum skip-
aðir Pólverjum, Litháum og
Rússum. Ólíkt því sem þekkist
annars staðar á hinum Norðurlönd-
unum vinna þessir hópar gjarnan
saman, Pólverjar gegna þá
ákveðnu hlutverki í keðjunni,
Litháar öðru og Rússar enn öðru.
Ekki er alltaf ljóst hverjir eru ofar
hverjum, jafnvel breytilegt eftir
verkefnum.
Þessir erlendu hópar eru þekkt-
ari fyrir ofbeldi en hinir hóparnir,
ekki síst innan hópanna sjálfra.
Margir þessara erlendu brota-
manna eru herþjálfaðir sem gerir
þá að vonum ennþá hættulegri.
Sumir eiga litríka brotaferla að
baki. Séu þeir á hinn bóginn ekki
eftirlýstir og/eða hafi afplánað sína
dóma er engin heimild í lögum til
að synja þeim um landvistarleyfi.
Burðardýrin taka áhættuna
Allir eiga þessir hópar það sam-
merkt að vera í stöðugri leit að
liðsauka, ekki síst mönnum til að
vinna skítverkin og taka þar af
leiðandi mestu áhættuna, svo sem
að flytja fíkniefni milli landa. Svo-
kölluð burðardýr. Burðardýrin eru
oftar en ekki sjálf í neyslu og hafa
stofnað til skulda sem þau geta
ekki staðið skil á. Að gerast burð-
ardýr er ein leiðin til að hreinsa
skjöldinn.
Þessu athæfi fylgir að vonum
mikil áhætta, til að mynda sitja þó-
nokkrir Íslendingar í fangelsum er-
lendis eftir misheppnaðar tilraunir
til að smygla fíkniefnum yfir landa-
mæri. Það er, eins og dæmin
sanna, ekki öfundsvert hlutskipti.
Þeir sem eru í sölu og dreifingu
fíkniefna á Íslandi eru gjarnan í
neyslu sjálfir. Fyrir vikið eru þeir
meðfærilegt verkfæri í höndum yf-
irmanna sinna. Standi þeir sig
ekki í stykkinu eiga þeir á hættu
að skuldir þeirra hækki, jafnvel
margfaldist á augabragði. Þar að
baki liggja geðþóttaákvarðanir. Og
borgi menn ekki er þeim hótað og
þeir jafnvel beittir ofbeldi. Dugi
það ekki snúa lánardrottnarnir sér
gjarnan að ástvinum viðkomandi.
Oftast nær duga hótanir en
þeim tilvikum þar sem hnefar eru
látnir skipta fer fjölgandi, það
staðfestir lögregla. Hugmyndaflugi
böðlanna eru þá fá takmörk sett.
Auk þess að fá skýr fyrirmæli
um að borga skuldir sínar er hin-
um skuldugu iðulega harðbannað
að gera lögreglu viðvart. Annars
hljóti þeir verra af eða þeirra nán-
ustu.
Fælingarmáttur hótana af þessu
tagi er mismikill. Sumir þolendur
voga sér ekki að hafa samband við
lögreglu, aðrir gera það. Karl
Steinar segir lögreglu hvetja fólk
til að gera sér viðvart sé því hótað
líkamsmeiðingum enda sé stigið
inn í slík mál af fullum þunga.
„Reynslan sýnir að eftir að lög-
regla er komin inn í slík mál er
hótunum ekki fylgt eftir. Lögregla
er það eina sem þessir ofbeld-
ismenn og kúgarar óttast.“
Hann segir lögreglu kosta
kapps um að vernda fólk fyrir hót-
unum og til þess séu ýmsar leiðir.
Eitt af úrræðunum sem þekkist
erlendis í alvarlegustu málunum
er svokölluð vitnavernd, þar sem
einstaklingar eru hreinlega látnir
„hverfa“. Taka þá upp ný nöfn og
koma sér fyrir á nýjum og fjar-
lægum stað, þar sem þeir njóta
verndar. Lagaumhverfið gerir ráð
fyrir slíku úrræði hér á landi en
aðstæður hafa ekki kallað á það.
Smæð þjóðfélagsins býður varla
upp á það heldur.
Farnir að hugsa stærra
Þeir sem til þekkja eru sammála
um að undirheimar Íslands séu að
taka hröðum breytingum, líkist sí-
fellt meira því sem tíðkast á meg-
inlandi Evrópu. Angi af því sé
ekki bara aukin harka heldur líka
vopnaburður.
Þá þykir ljóst að helstu ger-
endur í undirheimum Íslands séu
farnir að hugsa stærra en áður,
það er út fyrir landsteinana.
„Kaupmannahafnarmálið“ sem
kom nýverið upp þykir skýrt
dæmi um það. Þar er um að ræða
stórt fíkniefnamál á danskan
mælikvarða, þar sem lykilmenn
eru íslenskir.
Fleiri mál má tína til: „Skútu-
málin“ svokölluðu, þar sem reynt
var að smygla miklu magni af
Harkan vex
UMSVIFIN OG HARKAN Í UNDIRHEIMUM ÍSLANDS ERU AÐ AUKAST. VOPNABURÐUR FÆR-
IST Í VÖXT OG HUGMYNDAFLUGI BÖÐLANNA VIRÐAST ENGIN TAKMÖRK SETT ÞEGAR
HEIMTUR ERU HAFÐAR Í FRAMMI. LÖGREGLA HEFUR AÐ VONUM ÁHYGGJUR AF ÞRÓUN
MÁLA EN TELUR SIG RÁÐA VIÐ VERKEFNIÐ. ÁRANGUR VELTI ÞÓ Á FJÁRVEITINGUM OG
MANNAFLA. ÞAR KOMI TIL KASTA STJÓRNVALDA Í ÞESSU LANDI.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Kannabismarkaðurinn á Íslandi er löngu orðinn sjálfbær. Lögregla hefur ekki
undan að loka verksmiðjum. Markaðnum er líkt við botnlausa hít.
Ljósmynd/lögreglan
Amfetamín er vinsælasta fíkniefnið á
götunni. Kókaín er líka að koma aftur
en það hvarf svo að segja eftir efna-
hagshrunið. Eins e-pillur.
Morgunblaðið/Júlíus
Ú́ttekt